Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2021 09:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga sem býður sig nú fram til þings í fyrsta sinn. Áður hefur Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að hann sækist einnig eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, en hún sagði skilið við þingflokkinn fyrr á kjörtímabilinu og gekk til svo til liðs við Samfylkinguna. Guðmundur Ingi segir í tilkynningunni að hann hafi fylgt VG að málum frá upphafi, ekki síst vegna áherslu á umhverfis- og náttúruvernd, mannréttindi og réttlátara samfélag. „Það eru stór verkefni framundan í íslensku samfélagi sem mig langar að taka þátt í á vettvangi stjórnmálanna. Vinna þarf bug á atvinnuleysi með fjölbreyttum úrræðum og koma í veg fyrir að fólk festist í langvarandi atvinnuleysi. Uppbyggingin í kjölfar kórónuveirufaraldursins þarf að vera með grænum formerkjum og horfa til jöfnuðar og réttlætis. Stóra áskorun okkar tíma er loftslagsváin. Sem ráðherra hef ég lagt áherslu á að koma loftslagsmálunum aftur á kortið með fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun stjórnvalda og vinnu að kolefnishlutleysi 2040. Stjórnvöld hafa nýlega kynnt hert markmið í loftslagsmálum og á næsta kjörtímabili er mikilvægt að gera enn betur og hægt að byggja á þeim góða grunni sem nú hefur verið lagður. Á kjörtímabilinu hafa yfir 10 svæði verið friðlýst þar með talin Jökulsá á Fjöllum, Goðafoss og Geysir. Frumvarp mitt um Hálendisþjóðgarð liggur fyrir Alþingi og byggir á vinnu þverpólitískrar nefndar. Landvarsla hefur verið efld um allt land og innviðir til verndar náttúru og menningarminjum að sama skapi. Framtíðarsýn mín er sú að Ísland verði land náttúruverndar - þjóðgarðalandið Ísland - þar sem vernd og sjálfbær nýting auðlinda er leiðarstefið. Það mun auka jákvæða ímynd landsins og laða að fólk til að búa og heimsækja landið okkar. Ég vil sjá Ísland þróast sem réttlátara samfélag þar sem efnameira fólk leggur meira til samfélagsins og við búum barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum áhyggjulausara líf. Við þurfum að byggja á þeim skrefum sem stigin hafa verið á þessu kjörtímabili, eins og með þrepaskiptu skattkerfi, lengingu fæðingarorlofs og nýjum úrræðum í húsnæðismálum. Jafnréttis- og mannréttindamál eru mér einnig að sjálfsögðu ofarlega í huga, ekki síst kvenfrelsi og réttindi hinsegin fólks. Ég hlakka til að pólitískrar umræðu um hvernig við getum gert samfélagið okkar og umheiminn allan að betri stað. Það er verkefnið framundan,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningunni. Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga sem býður sig nú fram til þings í fyrsta sinn. Áður hefur Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að hann sækist einnig eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, en hún sagði skilið við þingflokkinn fyrr á kjörtímabilinu og gekk til svo til liðs við Samfylkinguna. Guðmundur Ingi segir í tilkynningunni að hann hafi fylgt VG að málum frá upphafi, ekki síst vegna áherslu á umhverfis- og náttúruvernd, mannréttindi og réttlátara samfélag. „Það eru stór verkefni framundan í íslensku samfélagi sem mig langar að taka þátt í á vettvangi stjórnmálanna. Vinna þarf bug á atvinnuleysi með fjölbreyttum úrræðum og koma í veg fyrir að fólk festist í langvarandi atvinnuleysi. Uppbyggingin í kjölfar kórónuveirufaraldursins þarf að vera með grænum formerkjum og horfa til jöfnuðar og réttlætis. Stóra áskorun okkar tíma er loftslagsváin. Sem ráðherra hef ég lagt áherslu á að koma loftslagsmálunum aftur á kortið með fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun stjórnvalda og vinnu að kolefnishlutleysi 2040. Stjórnvöld hafa nýlega kynnt hert markmið í loftslagsmálum og á næsta kjörtímabili er mikilvægt að gera enn betur og hægt að byggja á þeim góða grunni sem nú hefur verið lagður. Á kjörtímabilinu hafa yfir 10 svæði verið friðlýst þar með talin Jökulsá á Fjöllum, Goðafoss og Geysir. Frumvarp mitt um Hálendisþjóðgarð liggur fyrir Alþingi og byggir á vinnu þverpólitískrar nefndar. Landvarsla hefur verið efld um allt land og innviðir til verndar náttúru og menningarminjum að sama skapi. Framtíðarsýn mín er sú að Ísland verði land náttúruverndar - þjóðgarðalandið Ísland - þar sem vernd og sjálfbær nýting auðlinda er leiðarstefið. Það mun auka jákvæða ímynd landsins og laða að fólk til að búa og heimsækja landið okkar. Ég vil sjá Ísland þróast sem réttlátara samfélag þar sem efnameira fólk leggur meira til samfélagsins og við búum barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum áhyggjulausara líf. Við þurfum að byggja á þeim skrefum sem stigin hafa verið á þessu kjörtímabili, eins og með þrepaskiptu skattkerfi, lengingu fæðingarorlofs og nýjum úrræðum í húsnæðismálum. Jafnréttis- og mannréttindamál eru mér einnig að sjálfsögðu ofarlega í huga, ekki síst kvenfrelsi og réttindi hinsegin fólks. Ég hlakka til að pólitískrar umræðu um hvernig við getum gert samfélagið okkar og umheiminn allan að betri stað. Það er verkefnið framundan,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningunni.
Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira