Fáum kraftmikla konu sem næsta formann VR Björk Guðjónsdóttir skrifar 7. mars 2021 19:01 Helga Guðrún Jónasdóttir gefur nú kost á sér í framboði til formanns hjá VR stéttarfélagi. Ég tel framboð hennar heillaskref fyrir þetta öfluga stéttarfélag. Helga Guðrún hefur sýnt og sannað með verkum sínum að þar fer kraftmikil og réttsýn kona. Ég treysti engum betur til forystu í VR en Helgu Guðrúnu. Fljót að greina kjarnann frá hisminu Það lýsir að mörgu leyti vel kraftinum í Helgu Guðrúnu að á árið 2012 tók hún sig upp og flutti austur land. Henni hafði boðist starf sem markaðs- og upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð. Nokkrum árum síðar var hún orðin atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu. Þessi umskipti komu mörgum á óvart, þó ekki þeim sem þekkja Helgu Guðrúnu vel. Þar sem margur sá fjarlægan landshluta, sá hún spennandi áskoranir og áhugaverð verkefni. Hún hefur síðan hrósað happi yfir því, að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast þessum frábæra landshluta og kraftmiklu samfélagi Austfirðinga. Helga Guðrún hefur enda alltaf átt auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. 300% aukning kvenráðherra Helga Guðrún var um miðjan síðasta áratug formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Sambandið var á þessum árum betur þekkt sem órólega deildin innan flokksins. Konur kröfðust breytinga og fór Helga Guðrún þar fremst í flokki. Í aðdraganda stjórnarmyndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003-2007 barðist hún ásamt fleirum í órólegu deildinni fyrir konum í ráðherralið flokksins, sem höfðu fram að þessu verið sárafáar. Leikar fóru svo að þrjár sjálfstæðískonur urðu ráðherrar á þessu kjörtímabili. Aukning á milli kjörtímabila var 300%. Lausnarmiðuð á þverpólitískum grunni Að þessum slag loknum yfirgaf Helga Guðrún landsmálin og helgaði sig þátttöku í nærsamfélagi sínu í Kópavogi og hefur hún setið m.a. í lista- og menningarráði, félagsmálaráði og jafnréttisnefnd bæjarfélagsins. Í gegnum þessi trúnaðarstörf hefur Helga Guðrún sýnt og sannað málefnalega og faglega hæfni í þverpólitísku samstarfi. Á þessa hæfni hefur reynt hjá henni á mun fleiri sviðum, en auk nefndarstarfa hjá kópavogsbæ hefur Helga Guðrún verið formaður Kvenréttindafélags Íslands, varaformaður hjá Almannatengslafélagi Íslands og setið í stjórn Landverndar. Allt eru þetta dæmi um trúnaðarstörf þar sem reynir á heilindi fólks og lausnarmiðuð vinnubrögð og mikilvægt er að flokkspólitískar áherslur villi mönnum ekki sýn. Það lýsir síðan Helgu vel að þegar hún réðst til Fjarðabyggðar ákvað hún að segja sig frá stjórnmálastarfi. Henni fannst það ekki fara saman að sinna kynningarmálum fyrir sveitarfélagið og að vera í stjórnmálaflokki. Ég get af heilum hug mælt með Helgu Guðrúnu sem kraftmiklum, víðsýnum og lausnarmiðuðum foringja fyrir VR. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Sjá meira
Helga Guðrún Jónasdóttir gefur nú kost á sér í framboði til formanns hjá VR stéttarfélagi. Ég tel framboð hennar heillaskref fyrir þetta öfluga stéttarfélag. Helga Guðrún hefur sýnt og sannað með verkum sínum að þar fer kraftmikil og réttsýn kona. Ég treysti engum betur til forystu í VR en Helgu Guðrúnu. Fljót að greina kjarnann frá hisminu Það lýsir að mörgu leyti vel kraftinum í Helgu Guðrúnu að á árið 2012 tók hún sig upp og flutti austur land. Henni hafði boðist starf sem markaðs- og upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð. Nokkrum árum síðar var hún orðin atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu. Þessi umskipti komu mörgum á óvart, þó ekki þeim sem þekkja Helgu Guðrúnu vel. Þar sem margur sá fjarlægan landshluta, sá hún spennandi áskoranir og áhugaverð verkefni. Hún hefur síðan hrósað happi yfir því, að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast þessum frábæra landshluta og kraftmiklu samfélagi Austfirðinga. Helga Guðrún hefur enda alltaf átt auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. 300% aukning kvenráðherra Helga Guðrún var um miðjan síðasta áratug formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Sambandið var á þessum árum betur þekkt sem órólega deildin innan flokksins. Konur kröfðust breytinga og fór Helga Guðrún þar fremst í flokki. Í aðdraganda stjórnarmyndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003-2007 barðist hún ásamt fleirum í órólegu deildinni fyrir konum í ráðherralið flokksins, sem höfðu fram að þessu verið sárafáar. Leikar fóru svo að þrjár sjálfstæðískonur urðu ráðherrar á þessu kjörtímabili. Aukning á milli kjörtímabila var 300%. Lausnarmiðuð á þverpólitískum grunni Að þessum slag loknum yfirgaf Helga Guðrún landsmálin og helgaði sig þátttöku í nærsamfélagi sínu í Kópavogi og hefur hún setið m.a. í lista- og menningarráði, félagsmálaráði og jafnréttisnefnd bæjarfélagsins. Í gegnum þessi trúnaðarstörf hefur Helga Guðrún sýnt og sannað málefnalega og faglega hæfni í þverpólitísku samstarfi. Á þessa hæfni hefur reynt hjá henni á mun fleiri sviðum, en auk nefndarstarfa hjá kópavogsbæ hefur Helga Guðrún verið formaður Kvenréttindafélags Íslands, varaformaður hjá Almannatengslafélagi Íslands og setið í stjórn Landverndar. Allt eru þetta dæmi um trúnaðarstörf þar sem reynir á heilindi fólks og lausnarmiðuð vinnubrögð og mikilvægt er að flokkspólitískar áherslur villi mönnum ekki sýn. Það lýsir síðan Helgu vel að þegar hún réðst til Fjarðabyggðar ákvað hún að segja sig frá stjórnmálastarfi. Henni fannst það ekki fara saman að sinna kynningarmálum fyrir sveitarfélagið og að vera í stjórnmálaflokki. Ég get af heilum hug mælt með Helgu Guðrúnu sem kraftmiklum, víðsýnum og lausnarmiðuðum foringja fyrir VR. Höfundur er verkefnastjóri.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar