Landsbyggðin fái opinber störf Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar 1. mars 2021 17:00 Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu. Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum. Það þekkja trúlega allir einhverja sem hafa flutt atvinnu með sér frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Slíkt er bagalegt fyrir hina dreifðu byggð. Það getur vissulega verið til bóta fyrir einstaka starfsmenn að hafa slíkt frelsi, en slíkt „frelsi“ getur verið andstætt gegn þeirri stefnu að auka vægi starfa án staðsetningar. Það þarf því að skoða slíka valmöguleika með meiri heildarsýn. Það þyrfti að mínu mati að koma á regluverki sem passar jöfnuð milli svæða. Það eru ekki allir jafnir í dreifbýlinu, því að á mörgum slíkum stöðum er verulegt atvinnuleysi eða fá og fábrotin atvinnutækifæri. Það er lítið mál að setja á reglugerð um ákveðinn fjölda starfa sem á að auglýsa án staðsetningar, en þarf líka að huga að jafnræði innan þess. Það færi því betur á að svæðaskipta og auglýsa þrengra til að dreifa störfum jafnara um landið með hliðsjón af því hvar eru helstu áskoranirnar. Gera má ráð fyrir að umsækjendur frá höfuðborgarsvæðinu séu mun fleiri en þeir sem eru frá landsbyggðinni sökum íbúafjölda. Þannig er talsverð pressa fyrir umsækjendur af landsbyggð að komast í gengum fyrstu skoðun og vera taldir í hóp hæfustu umsækjenda í forvalinu. Þurfum við ekki að hugsa þetta þrengra og kannski skilgreina svæði vegna starfa með hliðsjón af dreifingu stöðugilda um landið? Stærri flutningar starfsstöðva geta verið af hinu góða, eins og hefur verið rætt varðandi aðalskrifstofu RARIK. Það gæti verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni, en það má ekki stjórnast eingöngu af því hver er frekastur í hagsmunabaráttu fyrir sitt svæði heldur fremur hvar eru áskoranir og vandi. Ef við skoðum möguleika með þetta ákveðna fyrirtæki þá væri betra að efla núverandi starfsstöðvar um land allt frekar en að hugsa flutning í einni heild á nýjan stað. Það gæti endurvakið þessa öflugu vinnustaði um land allt sem standa nú margir hverjir mjög hallandi fæti með hálf tómar skrifstofur. Grunnkrafan um störf án staðsetningar er frelsi starfsmanna til að vera með búsetu hvar sem er á landinu. Það er vissulega góð stefna, en það vantar stjórntæki til að jafna tækifæri og möguleika fyrir landsbyggðina, bæði með stærri flutningum á stofnunum sem og við einstaka ráðningar. Heimsfaraldur hefur kennt okkur að nýta mun betur tækni til atvinnu og samskipta sem við verðum að nota við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Fjarvinna býður upp á mikil tækifæri sem þarf að fanga núna þegar tækifæri gefst til að styrkja byggð. Það er undir okkur landsbyggðarfólki komið að beita okkur fyrir jöfnum tækifærum í þessum málum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Framsóknarflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu. Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum. Það þekkja trúlega allir einhverja sem hafa flutt atvinnu með sér frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Slíkt er bagalegt fyrir hina dreifðu byggð. Það getur vissulega verið til bóta fyrir einstaka starfsmenn að hafa slíkt frelsi, en slíkt „frelsi“ getur verið andstætt gegn þeirri stefnu að auka vægi starfa án staðsetningar. Það þarf því að skoða slíka valmöguleika með meiri heildarsýn. Það þyrfti að mínu mati að koma á regluverki sem passar jöfnuð milli svæða. Það eru ekki allir jafnir í dreifbýlinu, því að á mörgum slíkum stöðum er verulegt atvinnuleysi eða fá og fábrotin atvinnutækifæri. Það er lítið mál að setja á reglugerð um ákveðinn fjölda starfa sem á að auglýsa án staðsetningar, en þarf líka að huga að jafnræði innan þess. Það færi því betur á að svæðaskipta og auglýsa þrengra til að dreifa störfum jafnara um landið með hliðsjón af því hvar eru helstu áskoranirnar. Gera má ráð fyrir að umsækjendur frá höfuðborgarsvæðinu séu mun fleiri en þeir sem eru frá landsbyggðinni sökum íbúafjölda. Þannig er talsverð pressa fyrir umsækjendur af landsbyggð að komast í gengum fyrstu skoðun og vera taldir í hóp hæfustu umsækjenda í forvalinu. Þurfum við ekki að hugsa þetta þrengra og kannski skilgreina svæði vegna starfa með hliðsjón af dreifingu stöðugilda um landið? Stærri flutningar starfsstöðva geta verið af hinu góða, eins og hefur verið rætt varðandi aðalskrifstofu RARIK. Það gæti verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni, en það má ekki stjórnast eingöngu af því hver er frekastur í hagsmunabaráttu fyrir sitt svæði heldur fremur hvar eru áskoranir og vandi. Ef við skoðum möguleika með þetta ákveðna fyrirtæki þá væri betra að efla núverandi starfsstöðvar um land allt frekar en að hugsa flutning í einni heild á nýjan stað. Það gæti endurvakið þessa öflugu vinnustaði um land allt sem standa nú margir hverjir mjög hallandi fæti með hálf tómar skrifstofur. Grunnkrafan um störf án staðsetningar er frelsi starfsmanna til að vera með búsetu hvar sem er á landinu. Það er vissulega góð stefna, en það vantar stjórntæki til að jafna tækifæri og möguleika fyrir landsbyggðina, bæði með stærri flutningum á stofnunum sem og við einstaka ráðningar. Heimsfaraldur hefur kennt okkur að nýta mun betur tækni til atvinnu og samskipta sem við verðum að nota við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Fjarvinna býður upp á mikil tækifæri sem þarf að fanga núna þegar tækifæri gefst til að styrkja byggð. Það er undir okkur landsbyggðarfólki komið að beita okkur fyrir jöfnum tækifærum í þessum málum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun