Hugsum samræmd próf upp á nýtt Ragnar Þór Pétursson skrifar 10. mars 2021 14:31 Þegar samræmd próf voru tekin upp um miðjan áttunda áratug síðustu aldar voru þau að nokkru leyti til marks um nýja hugsun í skólastarfi. Þar með lauk þriggja áratuga tilraun sem hnitaðist að mestu um landspróf. Á bak við landspróf var frómur tilgangur. Þeim var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að hið nýja lýðveldi yrði of mikilli stéttaskiptingu að bráð. Hugmyndin var sú að öll börn, óháð stétt og stöðu, gætu tekið landspróf og brotist til æðri mennta og embætta. Málið reyndist auðvitað flóknara í framkvæmd en svo að réttur til próftöku dygði til að skapa samfélagslegt réttlæti og sveigjanleika. Viðbragð menntakerfisins var að endurhugsa nám frá grunni. Menntakerfið skyldi hætta að skiptast í menntakerfi embættismanna og alþýðu og verða eitt kerfi þjóðarinnar allrar. Samræmd próf væru eðlilegur endapunktur slíkrar skólagöngu og tryggði, að minnsta kosti, almennt eftirlit með menntuninni. Landsprófið var því lagt niður. Gagnfræðapróf, barnapróf, unglingapróf, samræmt lestrarpróf og barnapróf fóru sömu leið. Á næsta ári verða hundrað ár frá því fyrstu skriflegu prófin voru tekin upp í íslensku skólakerfi. Þá verða einnig 45 ár síðan samræmdum prófum var komið á. Samræmd próf hafa þó breyst verulega á þessum tíma og eftir upptöku síðustu aðalnámskrár er rækilega kominn tími á róttækri umbyltingu þeirra og endurskoðun. Samræmd próf eru nú haldin í 4., 7. og 9. bekk, mest í þremur greinum í hvert sinn. Greinarnar eru íslenska, stærðfræði og enska. Hver nemandi tekur sjö samræmd próf á grunnskólagöngu sinni. Yfirlýst markmið prófanna er að mæla hæfni nemenda á tilteknum sviðum og þau eru tekin þetta oft og í þessum árgöngum til að nemendum gefist færi á að auka hæfni sína þar sem henni er áfátt. Til þess að virka með slíkum hætti ætti að skipuleggja nám þannig að meginvinna við samræmd próf færi fram að próftöku lokinni þar sem nemendur og kennarar ynnu skipulega að því að setja upp einstaklingsmiðaða námsáætlun út frá styrk- og veikleikum hvers nemanda. Það væri grundvallarbreyting frá því skipulagi að megináhersla á skólastarf vegna samræmdra prófa væri í aðdraganda þeirra með markvissum og öflugum samræmdum undirbúningi heilla námshópa. Við erum þó enn býsna mikið þar. Mikið verk hefur verið unnið við að tengja samræmd próf við námsmarkmið núgildandi námskrár. Það segir sig sjálft að breytt námskrá, með nýjum markmiðum, kallar á breytt námsmat. Uppi hafa verið metnaðarfullar hugmyndir um að prófin verði einstaklingsmiðuð þar sem hver nemandi fær klæðskerasmíðað námsmat til að upplýsingarnar nýtist honum sem best. Erfitt hefur þó reynst að koma nýrri hugsun fyrir í þeim ramma sem hefðbundinn er. Öllum er ljóst að því stærri skref sem stigin eru í átt að breyttri hugsun í námsmati – því ólíklegra er að samræmd próf lifi áfram í þeirri mynd sem verið hefur. Þetta á ekki aðeins við um breytta nálgun í tæknimálum, heldur einnig breytta hugsun um matið sjálft. Áhugi fjölmiðla og almennings á samræmdum prófum einskorðast gjarnan við eitt af þrennu: mistök eða óhöpp við framkvæmd þeirra, deilur um inntak þeirra og samanburð milli skóla/landshluta/sveitarfélaga á grundvelli þeirra. Þetta eru allt gömul og gatslitin áhugamál sem fylgt hafa samræmdum prófum frá upphafi. Allskonar uppákomur og aðstöðumunur hefur einkennt próftökuna alla tíð. Deilt hefur verið heiftarlega um inntak þeirra frá fyrstu tíð (t.d. um sanngirnina í því að láta sveitabörn greina ljóðmál í borgarljóðum) og fáir hafa staðist þá fordild að hampa sér af árangri. Í öllum þessum atriðum býr dýpri og alvarlegri umræða sem sjaldnast kemst á blað. Í flestum tilfellum kallar hún á ágengar spurningar um það hvað við ætlum okkur með niðurstöður prófanna og krefur okkur um ábyrgð á þeim ályktunum sem við viljum af þeim draga. Við eigum skýr dæmi um sveitarfélög eða skóla sem um skemmri eða lengri hríð hafa sýnt mikinn árangur á samræmdum prófum en sýna ekki sama árangur þegar skipt er um mælitækið – þótt það sem mæla á sé í stórum dráttum hið sama. Við vitum einnig að Höfuðborgarsvæðið hefur yfirleitt sýnt meiri námsárangur á samræmdum prófum en að nemendur sem koma utan af landi sýni meiri árangur í háskólanámi (og eru samræmd próf þó fyrst og fremst bókleg próf). Myndin er nefnilega flókin. Þau sem til þekkja vita að þær ályktanir sem oft eru dregnar af samræmdum prófum eru oft hæpnar í besta falli og villandi á stórum köflum. Síaukin áhersla hefur verið lögð á að horft sé til framafarastuðuls á samræmdum prófum í stað einkunnar. Sá stuðull, sem einfalt er að reikna út, segir til um það hvort nemendur hafi á tilteknu tímabili (til dæmis frá 4. og upp í 7. bekk) náð meiri, minni eða svipuðum framförum á tilteknum námsþáttum en gengur og gerist. En meira að segja slíkar upplýsingar segja ekkert til um gæði kennslunnar einar og sér. Það geta verið fjölmargar ástæður og margvísleg forgangsröðun í námi og áhugamálum sem skýrir myndina. Það hvarflar til dæmis ekki að mér að enskukennarar, jafn frábær stétt og þeir eru, séu eina ástæða á því hve mjög tök íslenskra ungmenna á ensku hafa styrkst á undanförnum árum miðað við árgangana á undan. Breytingar í grunnhugmyndafræði samræmdra prófa hefur í raun valdið því að fyrirkomulag þeirra er þegar úrelt. Og skyldi engan undra í sjálfu sér. Vandinn er hinsvegar sá að hingað til höfum við ekki horfst í augu við það, því við höfum verið upptekin af því að rífast um hin þrjú megin áhugasvið okkar þegar kemur að prófunum. Á meðan hefur of margt staðið í stað. Nú er tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum lögð af stað. Þróttmikil menntaumræða hefur verið um námsmat síðustu ár. Starfshópur hefur greint stöðuna og skilað skýrslu um framtíð samræmds námsmats. Þar skortir ekki góðar hugmyndir. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur, kennarar og Menntamálstofnun séu höggvin úr snöru þeirra sem sífellt reyna að blása lífi í eitthvað sem að ytra byrði er þegar dautt – og fái í stað þess að einbeita sér að því sem lífvænlegt er. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar samræmd próf voru tekin upp um miðjan áttunda áratug síðustu aldar voru þau að nokkru leyti til marks um nýja hugsun í skólastarfi. Þar með lauk þriggja áratuga tilraun sem hnitaðist að mestu um landspróf. Á bak við landspróf var frómur tilgangur. Þeim var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að hið nýja lýðveldi yrði of mikilli stéttaskiptingu að bráð. Hugmyndin var sú að öll börn, óháð stétt og stöðu, gætu tekið landspróf og brotist til æðri mennta og embætta. Málið reyndist auðvitað flóknara í framkvæmd en svo að réttur til próftöku dygði til að skapa samfélagslegt réttlæti og sveigjanleika. Viðbragð menntakerfisins var að endurhugsa nám frá grunni. Menntakerfið skyldi hætta að skiptast í menntakerfi embættismanna og alþýðu og verða eitt kerfi þjóðarinnar allrar. Samræmd próf væru eðlilegur endapunktur slíkrar skólagöngu og tryggði, að minnsta kosti, almennt eftirlit með menntuninni. Landsprófið var því lagt niður. Gagnfræðapróf, barnapróf, unglingapróf, samræmt lestrarpróf og barnapróf fóru sömu leið. Á næsta ári verða hundrað ár frá því fyrstu skriflegu prófin voru tekin upp í íslensku skólakerfi. Þá verða einnig 45 ár síðan samræmdum prófum var komið á. Samræmd próf hafa þó breyst verulega á þessum tíma og eftir upptöku síðustu aðalnámskrár er rækilega kominn tími á róttækri umbyltingu þeirra og endurskoðun. Samræmd próf eru nú haldin í 4., 7. og 9. bekk, mest í þremur greinum í hvert sinn. Greinarnar eru íslenska, stærðfræði og enska. Hver nemandi tekur sjö samræmd próf á grunnskólagöngu sinni. Yfirlýst markmið prófanna er að mæla hæfni nemenda á tilteknum sviðum og þau eru tekin þetta oft og í þessum árgöngum til að nemendum gefist færi á að auka hæfni sína þar sem henni er áfátt. Til þess að virka með slíkum hætti ætti að skipuleggja nám þannig að meginvinna við samræmd próf færi fram að próftöku lokinni þar sem nemendur og kennarar ynnu skipulega að því að setja upp einstaklingsmiðaða námsáætlun út frá styrk- og veikleikum hvers nemanda. Það væri grundvallarbreyting frá því skipulagi að megináhersla á skólastarf vegna samræmdra prófa væri í aðdraganda þeirra með markvissum og öflugum samræmdum undirbúningi heilla námshópa. Við erum þó enn býsna mikið þar. Mikið verk hefur verið unnið við að tengja samræmd próf við námsmarkmið núgildandi námskrár. Það segir sig sjálft að breytt námskrá, með nýjum markmiðum, kallar á breytt námsmat. Uppi hafa verið metnaðarfullar hugmyndir um að prófin verði einstaklingsmiðuð þar sem hver nemandi fær klæðskerasmíðað námsmat til að upplýsingarnar nýtist honum sem best. Erfitt hefur þó reynst að koma nýrri hugsun fyrir í þeim ramma sem hefðbundinn er. Öllum er ljóst að því stærri skref sem stigin eru í átt að breyttri hugsun í námsmati – því ólíklegra er að samræmd próf lifi áfram í þeirri mynd sem verið hefur. Þetta á ekki aðeins við um breytta nálgun í tæknimálum, heldur einnig breytta hugsun um matið sjálft. Áhugi fjölmiðla og almennings á samræmdum prófum einskorðast gjarnan við eitt af þrennu: mistök eða óhöpp við framkvæmd þeirra, deilur um inntak þeirra og samanburð milli skóla/landshluta/sveitarfélaga á grundvelli þeirra. Þetta eru allt gömul og gatslitin áhugamál sem fylgt hafa samræmdum prófum frá upphafi. Allskonar uppákomur og aðstöðumunur hefur einkennt próftökuna alla tíð. Deilt hefur verið heiftarlega um inntak þeirra frá fyrstu tíð (t.d. um sanngirnina í því að láta sveitabörn greina ljóðmál í borgarljóðum) og fáir hafa staðist þá fordild að hampa sér af árangri. Í öllum þessum atriðum býr dýpri og alvarlegri umræða sem sjaldnast kemst á blað. Í flestum tilfellum kallar hún á ágengar spurningar um það hvað við ætlum okkur með niðurstöður prófanna og krefur okkur um ábyrgð á þeim ályktunum sem við viljum af þeim draga. Við eigum skýr dæmi um sveitarfélög eða skóla sem um skemmri eða lengri hríð hafa sýnt mikinn árangur á samræmdum prófum en sýna ekki sama árangur þegar skipt er um mælitækið – þótt það sem mæla á sé í stórum dráttum hið sama. Við vitum einnig að Höfuðborgarsvæðið hefur yfirleitt sýnt meiri námsárangur á samræmdum prófum en að nemendur sem koma utan af landi sýni meiri árangur í háskólanámi (og eru samræmd próf þó fyrst og fremst bókleg próf). Myndin er nefnilega flókin. Þau sem til þekkja vita að þær ályktanir sem oft eru dregnar af samræmdum prófum eru oft hæpnar í besta falli og villandi á stórum köflum. Síaukin áhersla hefur verið lögð á að horft sé til framafarastuðuls á samræmdum prófum í stað einkunnar. Sá stuðull, sem einfalt er að reikna út, segir til um það hvort nemendur hafi á tilteknu tímabili (til dæmis frá 4. og upp í 7. bekk) náð meiri, minni eða svipuðum framförum á tilteknum námsþáttum en gengur og gerist. En meira að segja slíkar upplýsingar segja ekkert til um gæði kennslunnar einar og sér. Það geta verið fjölmargar ástæður og margvísleg forgangsröðun í námi og áhugamálum sem skýrir myndina. Það hvarflar til dæmis ekki að mér að enskukennarar, jafn frábær stétt og þeir eru, séu eina ástæða á því hve mjög tök íslenskra ungmenna á ensku hafa styrkst á undanförnum árum miðað við árgangana á undan. Breytingar í grunnhugmyndafræði samræmdra prófa hefur í raun valdið því að fyrirkomulag þeirra er þegar úrelt. Og skyldi engan undra í sjálfu sér. Vandinn er hinsvegar sá að hingað til höfum við ekki horfst í augu við það, því við höfum verið upptekin af því að rífast um hin þrjú megin áhugasvið okkar þegar kemur að prófunum. Á meðan hefur of margt staðið í stað. Nú er tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum lögð af stað. Þróttmikil menntaumræða hefur verið um námsmat síðustu ár. Starfshópur hefur greint stöðuna og skilað skýrslu um framtíð samræmds námsmats. Þar skortir ekki góðar hugmyndir. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur, kennarar og Menntamálstofnun séu höggvin úr snöru þeirra sem sífellt reyna að blása lífi í eitthvað sem að ytra byrði er þegar dautt – og fái í stað þess að einbeita sér að því sem lífvænlegt er. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun