Að vængstífa fólk Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 2. mars 2021 08:31 Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð. Suðurnesin hafa orðið einna verst úti hérlendis vegna atvinnuleysis og minnkandi umsvifa. Atvinnuleysi þar hefur mælst á milli 20-30% síðustu tólf mánuði. Við getum leitt að því líkum að töluverður fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum hafi fyrir löngu fullnýtt sinn bótarétt og reiði sig nú á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjanesbæ nemur kr. 174.297 á mánuði. Við verðum að horfast í augu við mannlegan harmleik, fjárhagsáhyggjur og framfærsluvanda sem þessu fylgir. En það er fleira. Bótakerfi hins opinbera vængstífir einstaklinga. Bótaréttur fellur niður við hverskonar viðleitni við að bjarga sér. Þessi vandi blasti við sl. vor. Í maí sl. spurði ég sveitarstjórnarráðherra úr ræðustól Alþingis hvað hann ætlaði að gera til þess að aðstoða íbúa og sveitarfélög. Sveitarfélögin ráða illa við þessi stórauknu útgjöld, hvað þá að hækka fjárhagsaðstoðina upp í lágmarks framfærsluviðmið. Ég spurði sérstaklega um Suðurnesin sem þá glímdi við 28% atvinnuleysi og þau sveitarfélög sem þá þegar stóðu frammi fyrir miklum vanda: Skaftárhrepp, Vík í Mýrdal, Skútustaðahrepp, Bláskógabyggð og Höfn í Hornafirði. Svör ráðherrans voru heldur rýr. Hann skýrði frá því að vandinn væri í greiningu hjá Byggðastofnun. Það væri verið að skoða málið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann vonaðist til að vera með lausnir fyrir haustið. En haustið kom og nú er aftur að koma vor. Enn er verið að skoða leiðir til að mæta framfærsluvanda þessa fólks. Og nú á að fjármagna lausnir við að koma því í virkni. En fólk er fullfært og virkt þegar það er ekki vængstíft. Fjármögnum frekar framfærslu fjölskyldna. Fjarlægjum hindranir bótakerfisins við allri sjálfsbjargarviðleitni. Skilyrðislaus grunnframfærsla kemur þessu til leiðar. Hækkum bætur og fjárhagsaðstoð upp í lágmarksframfærsluviðmið. Gefum atvinnulausum kost á því að mennta sig, stunda nýsköpun í heimabyggð, stofna fyrirtæki, leggja stund á listsköpun og hverskyns menningarstarfsemi. Gefum fólki frelsi og tækifæri til athafna. Án þess að skerða. Án þess að taka af því framfærslulífeyri. Hættum að vængstífa fólk og tökum upp Borgaralaun. Nú er tími fyrir þá tilraun og byrjum á Suðurnesjum. Álfheiður Eymarsdóttir Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð. Suðurnesin hafa orðið einna verst úti hérlendis vegna atvinnuleysis og minnkandi umsvifa. Atvinnuleysi þar hefur mælst á milli 20-30% síðustu tólf mánuði. Við getum leitt að því líkum að töluverður fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum hafi fyrir löngu fullnýtt sinn bótarétt og reiði sig nú á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjanesbæ nemur kr. 174.297 á mánuði. Við verðum að horfast í augu við mannlegan harmleik, fjárhagsáhyggjur og framfærsluvanda sem þessu fylgir. En það er fleira. Bótakerfi hins opinbera vængstífir einstaklinga. Bótaréttur fellur niður við hverskonar viðleitni við að bjarga sér. Þessi vandi blasti við sl. vor. Í maí sl. spurði ég sveitarstjórnarráðherra úr ræðustól Alþingis hvað hann ætlaði að gera til þess að aðstoða íbúa og sveitarfélög. Sveitarfélögin ráða illa við þessi stórauknu útgjöld, hvað þá að hækka fjárhagsaðstoðina upp í lágmarks framfærsluviðmið. Ég spurði sérstaklega um Suðurnesin sem þá glímdi við 28% atvinnuleysi og þau sveitarfélög sem þá þegar stóðu frammi fyrir miklum vanda: Skaftárhrepp, Vík í Mýrdal, Skútustaðahrepp, Bláskógabyggð og Höfn í Hornafirði. Svör ráðherrans voru heldur rýr. Hann skýrði frá því að vandinn væri í greiningu hjá Byggðastofnun. Það væri verið að skoða málið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann vonaðist til að vera með lausnir fyrir haustið. En haustið kom og nú er aftur að koma vor. Enn er verið að skoða leiðir til að mæta framfærsluvanda þessa fólks. Og nú á að fjármagna lausnir við að koma því í virkni. En fólk er fullfært og virkt þegar það er ekki vængstíft. Fjármögnum frekar framfærslu fjölskyldna. Fjarlægjum hindranir bótakerfisins við allri sjálfsbjargarviðleitni. Skilyrðislaus grunnframfærsla kemur þessu til leiðar. Hækkum bætur og fjárhagsaðstoð upp í lágmarksframfærsluviðmið. Gefum atvinnulausum kost á því að mennta sig, stunda nýsköpun í heimabyggð, stofna fyrirtæki, leggja stund á listsköpun og hverskyns menningarstarfsemi. Gefum fólki frelsi og tækifæri til athafna. Án þess að skerða. Án þess að taka af því framfærslulífeyri. Hættum að vængstífa fólk og tökum upp Borgaralaun. Nú er tími fyrir þá tilraun og byrjum á Suðurnesjum. Álfheiður Eymarsdóttir Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun