Innsetning UNICEF: Kennslustofan í heimsfaraldri Heimsljós 3. mars 2021 12:38 Innsetning UNICEF í New York UNICEF Rúmlega 168 milljónir barna hafa ekki getað sótt skóla í nánast heilt ár þar sem skólar hafa verið lokaðir vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. „Með hverjum deginum sem líður dragast þau börn lengra aftur úr sem geta ekki farið í skólann, og jaðarsettustu börnin eru í mestri hættu. Við höfum ekki efni á að fara inn í annað ár með takmörkuðu skólahaldi fyrir þessi börn,” segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Fyrir rúmlega 168 milljónir barna hafa skólar verið lokaðir í nánast heilt ár vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Enn fremur hafa um það bil 214 milljónir barna – eða eitt af hverjum sjö á heimsvísu – misst af meira en þremur fjórðu af skólaárinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem UNICEF gaf út í dag. UNICEF Til að vekja athygli á því neyðarástandi sem ríkir í menntamálum vegna kórónaveirunnar afhjúpaði UNICEF í dag innsetninguna „Pandemic Classroom“ við höfuðstöðvar sínar í New York. Innsetning er gerð úr 168 tómum skólaborðum og skólatöskum og táknar hvert borð milljón börn sem hafa ekki komist í skólann í heilt ár. „Með þessari innsetningu vill UNICEF senda skilaboð til ríkisstjórna heimsins um að forgangsraða opnun skóla og að bæta aðgang að menntun fyrir þau milljónir barna sem hafa ekki getað stundað fjarnám á meðan á lokunum stendur,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. Hún segir að það þurfi ekki að velkjast í vafa um hversu neikvæð áhrif langvarandi lokun skóla geti haft á börn, ungmenni og samfélög í heild. „Meirihluti skólabarna í heiminum treystir á skólann sem ekki einungist stað til að læra heldur einnig stað þar sem þau geta átt samskipti við jafnaldra sína, fengið sálræna aðstoð, bólusetningar og heilbrigðisþjónustu. Auk þess eru skólamáltíðarnar oft næringarríkasta máltíðin sem börn fá þann daginn,“ segir hún. UNICEF UNICEF hefur lengi varað við því að því lengur sem röskun er á skólastarfi og engin önnur tækifæri bjóðast til menntunar, því meiri hætta sé á að börn flosni alveg upp úr námi. Annað ár heimsfaraldursins er að hefjast og UNICEF óttast að börnum utan skóla fjölgi um 24 milljónir vegna farsóttarinnar. Áætlun hefur verið gerð um enduropnun skóla af hálfu UNICEF og þriggja annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Alþjóðabankann með hagnýtum ráðleggingum fyrir stjórnvöld og sveitastjórnir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent
„Með hverjum deginum sem líður dragast þau börn lengra aftur úr sem geta ekki farið í skólann, og jaðarsettustu börnin eru í mestri hættu. Við höfum ekki efni á að fara inn í annað ár með takmörkuðu skólahaldi fyrir þessi börn,” segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Fyrir rúmlega 168 milljónir barna hafa skólar verið lokaðir í nánast heilt ár vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Enn fremur hafa um það bil 214 milljónir barna – eða eitt af hverjum sjö á heimsvísu – misst af meira en þremur fjórðu af skólaárinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem UNICEF gaf út í dag. UNICEF Til að vekja athygli á því neyðarástandi sem ríkir í menntamálum vegna kórónaveirunnar afhjúpaði UNICEF í dag innsetninguna „Pandemic Classroom“ við höfuðstöðvar sínar í New York. Innsetning er gerð úr 168 tómum skólaborðum og skólatöskum og táknar hvert borð milljón börn sem hafa ekki komist í skólann í heilt ár. „Með þessari innsetningu vill UNICEF senda skilaboð til ríkisstjórna heimsins um að forgangsraða opnun skóla og að bæta aðgang að menntun fyrir þau milljónir barna sem hafa ekki getað stundað fjarnám á meðan á lokunum stendur,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. Hún segir að það þurfi ekki að velkjast í vafa um hversu neikvæð áhrif langvarandi lokun skóla geti haft á börn, ungmenni og samfélög í heild. „Meirihluti skólabarna í heiminum treystir á skólann sem ekki einungist stað til að læra heldur einnig stað þar sem þau geta átt samskipti við jafnaldra sína, fengið sálræna aðstoð, bólusetningar og heilbrigðisþjónustu. Auk þess eru skólamáltíðarnar oft næringarríkasta máltíðin sem börn fá þann daginn,“ segir hún. UNICEF UNICEF hefur lengi varað við því að því lengur sem röskun er á skólastarfi og engin önnur tækifæri bjóðast til menntunar, því meiri hætta sé á að börn flosni alveg upp úr námi. Annað ár heimsfaraldursins er að hefjast og UNICEF óttast að börnum utan skóla fjölgi um 24 milljónir vegna farsóttarinnar. Áætlun hefur verið gerð um enduropnun skóla af hálfu UNICEF og þriggja annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Alþjóðabankann með hagnýtum ráðleggingum fyrir stjórnvöld og sveitastjórnir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent