„Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 10:31 Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tíu mörk og gaf sex stoðsendingar í sigri Valsmanna á FH. Vísir/Vilhelm Stjarnan í sigri Valsmanna á FH-ingum í Olís deildinni í gær var mjög efnilegur leikmaður sem hefur ekki fengið alveg að njóta sín hjá Val í vetur. Hann greip aftur á móti tækifærið með báðum höndum þegar hann fékk það í stórleiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Anton Rúnarsson fór á kostum í sigri Valsmanna á dögunum en hann tók út leikbann á móti FH í gær. Það þýddi að Tumi Steinn Rúnarsson þurfti að axla meiri ábyrgð. Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu stráksins í sigrinum á FH. „Sá var heldur betur tilbúinn í það að axla ábyrgðina. Tíu mörk í þrettán skotum, tíu sköpuð færi, sex stoðsendingar og fjögur fiskuð víti. Bjarni, þér fannst æðislegt að horfa á hann í kvöld,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég er búinn að kalla mikið eftir því þegar við höfum verið að ræða saman að hann fái að spila meira. Mér fannst á tímabili hann vera á leiðinni að vera einn besti miðjumaður landsins. Hann hefur ekki fundið taktinn hingað til enda hefur hann setið svolítið mikið,“ sagði Bjarni Fritzson. „Anton er náttúrulega frábær líka og það er svolítið erfitt fyrir Snorra að halda þeim báðum á lofti. Það var bara svo ánægjulegt að sjá hann fá sextíu mínútur og fá sjálfstraustið. Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær,“ sagði Bjarni. Klippa: Seinni bylgjan: Frammistaða Tuma Steins á móti FH Einar Andri Einarsson þekkir Tuma Stein mjög vel enda þjálfaði hann hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð. Henry Birgir spurði Einar Andri um það hvernig týpa þessi strákur væri. „Þegar það var ljóst að Anton yrði í leikbanni þá þarf enginn að segja mér annað en það hann hafi ætlað að nýta tækifærið. Hann hefur gríðarlegan metnað og vilja en á sama tíma mjög góður liðsmaður og allt það. Hann er búinn að segja alla réttu hlutina í viðtölum eftir leik,“ sagði Einar Andri. „Ég skal lofa ykkur því að hann er búinn að telja niður klukkutímana og dagana fram að leik. Það kom mér ekki á óvart að sjá hann svona beittan og einbeittan. Maður sá það strax á svipnum á honum í upphituninni að hann ætlaði virkilega að láta til sín taka,“ sagði Einar Andri. Það má sjá alla umfjöllun þeirra um Tuma Stein í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Anton Rúnarsson fór á kostum í sigri Valsmanna á dögunum en hann tók út leikbann á móti FH í gær. Það þýddi að Tumi Steinn Rúnarsson þurfti að axla meiri ábyrgð. Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu stráksins í sigrinum á FH. „Sá var heldur betur tilbúinn í það að axla ábyrgðina. Tíu mörk í þrettán skotum, tíu sköpuð færi, sex stoðsendingar og fjögur fiskuð víti. Bjarni, þér fannst æðislegt að horfa á hann í kvöld,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég er búinn að kalla mikið eftir því þegar við höfum verið að ræða saman að hann fái að spila meira. Mér fannst á tímabili hann vera á leiðinni að vera einn besti miðjumaður landsins. Hann hefur ekki fundið taktinn hingað til enda hefur hann setið svolítið mikið,“ sagði Bjarni Fritzson. „Anton er náttúrulega frábær líka og það er svolítið erfitt fyrir Snorra að halda þeim báðum á lofti. Það var bara svo ánægjulegt að sjá hann fá sextíu mínútur og fá sjálfstraustið. Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær,“ sagði Bjarni. Klippa: Seinni bylgjan: Frammistaða Tuma Steins á móti FH Einar Andri Einarsson þekkir Tuma Stein mjög vel enda þjálfaði hann hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð. Henry Birgir spurði Einar Andri um það hvernig týpa þessi strákur væri. „Þegar það var ljóst að Anton yrði í leikbanni þá þarf enginn að segja mér annað en það hann hafi ætlað að nýta tækifærið. Hann hefur gríðarlegan metnað og vilja en á sama tíma mjög góður liðsmaður og allt það. Hann er búinn að segja alla réttu hlutina í viðtölum eftir leik,“ sagði Einar Andri. „Ég skal lofa ykkur því að hann er búinn að telja niður klukkutímana og dagana fram að leik. Það kom mér ekki á óvart að sjá hann svona beittan og einbeittan. Maður sá það strax á svipnum á honum í upphituninni að hann ætlaði virkilega að láta til sín taka,“ sagði Einar Andri. Það má sjá alla umfjöllun þeirra um Tuma Stein í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira