Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2021 09:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga sem býður sig nú fram til þings í fyrsta sinn. Áður hefur Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að hann sækist einnig eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, en hún sagði skilið við þingflokkinn fyrr á kjörtímabilinu og gekk til svo til liðs við Samfylkinguna. Guðmundur Ingi segir í tilkynningunni að hann hafi fylgt VG að málum frá upphafi, ekki síst vegna áherslu á umhverfis- og náttúruvernd, mannréttindi og réttlátara samfélag. „Það eru stór verkefni framundan í íslensku samfélagi sem mig langar að taka þátt í á vettvangi stjórnmálanna. Vinna þarf bug á atvinnuleysi með fjölbreyttum úrræðum og koma í veg fyrir að fólk festist í langvarandi atvinnuleysi. Uppbyggingin í kjölfar kórónuveirufaraldursins þarf að vera með grænum formerkjum og horfa til jöfnuðar og réttlætis. Stóra áskorun okkar tíma er loftslagsváin. Sem ráðherra hef ég lagt áherslu á að koma loftslagsmálunum aftur á kortið með fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun stjórnvalda og vinnu að kolefnishlutleysi 2040. Stjórnvöld hafa nýlega kynnt hert markmið í loftslagsmálum og á næsta kjörtímabili er mikilvægt að gera enn betur og hægt að byggja á þeim góða grunni sem nú hefur verið lagður. Á kjörtímabilinu hafa yfir 10 svæði verið friðlýst þar með talin Jökulsá á Fjöllum, Goðafoss og Geysir. Frumvarp mitt um Hálendisþjóðgarð liggur fyrir Alþingi og byggir á vinnu þverpólitískrar nefndar. Landvarsla hefur verið efld um allt land og innviðir til verndar náttúru og menningarminjum að sama skapi. Framtíðarsýn mín er sú að Ísland verði land náttúruverndar - þjóðgarðalandið Ísland - þar sem vernd og sjálfbær nýting auðlinda er leiðarstefið. Það mun auka jákvæða ímynd landsins og laða að fólk til að búa og heimsækja landið okkar. Ég vil sjá Ísland þróast sem réttlátara samfélag þar sem efnameira fólk leggur meira til samfélagsins og við búum barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum áhyggjulausara líf. Við þurfum að byggja á þeim skrefum sem stigin hafa verið á þessu kjörtímabili, eins og með þrepaskiptu skattkerfi, lengingu fæðingarorlofs og nýjum úrræðum í húsnæðismálum. Jafnréttis- og mannréttindamál eru mér einnig að sjálfsögðu ofarlega í huga, ekki síst kvenfrelsi og réttindi hinsegin fólks. Ég hlakka til að pólitískrar umræðu um hvernig við getum gert samfélagið okkar og umheiminn allan að betri stað. Það er verkefnið framundan,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningunni. Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga sem býður sig nú fram til þings í fyrsta sinn. Áður hefur Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að hann sækist einnig eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, en hún sagði skilið við þingflokkinn fyrr á kjörtímabilinu og gekk til svo til liðs við Samfylkinguna. Guðmundur Ingi segir í tilkynningunni að hann hafi fylgt VG að málum frá upphafi, ekki síst vegna áherslu á umhverfis- og náttúruvernd, mannréttindi og réttlátara samfélag. „Það eru stór verkefni framundan í íslensku samfélagi sem mig langar að taka þátt í á vettvangi stjórnmálanna. Vinna þarf bug á atvinnuleysi með fjölbreyttum úrræðum og koma í veg fyrir að fólk festist í langvarandi atvinnuleysi. Uppbyggingin í kjölfar kórónuveirufaraldursins þarf að vera með grænum formerkjum og horfa til jöfnuðar og réttlætis. Stóra áskorun okkar tíma er loftslagsváin. Sem ráðherra hef ég lagt áherslu á að koma loftslagsmálunum aftur á kortið með fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun stjórnvalda og vinnu að kolefnishlutleysi 2040. Stjórnvöld hafa nýlega kynnt hert markmið í loftslagsmálum og á næsta kjörtímabili er mikilvægt að gera enn betur og hægt að byggja á þeim góða grunni sem nú hefur verið lagður. Á kjörtímabilinu hafa yfir 10 svæði verið friðlýst þar með talin Jökulsá á Fjöllum, Goðafoss og Geysir. Frumvarp mitt um Hálendisþjóðgarð liggur fyrir Alþingi og byggir á vinnu þverpólitískrar nefndar. Landvarsla hefur verið efld um allt land og innviðir til verndar náttúru og menningarminjum að sama skapi. Framtíðarsýn mín er sú að Ísland verði land náttúruverndar - þjóðgarðalandið Ísland - þar sem vernd og sjálfbær nýting auðlinda er leiðarstefið. Það mun auka jákvæða ímynd landsins og laða að fólk til að búa og heimsækja landið okkar. Ég vil sjá Ísland þróast sem réttlátara samfélag þar sem efnameira fólk leggur meira til samfélagsins og við búum barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum áhyggjulausara líf. Við þurfum að byggja á þeim skrefum sem stigin hafa verið á þessu kjörtímabili, eins og með þrepaskiptu skattkerfi, lengingu fæðingarorlofs og nýjum úrræðum í húsnæðismálum. Jafnréttis- og mannréttindamál eru mér einnig að sjálfsögðu ofarlega í huga, ekki síst kvenfrelsi og réttindi hinsegin fólks. Ég hlakka til að pólitískrar umræðu um hvernig við getum gert samfélagið okkar og umheiminn allan að betri stað. Það er verkefnið framundan,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningunni.
Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira