Serena Williams hrósar Meghan Markle fyrir viðtalið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 13:00 Vinkonurnar Meghan Markle og Serena Williams á góðri stund. getty/Kevin Mazur Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, á hauk í horni í tennisstjörnunni Serenu Williams. Viðtal Opruh Winfrey við Meghan og Harry Bretaprins var sýnt á sjónvarpsstöðunni CBS í nótt og vakti mikla athygli. Þar talaði Meghan opinskátt um líf sitt og áskoranir eftir að hún byrjaði með Harry. Hún sagðist meðal annars hafa orðið fyrir kynþáttafordómum frá meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar og henni hafi liðið svo illa að hún hafi íhugað að fyrirfara sér. Meghan fékk stuðning úr ýmsum áttum eftir að viðtalið fór í loftið, meðal annars frá vinkonu sinni, Serenu Williams. Í tísti sem tennisstjarnan birti í nótt sagði hún að óeigingjarna vinkona sín, Meghan, kenni sér á hverjum degi hvað það þýði að vera sannarlega göfuglynd. Serena sagðist hafa orðið fyrir kynjamisrétti og kynþáttafordómum eins og Meghan og markmiðið með því væri að brjóta þær niður og lítillækka þær. Serena sagðist vonast til að dóttir sín og ófædd dóttir Meghans og Harrys myndu alast upp í betra og umburðarlyndara samfélagi en þær gerðu. pic.twitter.com/fYx4HlZutl— Serena Williams (@serenawilliams) March 8, 2021 Serena og Meghan hittust á góðgerðarsamu fyrir nokkrum árum og varð strax vel til vina. Serena var gestur í brúðkaupi Meghans og Harrys 2018 og ári seinna hýsti hún steypiboð Meghans þegar hún gekk með son sinn, Archie. Meghan hefur svo mætt á risamót í tennis til að fylgjast með Serenu. Tennis Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Viðtal Opruh Winfrey við Meghan og Harry Bretaprins var sýnt á sjónvarpsstöðunni CBS í nótt og vakti mikla athygli. Þar talaði Meghan opinskátt um líf sitt og áskoranir eftir að hún byrjaði með Harry. Hún sagðist meðal annars hafa orðið fyrir kynþáttafordómum frá meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar og henni hafi liðið svo illa að hún hafi íhugað að fyrirfara sér. Meghan fékk stuðning úr ýmsum áttum eftir að viðtalið fór í loftið, meðal annars frá vinkonu sinni, Serenu Williams. Í tísti sem tennisstjarnan birti í nótt sagði hún að óeigingjarna vinkona sín, Meghan, kenni sér á hverjum degi hvað það þýði að vera sannarlega göfuglynd. Serena sagðist hafa orðið fyrir kynjamisrétti og kynþáttafordómum eins og Meghan og markmiðið með því væri að brjóta þær niður og lítillækka þær. Serena sagðist vonast til að dóttir sín og ófædd dóttir Meghans og Harrys myndu alast upp í betra og umburðarlyndara samfélagi en þær gerðu. pic.twitter.com/fYx4HlZutl— Serena Williams (@serenawilliams) March 8, 2021 Serena og Meghan hittust á góðgerðarsamu fyrir nokkrum árum og varð strax vel til vina. Serena var gestur í brúðkaupi Meghans og Harrys 2018 og ári seinna hýsti hún steypiboð Meghans þegar hún gekk með son sinn, Archie. Meghan hefur svo mætt á risamót í tennis til að fylgjast með Serenu.
Tennis Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira