Innlent

Átta jarðskjálftar yfir þrír að stærð frá miðnætti

Kjartan Kjartansson skrifar
Trölladyngja (379 m) er eldfjall á Reykjanesskaga, nyrst í Núpshlíðarhálsi. Rétt við hana er Grænadyngja (402 m), sem er mjög áþekk og er oft talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar.
Trölladyngja (379 m) er eldfjall á Reykjanesskaga, nyrst í Núpshlíðarhálsi. Rétt við hana er Grænadyngja (402 m), sem er mjög áþekk og er oft talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar. Vísir/Vilhelm

Af þeim rúmlega þrjú hundruð jarðskjálftum sem hafa mælst á Reykjanes frá miðnætti hafa átta verið yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn var 4,6 að stærð klukkan 1:34.

Stóri skjálftinn er sagður hafa fundist víða, á Reykjanesskaga, norður í Borgarnes og austur í Fljótshlíð, í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands eftir nóttina. Af þeim átta sem voru yfir 3,0 að stærð var einn við Trölladyngju en hinir við suðvesturenda Fagradalsfjalls.

Í gær 12. mars mældust tæplega 3.000 skjálftar. Þar af voru 48 yfir 3 af stærð. Stærsti skjálfti gærdagsins var M5,0 að stærð kl. 07:43, 2,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli. Skjálftinn fannst vel á Suðvesturhorninu. 

Virknin hefur aðalega verið bundin við sunnanvert Fagradalsfjall. Klukkan 22:39 varð skjálfti af stærð M3,9 sem fannst vel á Reykjanesinu og á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×