Breytt Suðurlandsbraut - hvers vegna sérrými? Pawel Bartoszek skrifar 11. mars 2021 07:00 Með Borgarlínunni mun Suðurlandsbrautin breytast. Í dag fer langstærsti hluti götunnar undir bíla og bílastæði. Á flestum stöðum eru: þrjár raðir af bílastæðum, tvær akreinar sem þjóna stæðunum og svo 2+2 vegur með reglulegum beygjuakreinum. Þá eru gangstéttir við verslanir syðst í götunni og göngu- og hjólastígar Laugardalsmegin. Með frumdrögum Borgarlínu er gert ráð að virkir ferðamátar fái meira pláss. Skoðaðar voru nokkrar útfærslur en eftirfarandi þversnið varð fyrir valinu: Svona umbreytingar kalla á spurningar og verður reynt að svara þeim hér: Þarf sérrými? Markmiðið með sérrýmunum er að auka flutningsgetu almenningssamgangna. Suðurlandsbraut er lykilflutningsleið Borgarlínu. Ef við værum bara að fjölga strætóleiðum á Suðurlandsbrautinni án þess að bæta flæði almenningssamgangna þeirra myndi það ekki skila sér í hraðari ferðatíma og ekki skila sér í fleiri farþegum. En með þessu móti fáum við 5 km sérrými frá Ártúnshöfð niður á Hlemm. Það verður alger bylting. Þurfa sérrýmin að vera í miðjunni? Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst Borgarlínann minnst af annarri umferð. Þannig verður Borgarlínan betri kostur í samkeppni við aðra ferðamáta, því notendur verða fljótari á leiðarenda en ella. Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst önnur umferð líka minnst. En af hverju er verið að taka burt aðrar akreinar? Út frá BRT-staðlinum er ekki krafa um að fækka akreinum, aðallega að sérrýmin séu til staðar. Nokkrar ástæður eru fyrir því að valin er þessi leið á Suðurlandsbrautinni. Í fyrsta lagi þyrfti annars að leggja veg inn í Laugardal. Umdeilanlegt er að það sé það besta nýting á landi. Í öðru lagi þá bætir það flæði gangandi vegfarenda yfir Suðurlandsbrautina og inn á Borgarlínustöðvarnar. Gatan verður meiri borgargata og minni hraðbraut. Eykur þetta ekki umferð á nálægum götum? Umferðarspár sýna að umferð í Reykjavík mun halda áfram að aukast. Ef ekkert verður að gert mun umferð á Suðurlandsbrautinni og í nálægum götum aukast. Nokkrar útfærslur voru skoðaðar. Umferðarlíkanið sýnir að útfærslan sem var valin heldur aftur að vexti umferðar í hverfinu. Með óbreyttu fyrirkomulagi verður umferðin á Reykjavegi 15.400 þúsund bílar á sólarhring eftir 4 ár en 11.300 með Borgarlínu og fækkun akreina. Þarf sérstakan hjólastíg sunnan meginn? Góðar hjólatengingar eru hluti af BRT-staðlinum. Umhverfið sunnan Suðurlandsbrautar er í dag töluvert bílmiðað. Mikið er af bílastæðum, bæði í einkaeigu og á borgarlandi. Þau þjóna auðvitað sínum tilgangi en það er sannarlega hægt að bæta borgarrýmið á þessum stað með betri og beinni tengingum fyrir gangandi og hjólandi. Að lokum Yfir það heila er breytt Suðurlandsbraut hryggjastykki í því samgöngukerfi sem Borgarlínan boðar. Breytingarnar eru margar hverjar róttækar og kalla eðlilega á umræður. Ég fagna þeim frjóu umræðum sem komnar eru um frumdrögin. Ástæða er til að hlakka til framhaldsins. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Pawel Bartoszek Reykjavík Samgöngur Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Með Borgarlínunni mun Suðurlandsbrautin breytast. Í dag fer langstærsti hluti götunnar undir bíla og bílastæði. Á flestum stöðum eru: þrjár raðir af bílastæðum, tvær akreinar sem þjóna stæðunum og svo 2+2 vegur með reglulegum beygjuakreinum. Þá eru gangstéttir við verslanir syðst í götunni og göngu- og hjólastígar Laugardalsmegin. Með frumdrögum Borgarlínu er gert ráð að virkir ferðamátar fái meira pláss. Skoðaðar voru nokkrar útfærslur en eftirfarandi þversnið varð fyrir valinu: Svona umbreytingar kalla á spurningar og verður reynt að svara þeim hér: Þarf sérrými? Markmiðið með sérrýmunum er að auka flutningsgetu almenningssamgangna. Suðurlandsbraut er lykilflutningsleið Borgarlínu. Ef við værum bara að fjölga strætóleiðum á Suðurlandsbrautinni án þess að bæta flæði almenningssamgangna þeirra myndi það ekki skila sér í hraðari ferðatíma og ekki skila sér í fleiri farþegum. En með þessu móti fáum við 5 km sérrými frá Ártúnshöfð niður á Hlemm. Það verður alger bylting. Þurfa sérrýmin að vera í miðjunni? Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst Borgarlínann minnst af annarri umferð. Þannig verður Borgarlínan betri kostur í samkeppni við aðra ferðamáta, því notendur verða fljótari á leiðarenda en ella. Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst önnur umferð líka minnst. En af hverju er verið að taka burt aðrar akreinar? Út frá BRT-staðlinum er ekki krafa um að fækka akreinum, aðallega að sérrýmin séu til staðar. Nokkrar ástæður eru fyrir því að valin er þessi leið á Suðurlandsbrautinni. Í fyrsta lagi þyrfti annars að leggja veg inn í Laugardal. Umdeilanlegt er að það sé það besta nýting á landi. Í öðru lagi þá bætir það flæði gangandi vegfarenda yfir Suðurlandsbrautina og inn á Borgarlínustöðvarnar. Gatan verður meiri borgargata og minni hraðbraut. Eykur þetta ekki umferð á nálægum götum? Umferðarspár sýna að umferð í Reykjavík mun halda áfram að aukast. Ef ekkert verður að gert mun umferð á Suðurlandsbrautinni og í nálægum götum aukast. Nokkrar útfærslur voru skoðaðar. Umferðarlíkanið sýnir að útfærslan sem var valin heldur aftur að vexti umferðar í hverfinu. Með óbreyttu fyrirkomulagi verður umferðin á Reykjavegi 15.400 þúsund bílar á sólarhring eftir 4 ár en 11.300 með Borgarlínu og fækkun akreina. Þarf sérstakan hjólastíg sunnan meginn? Góðar hjólatengingar eru hluti af BRT-staðlinum. Umhverfið sunnan Suðurlandsbrautar er í dag töluvert bílmiðað. Mikið er af bílastæðum, bæði í einkaeigu og á borgarlandi. Þau þjóna auðvitað sínum tilgangi en það er sannarlega hægt að bæta borgarrýmið á þessum stað með betri og beinni tengingum fyrir gangandi og hjólandi. Að lokum Yfir það heila er breytt Suðurlandsbraut hryggjastykki í því samgöngukerfi sem Borgarlínan boðar. Breytingarnar eru margar hverjar róttækar og kalla eðlilega á umræður. Ég fagna þeim frjóu umræðum sem komnar eru um frumdrögin. Ástæða er til að hlakka til framhaldsins. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun