Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2021 13:03 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í leikhúsi í síðasta mánuði. Bólusetningar hafa gert ríkisstjórn landsins kleift að draga töluvert úr samkomutakmörkunum í Ísrael. AP/Ohad Zwigenberg Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. Netanjahú tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að senda bóluefni til annarra ríkja, án þess að nefna þau. Fjölmiðlar í landinu hafa sagt að þar sé um að ræða ríki sem hafi stutt kröfu Ísraels um að hin umdeilda borg Jerúsalem væri höfuðborg ríkisins. Sú yfirlýsing olli miklu fjaðrafoki í Ísrael. Áætlunin var stöðvuð en þá höfðu þúsundir skammta verið sendir til Hondúras og jafnvel Tékklands, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels.AP/Ariel Schalit Mandelblit sendi bréf í dag til þjóðaröryggisráðgjafa Ísraels um að forsætisráðherrann hefði átt að ráðfæra sig við aðra ráðherra vegna ákvörðunarinnar. Bréfið var opinberað af dómsmálaráðuneytinu. Þar segir dómsmálaráðherrann að hann hafi ekki verið spurður um það hvort að Netanjahú gæti samkvæmt lögum sent skammta úr landi og að hann hefði ekki fengið neinar áætlanir varðandi þessar sendingar varðandi það hverjir tækju við þeim, hvað Ísrael fengi fyrir þær og svo framvegis. Mandelblit sagði að um ríkiseigur væri að ræða og því þyrfti að fylgja lögum varðandi sölu þeirra, samkvæmt frétt Times of Israel. Lögum yrði að fylgja frá upphafi til enda og málið yrði að ræða innan utanríkis- og fjármálaráðuneyta fyrst. Netanjahú gerði samkomulag við lyfjafyrirtækið Pfizer í fyrra, sem er ekki ósvipað því að Íslendingar reyndu að gera. Það tryggði Ísraelum næga skammta af bóluefni til að bólusetja alla íbúa, eldri en sextán ára, og hét Netanjahú að bólusetningum yrði lokið fyrir lok marsmánaðar. 4,7 milljónir íbúa, af 9,3 milljónum, hafa fengið fyrri skammt bóluefnisins og 3,4 milljónir þann seinni. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Netanjahú tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að senda bóluefni til annarra ríkja, án þess að nefna þau. Fjölmiðlar í landinu hafa sagt að þar sé um að ræða ríki sem hafi stutt kröfu Ísraels um að hin umdeilda borg Jerúsalem væri höfuðborg ríkisins. Sú yfirlýsing olli miklu fjaðrafoki í Ísrael. Áætlunin var stöðvuð en þá höfðu þúsundir skammta verið sendir til Hondúras og jafnvel Tékklands, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels.AP/Ariel Schalit Mandelblit sendi bréf í dag til þjóðaröryggisráðgjafa Ísraels um að forsætisráðherrann hefði átt að ráðfæra sig við aðra ráðherra vegna ákvörðunarinnar. Bréfið var opinberað af dómsmálaráðuneytinu. Þar segir dómsmálaráðherrann að hann hafi ekki verið spurður um það hvort að Netanjahú gæti samkvæmt lögum sent skammta úr landi og að hann hefði ekki fengið neinar áætlanir varðandi þessar sendingar varðandi það hverjir tækju við þeim, hvað Ísrael fengi fyrir þær og svo framvegis. Mandelblit sagði að um ríkiseigur væri að ræða og því þyrfti að fylgja lögum varðandi sölu þeirra, samkvæmt frétt Times of Israel. Lögum yrði að fylgja frá upphafi til enda og málið yrði að ræða innan utanríkis- og fjármálaráðuneyta fyrst. Netanjahú gerði samkomulag við lyfjafyrirtækið Pfizer í fyrra, sem er ekki ósvipað því að Íslendingar reyndu að gera. Það tryggði Ísraelum næga skammta af bóluefni til að bólusetja alla íbúa, eldri en sextán ára, og hét Netanjahú að bólusetningum yrði lokið fyrir lok marsmánaðar. 4,7 milljónir íbúa, af 9,3 milljónum, hafa fengið fyrri skammt bóluefnisins og 3,4 milljónir þann seinni.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43
Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02
Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50