Fór fertug í glasafrjóvgun og valdi þann sem kom henni til að hlæja Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2021 10:30 Ísgerður er fertug og er ólétt af sínu fyrsta barni. Ísgerður Gunnarsdóttir er lærð leikkona frá London og komið víða við. Hún hefur aðallega unnið með börnum og var til að mynda í Krakkafréttum, Stundinni okkar og fleira. Ísgerður hefur aldrei verið í langtímasambandi og nú er hún orðin fertug. Ísgerður er í dag ólétt eftir að hafa farið eigin leiðir. „Ég elst upp í fjölskyldu þar sem að mamma og pabbi hittast þegar þau eru orðin fimmtán og sautján ára og eignast systur mína og mig mjög snemma. Svo erum við bara fjögur og þetta er bara eins óflókin fjölskylda og þær gerast,“ segir Ísgerður sem sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Þú heldur einhvern veginn að það verði líka þannig hjá þér en svo er það bara ekki þannig. Maður hugsar bara að þú hafir allan tímann í heiminum og svo bara allt í einu er maður orðin fertugur.“ Ísgerður segir þjóðfélagið vera fordómafullt gagnvart þeim sem ákveða að eignast ekki barn. „Það er eiginlega merkilegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á því að maður eigi að eiga barn. Sérstaklega þar sem ég er mikil barnagæla og unnið mjög mikið með börnum og hef mjög gaman af þeim.“ Hvert fóru árin? Ísgerður ákvað að fara í glasafrjóvgun. Þá er egg úr henni frjóvgað áður en fósturvísirinn er settur upp. Hún segist hafa hugsað um þessi mál í mörg ár en hélt í raun aldrei að hún færi þessa leið. „Þegar ég var fyrst að tala um þetta var það um þrítugt og sagði hluti eins og maður vill ekki verða of gamall. Þessi síðustu tíu ár, hvert fóru þau?,“ segir Ísgerður en ferlið er langt og strangt og þurfi hún að fara í allskyns læknisskoðanir. Hún segir að ferlið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig og fóru hormónasprauturnar ekki alltaf vel í hana. Á tímabili ákvað hún að taka pásu frá þessu ferli en hætti aldrei við. Hún segir að það hafi verið mjög áhugavert ferli að fá að skoða gjafanna. „Þú byrjar á því að skoða barnamyndir af mönnunum og það er mjög skrýtin tilfinninga að skoða börn og velja á milli,“ segir Ísgerður. Hún fékk upplýsingar um gjafann, hluti eins og menntun, hvað hann geri í starfi, áhugamál og aldur. Einnig augn- og háralit sem og hæð. Svo er hægt að fá hljóðupptöku þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér. „Ég enda á að velja gaur sem kom mér til að hlæja. Maður hlustar á viðtal og hann var einhvern veginn svona bjartur, léttur í góðum samskiptum við fjölskylduna sína. Hann var svona viðkunnanlegur að hlusta á og það var ekki alveg alltaf þannig,“ segir Ísgerður sem er komin fimm mánuði á leið og hefur meðgangan gengið vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ísgerður hefur aldrei verið í langtímasambandi og nú er hún orðin fertug. Ísgerður er í dag ólétt eftir að hafa farið eigin leiðir. „Ég elst upp í fjölskyldu þar sem að mamma og pabbi hittast þegar þau eru orðin fimmtán og sautján ára og eignast systur mína og mig mjög snemma. Svo erum við bara fjögur og þetta er bara eins óflókin fjölskylda og þær gerast,“ segir Ísgerður sem sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. „Þú heldur einhvern veginn að það verði líka þannig hjá þér en svo er það bara ekki þannig. Maður hugsar bara að þú hafir allan tímann í heiminum og svo bara allt í einu er maður orðin fertugur.“ Ísgerður segir þjóðfélagið vera fordómafullt gagnvart þeim sem ákveða að eignast ekki barn. „Það er eiginlega merkilegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á því að maður eigi að eiga barn. Sérstaklega þar sem ég er mikil barnagæla og unnið mjög mikið með börnum og hef mjög gaman af þeim.“ Hvert fóru árin? Ísgerður ákvað að fara í glasafrjóvgun. Þá er egg úr henni frjóvgað áður en fósturvísirinn er settur upp. Hún segist hafa hugsað um þessi mál í mörg ár en hélt í raun aldrei að hún færi þessa leið. „Þegar ég var fyrst að tala um þetta var það um þrítugt og sagði hluti eins og maður vill ekki verða of gamall. Þessi síðustu tíu ár, hvert fóru þau?,“ segir Ísgerður en ferlið er langt og strangt og þurfi hún að fara í allskyns læknisskoðanir. Hún segir að ferlið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig og fóru hormónasprauturnar ekki alltaf vel í hana. Á tímabili ákvað hún að taka pásu frá þessu ferli en hætti aldrei við. Hún segir að það hafi verið mjög áhugavert ferli að fá að skoða gjafanna. „Þú byrjar á því að skoða barnamyndir af mönnunum og það er mjög skrýtin tilfinninga að skoða börn og velja á milli,“ segir Ísgerður. Hún fékk upplýsingar um gjafann, hluti eins og menntun, hvað hann geri í starfi, áhugamál og aldur. Einnig augn- og háralit sem og hæð. Svo er hægt að fá hljóðupptöku þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér. „Ég enda á að velja gaur sem kom mér til að hlæja. Maður hlustar á viðtal og hann var einhvern veginn svona bjartur, léttur í góðum samskiptum við fjölskylduna sína. Hann var svona viðkunnanlegur að hlusta á og það var ekki alveg alltaf þannig,“ segir Ísgerður sem er komin fimm mánuði á leið og hefur meðgangan gengið vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira