Tveir taka út bann hjá Val í kvöld en kemur einn öflugur kemur til baka? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 15:30 Róbert Aron Hostert er lykilmaður í Valsiðinu og hefur verið sárt saknað undanfarinn mánuð. Vísir/Bára Ein af stóru spurningum kvöldsins er hvort að handboltaáhugamenn muni sjá Róbert Aron Hostert aftur í búning hjá Valsliðinu í stórleiknum á móti FH. Valur tekur á móti FH í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en lokaleikur tólftu umferðarinnar verður í beinni frá Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið án lykilmanna í allan betur og í kvöld eru það ekki bara meiðsli heldur líka leikbönn sem herja á Hlíðarendaliðið. Anton Rúnarsson, þrettán marka maður frá því í síðasta leik, og Stiven Tobar Valencia, sex marka maður frá því í síðast leik, taka út leikbann í kvöld vegna framkomu sinnar í leik KA og Vals á dögunum. Valsmenn eru því að missa út nítján mörk frá því í 30-21 sigrinum á Aftureldingu í síðustu umferð. Valsmenn fengu inn markvörðinn Hreiðar Levy Guðmundsson, markvörð og örvhentu skyttuna Agnar Smára Jónsson inn í síðasta leik. Hreiðar Levy spilaði ekki en Agnar Smári lék aðeins í lokin. Það er hins vegar enn verið að bíða eftir að Róbert Aron Hostert komi til baka en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá var hann leikfær fyrir leikinn á móti Aftureldingu en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, notaði hann ekki í þeim. Það gæti verið meiri þörf fyrir hann í leiknum í kvöld. Nú er því spurningin hvort að Róbert Aron komi inn í Valsliðið í kvöld og hjálpi til að fylla í skarið sem Anton Rúnarsson skilur eftir sig í vörn og sókn. Það er meiri pressa á að sjá hann í búning í slíkum stórleik þegar það vantar sterka menn í Valsliðið en Valsmenn ættu að vera orðnir vanir því að spila án lykilmanna sem þeir hafa gert í allan vetur. Róbert Aron hefur ekki spilað með Valsliðinu í rúman mánuð og en lét síðast til sín taka í sigri á móti Þórsurum 25. janúar þar sem hann skoraði sjö mörk. Róbert lék líka næsta leik á móti Fram þremur dögum síðar en komst ekki á blað í þeim leik. Leikur Vals og FH verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.30. Á undan verður leikur Hauka og Gróttu sýndur frá klukkan 17.50 á sömu stöð og eftir leikinn verður Seinni bylgjan frá 21.10. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Valur tekur á móti FH í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en lokaleikur tólftu umferðarinnar verður í beinni frá Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið án lykilmanna í allan betur og í kvöld eru það ekki bara meiðsli heldur líka leikbönn sem herja á Hlíðarendaliðið. Anton Rúnarsson, þrettán marka maður frá því í síðasta leik, og Stiven Tobar Valencia, sex marka maður frá því í síðast leik, taka út leikbann í kvöld vegna framkomu sinnar í leik KA og Vals á dögunum. Valsmenn eru því að missa út nítján mörk frá því í 30-21 sigrinum á Aftureldingu í síðustu umferð. Valsmenn fengu inn markvörðinn Hreiðar Levy Guðmundsson, markvörð og örvhentu skyttuna Agnar Smára Jónsson inn í síðasta leik. Hreiðar Levy spilaði ekki en Agnar Smári lék aðeins í lokin. Það er hins vegar enn verið að bíða eftir að Róbert Aron Hostert komi til baka en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá var hann leikfær fyrir leikinn á móti Aftureldingu en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, notaði hann ekki í þeim. Það gæti verið meiri þörf fyrir hann í leiknum í kvöld. Nú er því spurningin hvort að Róbert Aron komi inn í Valsliðið í kvöld og hjálpi til að fylla í skarið sem Anton Rúnarsson skilur eftir sig í vörn og sókn. Það er meiri pressa á að sjá hann í búning í slíkum stórleik þegar það vantar sterka menn í Valsliðið en Valsmenn ættu að vera orðnir vanir því að spila án lykilmanna sem þeir hafa gert í allan vetur. Róbert Aron hefur ekki spilað með Valsliðinu í rúman mánuð og en lét síðast til sín taka í sigri á móti Þórsurum 25. janúar þar sem hann skoraði sjö mörk. Róbert lék líka næsta leik á móti Fram þremur dögum síðar en komst ekki á blað í þeim leik. Leikur Vals og FH verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.30. Á undan verður leikur Hauka og Gróttu sýndur frá klukkan 17.50 á sömu stöð og eftir leikinn verður Seinni bylgjan frá 21.10. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira