Þú átt bara að kunna þetta Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2021 10:01 Um þessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágæt áminning hér til þeirra sem því kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Aðrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“. Hins vegar er hugsun mín önnur með grein þessari. Því að á ári hverju vaknar þessi spurning „af hverju er ekki kennt að skila skattframtali í skóla?“. Frábær spurning, hún á vel við. Það hefur lengi verið talað um að þjálfa fjármálalæsi í grunnskóla. Ýmist er það rætt á sveitastjórnarstiginu eða af alþingismönnum. Menn velta því fyrir sér hvar umræðan eigi heima. Aðalnámskrá grunnskólanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra setur, er nú orðin áratugsgömul, þar er í einu orði minnst á fjármálalæsi í kaflanum „sjálfbærni“. Það þarf því að knýja fram endurskoðun á henni svo aðalnámskrá sé í takt við þær áherslur sem eiga við á hverjum tíma. Sterkt hefði verið að nefna fjármálalæsi í menntastefnu 2030 eða þá þær áskoranir sem blasa við unga fólkinu í dag þegar störfin þróast í takt við fjórðu iðnbyltinguna en bóknámið nær ekki utan um þær samfélagslegu breytingar sem í gangi eru. Þetta er ekki einungis spurning um að læra að skila skattskýrslunni, sem börn á 16 aldursári þurfa að skila, heldur líka til að efla fjármálavitund í umhverfinu. Hvernig á að spara? Hvernig á að lesa launaseðilinn? Hvaða áhætta fylgir því að taka smálán? Það þarf líka að þjálfa almenna skynsemi Við stöndum fyrir því að raunfærni, eða almenn hæfni, er ýmist ekki þjálfuð eða þá að kennsluefnið sé úrelt. Þetta heyrist bæði frá nemendum og kennurum á grunnskólastiginu. Áskoranir nútímans kalla á frekari fræðslu um t.d. lýðheilsu út frá lífstílssjúkdómum og almennu heilbrigði, einnig kynfræðslu í takt við tímann. Þjálfun í gagnrýnni hugsun á yngri skólastigum gæti reynst dýrmæt fyrir þá ungu einstaklinga sem læra að beita henni gagnvart stanslausu upplýsingaflæði og óreiðu sem birtist á öllum miðlum. Við þjálfum að beita almennri skynsemi gagnvart „fake news“ og þá mögulega náum við utan um þann skaða sem algóritminn á samfélagsmiðlunum kann að veita. Atvinnulífið kallar einnig á fleiri einstaklinga sem kunna að beita gagnrýnni hugsun og hafa greiningarfærni á því mikla magni af upplýsingum sem vinna þarf úr hverju sinni. Því þarf að efla þessa færni mun fyrr en á háskólastigi. Skapandi greinar sem undirstaða nýsköpunar Gera þarf list- og verknámi hærra undir höfði. Það verkefni hefur verið í gangi og í sjálfu sér gengið vel. En við þurfum líka að efla skapandi greinar á grunnskólastiginu og kynda undir frumkvöðulinn í einstaklingnum. Skapandi hugsun leiðir til nýsköpunar og nýsköpun er forsenda framfara og aukinnar verðmætasköpunar í samfélaginu. Tækifærin eru mörg og tíminn til að hrista upp í hlutunum er núna. Hvenær ætlum við að hætta að hugsa „þetta hefur alltaf verið gert svona“? og raunverulega breyta? Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágæt áminning hér til þeirra sem því kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Aðrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“. Hins vegar er hugsun mín önnur með grein þessari. Því að á ári hverju vaknar þessi spurning „af hverju er ekki kennt að skila skattframtali í skóla?“. Frábær spurning, hún á vel við. Það hefur lengi verið talað um að þjálfa fjármálalæsi í grunnskóla. Ýmist er það rætt á sveitastjórnarstiginu eða af alþingismönnum. Menn velta því fyrir sér hvar umræðan eigi heima. Aðalnámskrá grunnskólanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra setur, er nú orðin áratugsgömul, þar er í einu orði minnst á fjármálalæsi í kaflanum „sjálfbærni“. Það þarf því að knýja fram endurskoðun á henni svo aðalnámskrá sé í takt við þær áherslur sem eiga við á hverjum tíma. Sterkt hefði verið að nefna fjármálalæsi í menntastefnu 2030 eða þá þær áskoranir sem blasa við unga fólkinu í dag þegar störfin þróast í takt við fjórðu iðnbyltinguna en bóknámið nær ekki utan um þær samfélagslegu breytingar sem í gangi eru. Þetta er ekki einungis spurning um að læra að skila skattskýrslunni, sem börn á 16 aldursári þurfa að skila, heldur líka til að efla fjármálavitund í umhverfinu. Hvernig á að spara? Hvernig á að lesa launaseðilinn? Hvaða áhætta fylgir því að taka smálán? Það þarf líka að þjálfa almenna skynsemi Við stöndum fyrir því að raunfærni, eða almenn hæfni, er ýmist ekki þjálfuð eða þá að kennsluefnið sé úrelt. Þetta heyrist bæði frá nemendum og kennurum á grunnskólastiginu. Áskoranir nútímans kalla á frekari fræðslu um t.d. lýðheilsu út frá lífstílssjúkdómum og almennu heilbrigði, einnig kynfræðslu í takt við tímann. Þjálfun í gagnrýnni hugsun á yngri skólastigum gæti reynst dýrmæt fyrir þá ungu einstaklinga sem læra að beita henni gagnvart stanslausu upplýsingaflæði og óreiðu sem birtist á öllum miðlum. Við þjálfum að beita almennri skynsemi gagnvart „fake news“ og þá mögulega náum við utan um þann skaða sem algóritminn á samfélagsmiðlunum kann að veita. Atvinnulífið kallar einnig á fleiri einstaklinga sem kunna að beita gagnrýnni hugsun og hafa greiningarfærni á því mikla magni af upplýsingum sem vinna þarf úr hverju sinni. Því þarf að efla þessa færni mun fyrr en á háskólastigi. Skapandi greinar sem undirstaða nýsköpunar Gera þarf list- og verknámi hærra undir höfði. Það verkefni hefur verið í gangi og í sjálfu sér gengið vel. En við þurfum líka að efla skapandi greinar á grunnskólastiginu og kynda undir frumkvöðulinn í einstaklingnum. Skapandi hugsun leiðir til nýsköpunar og nýsköpun er forsenda framfara og aukinnar verðmætasköpunar í samfélaginu. Tækifærin eru mörg og tíminn til að hrista upp í hlutunum er núna. Hvenær ætlum við að hætta að hugsa „þetta hefur alltaf verið gert svona“? og raunverulega breyta? Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun