„Gleymist hvað þetta bitnar á mörgum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 11:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir nýtur sín vel í Laugardalshöll en fær ekki að æfa þar í einn og hálfan mánuð í vor. VÍSIR/SIGURJÓN Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir segir að frjálsíþróttafólk í Reykjavík hafi enn ekki fengið að heyra neinar, ásættanlegar lausnir vegna þeirra sex vikna sem Laugardalshöllin verður lokuð vegna rafíþróttamóts. Hún óttast áhrifin á ólympíudraum sinn og brottfall hjá krökkunum sem hún þjálfar. Fulltrúar ÍBR funduðu með þjálfurum og formönnum frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík á miðvikudag, eftir að því var lýst yfir í byrjun vikunnar að rafíþróttamótið vinsæla League of Legends Mid-Season Invitational yrði haldið í Laugardalshöll í maí. Óðinn Björn Þorsteinsson, yfirþjálfari hjá ÍR, sagði lítið sem ekkert hafa komið út úr fundinum. Óðinn benti á að Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, og Frjálsíþróttasambandið, væru með sínar afreksstefnur en þeim væri ómögulegt að fylgja þegar engin aðstaða væri í boði. Þannig yrði staðan í höfuðborginni í vor. „Það versta við þetta er að við fengum bara að frétta af þessu fyrir fáeinum dögum á netinu, án nokkurrar viðvörunar áður en að þetta hafði bara verið ákveðið,“ sagði Guðbjörg Jóna við Vísi. Ekki gott að æfa seint á kvöldin Sú hugmynd hefur heyrst að Guðbjörg Jóna og annað frjálsíþróttafólk úr meistaraflokki gæti fengið að komast að í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika, en hún segir að þá sé verið að tala um tíma á milli 9 og 11 á kvöldin: „Það er ekki alveg nógu gott. Þetta er slæmt upp á svefninn okkar að gera og mataræðið,“ segir Guðbjörg og bætir við að það sé slæmt að þetta gerist rétt fyrir sumarið. „Á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ Guðbjörg og Guðni Valur Guðnason, kærasti hennar og liðsfélagi úr ÍR og landsliðinu, stefna bæði á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. En Guðbjörg, sem þjálfar stóran hóp krakka í 1. og 2. bekk, bendir á að lokun hallarinnar bitni á stórum hópi iðkenda. Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir íhuga að fara út til æfinga en það er ekki einfalt, sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldursins.Stöð 2 Guðbjörg kveðst óttast brottfall: „Fókusinn er oft á okkur í meistaraflokkunum eða okkur sem erum að reyna að komast á Ólympíuleikana og það gleymist kannski hvað þetta bitnar á mörgum. Fatlaða íþróttafólkið þarf að setja sig inn í nýjar rútínu og barna- og unglingastarfið fer bara í eitthvað rugl, og þannig getum við misst framtíðarfólkið okkar. Þetta setur slæmt fordæmi varðandi þau sem hugsa kannski; Já, á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ sagði Guðbjörg. Hlutir sem við ættum ekki að þurfa að spá í Sú lausn hefur verið nefnd að yngstu flokkarnir æfi í Egilshöll ef hægt er að finna lausan tíma þar: „Ég veit ekki hvað verður um krakkana en það er ekki góð lausn að þeir fari upp í Egilshöll á æfingar. Þau eru vön að koma beint úr frístund hér í nágrenninu. Þetta er allt saman mjög leiðinlegt. Við eldri vitum ekkert hvað við eigum að gera og það er mjög slæmt að við og þjálfararnir þurfum að vera að spá í þessu, þegar við ættum bara að vera að hugsa um okkar æfingar og undirbúning. Við eigum ekki að þurfa að pæla í þessum hlutum,“ segir Guðbjörg. Íhuga að æfa erlendis Aðspurð hvort hún hyggist fara erlendis til æfinga, í ljósi stöðunnar og draumsins um að komast til Tókýó, segir Guðbjörg: „Ég er að læra sálfræði í HR en það er í fjarnámi og fyrirlestrarnir teknir upp, svo það væri möguleiki fyrir mig að fara út. Ég þyrfti þá að vita hvernig fyrirkomulagið yrði varðandi prófin. Það er engin útiaðstaða fyrir mig til að æfa hérna svo kannski væri betra að fara út. Við Guðni vorum eitthvað farin að pæla í því en eftir þessi tíðindi þarf maður virkilega að skoða þetta.“ Frjálsar íþróttir Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira
Fulltrúar ÍBR funduðu með þjálfurum og formönnum frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík á miðvikudag, eftir að því var lýst yfir í byrjun vikunnar að rafíþróttamótið vinsæla League of Legends Mid-Season Invitational yrði haldið í Laugardalshöll í maí. Óðinn Björn Þorsteinsson, yfirþjálfari hjá ÍR, sagði lítið sem ekkert hafa komið út úr fundinum. Óðinn benti á að Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, og Frjálsíþróttasambandið, væru með sínar afreksstefnur en þeim væri ómögulegt að fylgja þegar engin aðstaða væri í boði. Þannig yrði staðan í höfuðborginni í vor. „Það versta við þetta er að við fengum bara að frétta af þessu fyrir fáeinum dögum á netinu, án nokkurrar viðvörunar áður en að þetta hafði bara verið ákveðið,“ sagði Guðbjörg Jóna við Vísi. Ekki gott að æfa seint á kvöldin Sú hugmynd hefur heyrst að Guðbjörg Jóna og annað frjálsíþróttafólk úr meistaraflokki gæti fengið að komast að í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika, en hún segir að þá sé verið að tala um tíma á milli 9 og 11 á kvöldin: „Það er ekki alveg nógu gott. Þetta er slæmt upp á svefninn okkar að gera og mataræðið,“ segir Guðbjörg og bætir við að það sé slæmt að þetta gerist rétt fyrir sumarið. „Á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ Guðbjörg og Guðni Valur Guðnason, kærasti hennar og liðsfélagi úr ÍR og landsliðinu, stefna bæði á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. En Guðbjörg, sem þjálfar stóran hóp krakka í 1. og 2. bekk, bendir á að lokun hallarinnar bitni á stórum hópi iðkenda. Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir íhuga að fara út til æfinga en það er ekki einfalt, sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldursins.Stöð 2 Guðbjörg kveðst óttast brottfall: „Fókusinn er oft á okkur í meistaraflokkunum eða okkur sem erum að reyna að komast á Ólympíuleikana og það gleymist kannski hvað þetta bitnar á mörgum. Fatlaða íþróttafólkið þarf að setja sig inn í nýjar rútínu og barna- og unglingastarfið fer bara í eitthvað rugl, og þannig getum við misst framtíðarfólkið okkar. Þetta setur slæmt fordæmi varðandi þau sem hugsa kannski; Já, á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ sagði Guðbjörg. Hlutir sem við ættum ekki að þurfa að spá í Sú lausn hefur verið nefnd að yngstu flokkarnir æfi í Egilshöll ef hægt er að finna lausan tíma þar: „Ég veit ekki hvað verður um krakkana en það er ekki góð lausn að þeir fari upp í Egilshöll á æfingar. Þau eru vön að koma beint úr frístund hér í nágrenninu. Þetta er allt saman mjög leiðinlegt. Við eldri vitum ekkert hvað við eigum að gera og það er mjög slæmt að við og þjálfararnir þurfum að vera að spá í þessu, þegar við ættum bara að vera að hugsa um okkar æfingar og undirbúning. Við eigum ekki að þurfa að pæla í þessum hlutum,“ segir Guðbjörg. Íhuga að æfa erlendis Aðspurð hvort hún hyggist fara erlendis til æfinga, í ljósi stöðunnar og draumsins um að komast til Tókýó, segir Guðbjörg: „Ég er að læra sálfræði í HR en það er í fjarnámi og fyrirlestrarnir teknir upp, svo það væri möguleiki fyrir mig að fara út. Ég þyrfti þá að vita hvernig fyrirkomulagið yrði varðandi prófin. Það er engin útiaðstaða fyrir mig til að æfa hérna svo kannski væri betra að fara út. Við Guðni vorum eitthvað farin að pæla í því en eftir þessi tíðindi þarf maður virkilega að skoða þetta.“
Frjálsar íþróttir Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira