„Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2021 11:36 Útlit er fyrir að kvikan hafi engan sérstakan áhuga á að koma upp á yfirborðið, segir Magnús Tumi. Vísir/Vilhelm Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Jarðskjálftavirknin er áfram að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í áttina að Grindavík í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð. Þá varð öflugur skjálfti í Grindavík í gær sem í fyrstu var mældur 3,5 að stærð. Hann hefur hins vegar verið endurreiknaður og var 4,2 að stærð. „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið. En eins og staðan er núna þá eru engin merki um að gos sé að brjótast upp til yfirborðs. Það getur samt gerst að staðan breytist og að kvikan fari af stað, en við sjáum engin merki um það núna,” segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það er allavega ekki að byrja að gjósa núna en hvað gerist seinna í dag eða á morgun vitum við náttúrlega ekki.” Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála.„Það virðist vera að þessi kvika hafi ekkert voða mikinn áhuga á að koma upp á yfirborðið núna, en við sjáum bara hvað setur,” segir Magnús Tumi. Atburðurinn enn í gangi Vísindaráð almannavarna fundar klukkan tólf til að fara yfir stöðuna, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Í gær mældust um þrjú þúsund skjálftar, og frá miðnætti hafa mælst um þúsund skjálftar. Það er enginn órói á svæðinu en skjálftavirkni er enn mikil á sömu svæðum og undanfarna daga,” segir Einar og bætir við að gosórói hafi minnkað. „Atburðurinn er enn þá í gangi og enn mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Henni er ekki lokið eins og er. En við teljum að á meðan það sést ekki til óróa að það séu minni líkur á að kvikan leiti til yfirborðs.” Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Jarðskjálftavirknin er áfram að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í áttina að Grindavík í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð. Þá varð öflugur skjálfti í Grindavík í gær sem í fyrstu var mældur 3,5 að stærð. Hann hefur hins vegar verið endurreiknaður og var 4,2 að stærð. „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið. En eins og staðan er núna þá eru engin merki um að gos sé að brjótast upp til yfirborðs. Það getur samt gerst að staðan breytist og að kvikan fari af stað, en við sjáum engin merki um það núna,” segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það er allavega ekki að byrja að gjósa núna en hvað gerist seinna í dag eða á morgun vitum við náttúrlega ekki.” Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála.„Það virðist vera að þessi kvika hafi ekkert voða mikinn áhuga á að koma upp á yfirborðið núna, en við sjáum bara hvað setur,” segir Magnús Tumi. Atburðurinn enn í gangi Vísindaráð almannavarna fundar klukkan tólf til að fara yfir stöðuna, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Í gær mældust um þrjú þúsund skjálftar, og frá miðnætti hafa mælst um þúsund skjálftar. Það er enginn órói á svæðinu en skjálftavirkni er enn mikil á sömu svæðum og undanfarna daga,” segir Einar og bætir við að gosórói hafi minnkað. „Atburðurinn er enn þá í gangi og enn mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Henni er ekki lokið eins og er. En við teljum að á meðan það sést ekki til óróa að það séu minni líkur á að kvikan leiti til yfirborðs.”
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira