Harden með þrennu og það vantaði bara pínulítið upp á hjá þeim Doncic og Jokic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 07:31 James Harden var frábær með liði Brooklyn Nets í nótt. Getty/Ronald Cortes Brooklyn Nets og Dallas Mavericks eru bæði að komast í gírinn í NBA-deildinni í körfubolta en topplið deildarinnar Utah Jazz fór ekki í góða ferð suður til Louisiana. James Harden heldur áfram að safna þrennunum hjá Brooklyn Nets en kappinn bætti einni slíkri í safnið í nótt. Luka Doncic og Nikola Jokic vantaði báða aðeins eina stoðsendingu upp á að gera slíkt hið sama. Topplið Utah Jazz tapaði í New Orleans. @JHarden13 becomes first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 15+ AST with zero turnovers in a game since 1977-78!30 PTS | 14 REB | 15 AST | BKN OT W pic.twitter.com/8QHgS5mNDh— NBA (@NBA) March 2, 2021 James Harden var með 30 stig, 14 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 124-113 sigur á San Antonio Spurs í framlengdum leik. Spurs tryggði sér framlenginguna með því að enda fjórða leikhlutann á 10-0 spretti. Harden tapaði ekki einum bolta í leiknum sem var sögulegt ofan á slíkt framlag. Þetta var níundi sigur Brooklyn liðsins í síðustu tíu leikjum en Kyrie Irving skoraði 27 stig og Bruce Brown var með 23 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá Spurs og þeir Dejounte Murray og Lonnie Walker IV voru báðir með 19 stig. @luka7doncic's near triple-double of 33 PTS, 10 REB, 9 AST guides the @dallasmavs! #MFFL pic.twitter.com/Jg1lMfT3AI— NBA (@NBA) March 2, 2021 Luka Doncic var ótrúlega nálægt þrennunni þegar Dallas Mavericks vann 130-124 sigur á Orlandi Magic en Slóveninn endaði leikinn með 33 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði 17 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik en Dallas hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum og níu af síðustu tólf. Nikola Vucevic var með 29 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Orlando en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð. Joker drops 17 4th quarter PTS in @nuggets road victory! 39 PTS | 14 REB | 9 AST pic.twitter.com/v3dpnHbxNv— NBA (@NBA) March 2, 2021 Nikola Jokic var jafnstutt frá þrennunni og Doncic en hann var með 39 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-112 sigur á Chicago Bulls. Þetta hefði annars orðið fimmtugasta þrennan hans á NBA ferlinum. Jokic skoraði sautján stig í lokaleikhlutanum. Jamal Murray skoraði 24 stig og Michael Porter Jr. bætti við 17 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Denver í síðustu fjórum leikjum. Zach LaVine var með 23 stig og 9 fráköst fyrir Chicago og Coby White bætti við 20 stigum og 10 fráköstum. Zion, Ingram, Lonzo all score 20+ in the @PelicansNBA W!@Zionwilliamson: 26 PTS, 10 REB, 5 AST@B_Ingram13: 26 PTS, 5 AST@ZO2_: 23 PTS, 7 REB, 8 AST pic.twitter.com/cD9R5kqET5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Zion Williamson átti mjög flottan leik þegar New Orleans Pelicans vann topplið Utah Jazz 129-124. Williamson endaði með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Brandon Ingram skoraði 26 stig og Lonzo Ball bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum. Bojan Bogdanovic skoraði sjö þrista og 31 stig fyrir Utah Jazz en þetta var aðeins áttunda tap liðsins á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 8 af 21 stigi sínum á lokamínútunni þegar Utah gerði sig líklegt til að stela sigrinum. Rudy Gobert var með 22 stig, 9 fráköst og 5 varin skot. 24 PTS, 13 REB for @JoelEmbiid lifts the @sixers over IND! #HereTheyCome pic.twitter.com/WpScktVJD5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Carmelo season-high @carmeloanthony buries 6 threes, scores 29 PTS to lead the @trailblazers! #RipCity pic.twitter.com/PnNQGp4JDn— NBA (@NBA) March 2, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira
James Harden heldur áfram að safna þrennunum hjá Brooklyn Nets en kappinn bætti einni slíkri í safnið í nótt. Luka Doncic og Nikola Jokic vantaði báða aðeins eina stoðsendingu upp á að gera slíkt hið sama. Topplið Utah Jazz tapaði í New Orleans. @JHarden13 becomes first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 15+ AST with zero turnovers in a game since 1977-78!30 PTS | 14 REB | 15 AST | BKN OT W pic.twitter.com/8QHgS5mNDh— NBA (@NBA) March 2, 2021 James Harden var með 30 stig, 14 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 124-113 sigur á San Antonio Spurs í framlengdum leik. Spurs tryggði sér framlenginguna með því að enda fjórða leikhlutann á 10-0 spretti. Harden tapaði ekki einum bolta í leiknum sem var sögulegt ofan á slíkt framlag. Þetta var níundi sigur Brooklyn liðsins í síðustu tíu leikjum en Kyrie Irving skoraði 27 stig og Bruce Brown var með 23 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá Spurs og þeir Dejounte Murray og Lonnie Walker IV voru báðir með 19 stig. @luka7doncic's near triple-double of 33 PTS, 10 REB, 9 AST guides the @dallasmavs! #MFFL pic.twitter.com/Jg1lMfT3AI— NBA (@NBA) March 2, 2021 Luka Doncic var ótrúlega nálægt þrennunni þegar Dallas Mavericks vann 130-124 sigur á Orlandi Magic en Slóveninn endaði leikinn með 33 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði 17 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik en Dallas hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum og níu af síðustu tólf. Nikola Vucevic var með 29 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Orlando en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð. Joker drops 17 4th quarter PTS in @nuggets road victory! 39 PTS | 14 REB | 9 AST pic.twitter.com/v3dpnHbxNv— NBA (@NBA) March 2, 2021 Nikola Jokic var jafnstutt frá þrennunni og Doncic en hann var með 39 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-112 sigur á Chicago Bulls. Þetta hefði annars orðið fimmtugasta þrennan hans á NBA ferlinum. Jokic skoraði sautján stig í lokaleikhlutanum. Jamal Murray skoraði 24 stig og Michael Porter Jr. bætti við 17 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Denver í síðustu fjórum leikjum. Zach LaVine var með 23 stig og 9 fráköst fyrir Chicago og Coby White bætti við 20 stigum og 10 fráköstum. Zion, Ingram, Lonzo all score 20+ in the @PelicansNBA W!@Zionwilliamson: 26 PTS, 10 REB, 5 AST@B_Ingram13: 26 PTS, 5 AST@ZO2_: 23 PTS, 7 REB, 8 AST pic.twitter.com/cD9R5kqET5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Zion Williamson átti mjög flottan leik þegar New Orleans Pelicans vann topplið Utah Jazz 129-124. Williamson endaði með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Brandon Ingram skoraði 26 stig og Lonzo Ball bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum. Bojan Bogdanovic skoraði sjö þrista og 31 stig fyrir Utah Jazz en þetta var aðeins áttunda tap liðsins á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 8 af 21 stigi sínum á lokamínútunni þegar Utah gerði sig líklegt til að stela sigrinum. Rudy Gobert var með 22 stig, 9 fráköst og 5 varin skot. 24 PTS, 13 REB for @JoelEmbiid lifts the @sixers over IND! #HereTheyCome pic.twitter.com/WpScktVJD5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Carmelo season-high @carmeloanthony buries 6 threes, scores 29 PTS to lead the @trailblazers! #RipCity pic.twitter.com/PnNQGp4JDn— NBA (@NBA) March 2, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira