Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 17:16 Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag. Almannavarnir Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Þórólfur segir að á næstu sólarhringum muni fást skýrari mynd af ástandinu og þá muni koma í ljóst hvort ástæða sé til að grípa til harðari aðgerða. Boðað var til fundarins eftir að tveir einstaklingar greindust innanlands sem voru utan sóttkvíar á síðustu tveimur dögum. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala. „Okkur þótti ástæða til að koma og greina ítarlega frá þessu máli,“ sagði Þórólfur við upphaf fundarins. „Hópsmit er mögulega í uppsiglingu af völdum breska afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Þórólfur segir að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Hins vegar sé grunur um að hinir tveir hafi hugsanlega sýkst í gegnum sameiginlega snertifleti. Fólkið býr í sama fjölbýlishúsi við sama stigagang. „Á meðan sóttkví stóð virðist vera sem hann hafi náð að smita tvo,“ sagði Þórólfur sem ítrekar að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Þetta sýni aftur á móti hversu mjög smitandi afbrigðið sé. Þarf lítið til að koma af stað nýrri bylgju Þessir tveir sem greindust um helgina gætu hafa smitað nokkurn fjölda manna bæði innan Landspítalans og á tónleikum í Hörpu á föstudag að því er fram kom í máli Þórólfs. Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýjrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Hann hvatti þá sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu á föstudagskvöldið til að fara í skimun á morgun sem skipulögð hefur verið sérstaklega fyrir þá sem sóttu tónleikana. Fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Þórólfur sagði ástæðu til að bregðast hratt við og að hafa varann á, jafnvel þótt vel hafi gengið á síðustu vikum. Fólk er beðið um að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og mæta ekki til vinnu eða á samkomur ef það er með einhver einkenni. Þá hvatti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til hófstilltrar umræðu. Það smitist enginn eða reyni að smita aðra viljandi. Allir þurfi að hjálpast að, sýna tillitssemi og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Þórólfur segir að á næstu sólarhringum muni fást skýrari mynd af ástandinu og þá muni koma í ljóst hvort ástæða sé til að grípa til harðari aðgerða. Boðað var til fundarins eftir að tveir einstaklingar greindust innanlands sem voru utan sóttkvíar á síðustu tveimur dögum. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala. „Okkur þótti ástæða til að koma og greina ítarlega frá þessu máli,“ sagði Þórólfur við upphaf fundarins. „Hópsmit er mögulega í uppsiglingu af völdum breska afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Þórólfur segir að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Hins vegar sé grunur um að hinir tveir hafi hugsanlega sýkst í gegnum sameiginlega snertifleti. Fólkið býr í sama fjölbýlishúsi við sama stigagang. „Á meðan sóttkví stóð virðist vera sem hann hafi náð að smita tvo,“ sagði Þórólfur sem ítrekar að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Þetta sýni aftur á móti hversu mjög smitandi afbrigðið sé. Þarf lítið til að koma af stað nýrri bylgju Þessir tveir sem greindust um helgina gætu hafa smitað nokkurn fjölda manna bæði innan Landspítalans og á tónleikum í Hörpu á föstudag að því er fram kom í máli Þórólfs. Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýjrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Hann hvatti þá sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu á föstudagskvöldið til að fara í skimun á morgun sem skipulögð hefur verið sérstaklega fyrir þá sem sóttu tónleikana. Fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Þórólfur sagði ástæðu til að bregðast hratt við og að hafa varann á, jafnvel þótt vel hafi gengið á síðustu vikum. Fólk er beðið um að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og mæta ekki til vinnu eða á samkomur ef það er með einhver einkenni. Þá hvatti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til hófstilltrar umræðu. Það smitist enginn eða reyni að smita aðra viljandi. Allir þurfi að hjálpast að, sýna tillitssemi og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira