Draga til baka rannsókn á skammtatölvum vegna „mistaka“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 10:39 Microsoft virtist komið framarlega í kapphlaupinu um þróun skammtatölva þegar starfsmenn þess birtu grein sem hlaut mikla athygli árið 2018. Þeir hafa nú neyðst til þess að draga greinina til baka vegna mistaka. Vísir/EPA Hópur sérfræðinga á vegum tæknirisans Microsoft hefur dregið til baka umdeilda rannsókn á svonefndum skammtatölvum sem birtist árið 2018. Mistök hafi verið gerð við rannsóknina og biðjast höfundarnir afsökunar á að hafa ekki stundað nægilega vísindaleg vinnubrögð. Grein sérfræðinganna vakti töluverða athygli á sínum tíma. Þeir héldu því fram að þeir hefðu fundið vísbendingar um öreind sem gæti gert mönnum kleift að þróa háþróaðar tölvur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsóknin hefur nú verið dregin til baka í vísindaritinu Nature. Vísindamennirnir segja að þeir hafi meðal annars leiðrétt sum gögn að óþörfu og án þess að greina nógu skilmerkilega frá því. Þá hafi graf í grein um rannsóknina verið rangt merkt og þannig gefið misvísandi mynd af niðurstöðunum. Óháð rannsókn á upphaflegu greininni benti þó ekki til að fræðimennirnir hefðu viljandi gefið ranga mynd af niðurstöðum sínum. Microsoft segir að þetta skeki þó ekki trú fyrirtækisins á þróun skammtatölva, nýrri gerð tölva með margfalda afkastagetu á við núverandi kynslóð tölva. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við önnur stórfyrirtæki eins og Google og IBM í kapphlaupinu um að verða fyrst til að búa til nothæfa skammtatölvu. Skammtatölvur byggja á framandlegum eiginlegum skammtafræðinnar, undirgrein eðlisfræði sem fjallar um hegðun öreinda. Það er eiginleiki einda til þess að vera í fleiri en einu ástandi á hverjum tíma sem menn dreymir um að beisla. Minniseiningar hefðbundinna tölva nefnast bitar. Þeir geta tekið gildið núll eða einn. Í skammtatölvum hafa bitarnir, sem nefnast þá skammtabitar, bæði gildin samtímis. Með aðeins fimmtíu skammtabitum væri hægt að geyma 1.000 milljón milljón tölur sem tölvan gæti unnið með allar á sama tíma. Slík framför í reiknigetu tölva þýddi að flóknir útreikningar, sem tölvur nútímans þurfa allt frá klukkustundum og upp í vikur og mánuði að mjatla á, væri hægt að leysa á örskotsstundu með skammtatölvum. Tækni Vísindi Microsoft Tengdar fréttir Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Grein sérfræðinganna vakti töluverða athygli á sínum tíma. Þeir héldu því fram að þeir hefðu fundið vísbendingar um öreind sem gæti gert mönnum kleift að þróa háþróaðar tölvur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsóknin hefur nú verið dregin til baka í vísindaritinu Nature. Vísindamennirnir segja að þeir hafi meðal annars leiðrétt sum gögn að óþörfu og án þess að greina nógu skilmerkilega frá því. Þá hafi graf í grein um rannsóknina verið rangt merkt og þannig gefið misvísandi mynd af niðurstöðunum. Óháð rannsókn á upphaflegu greininni benti þó ekki til að fræðimennirnir hefðu viljandi gefið ranga mynd af niðurstöðum sínum. Microsoft segir að þetta skeki þó ekki trú fyrirtækisins á þróun skammtatölva, nýrri gerð tölva með margfalda afkastagetu á við núverandi kynslóð tölva. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við önnur stórfyrirtæki eins og Google og IBM í kapphlaupinu um að verða fyrst til að búa til nothæfa skammtatölvu. Skammtatölvur byggja á framandlegum eiginlegum skammtafræðinnar, undirgrein eðlisfræði sem fjallar um hegðun öreinda. Það er eiginleiki einda til þess að vera í fleiri en einu ástandi á hverjum tíma sem menn dreymir um að beisla. Minniseiningar hefðbundinna tölva nefnast bitar. Þeir geta tekið gildið núll eða einn. Í skammtatölvum hafa bitarnir, sem nefnast þá skammtabitar, bæði gildin samtímis. Með aðeins fimmtíu skammtabitum væri hægt að geyma 1.000 milljón milljón tölur sem tölvan gæti unnið með allar á sama tíma. Slík framför í reiknigetu tölva þýddi að flóknir útreikningar, sem tölvur nútímans þurfa allt frá klukkustundum og upp í vikur og mánuði að mjatla á, væri hægt að leysa á örskotsstundu með skammtatölvum.
Tækni Vísindi Microsoft Tengdar fréttir Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. 23. október 2019 11:32