Lífið

Bunny Wailer fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Bunny Wailer árið 2019.
Bunny Wailer árið 2019. Getty

Jamaíski reggítónlistarmaðurinn Bunny Wailer, sem stofnaði sveitina The Wailers ásamt þeim Bob Marley og Peter Tosh, er látinn, 73 ára að aldri.

Jamaískir fjölmiðlar segja Bunny Wailer, eða Neville Livingstone eins og hann hét réttu nafni, hafa látist í kjölfar heilablóðfalls, en hann hafði dvalið á sjúkrahúsi síðan í desember.

Andrew Holness, forsætisráðherra Jamaíku, minntist Livingstone í gær og sagði andlátið mikinn missi fyrir bæði Jamaíku og heim reggítónlistar.

Livingstone vann á ferli sínum til þriggja Grammy-verðlauna, en The Wailers áttu smelli á borð við Simmer Down, Thank You Lord og Lonesome Feeling. Þeir Livingstone og Tosh sögðu svo skilið við sveitina til að hefja sólóferil, en Marley fékk aðra til leiðs við sveitina og hélt henni áfram sem Bob Marley and the Wailers.

Á sólóferli sínum naut Livingstone áfram vinsælda og gaf hann meðal annars út plötuna Blackheart Man.

Livingstone var faðir þrettán barna. Eiginkona hans, Jean Watt, hvarf sporlaust í maí 2020, en ekkert hefur til hennar spurst síðustu mánuði.

Marley lést árið 1981 og Peter Tosh árið 1987.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.