The Crown sópaði til sín verðlaunum á Golden Globe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2021 07:08 Emma Corrin tók við verðlaunum sínum í gegnum fjarfundabúnað. Vísir/Getty Golden Globe-verðlaunin, þar sem erlenda pressan í Hollywood verðlaunar kvikmynda- og sjónvarpsfólk, voru veitt í nótt. Hátíðin fór að þessu sinni fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins og veittu sigurvegarar verðlaunum sínum mótttöku í gegnum fjarfundabúnað Fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og var frumsýnd fyrr í vetur á streymisveitunni, sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröðin og Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu í þáttunum, vann verðlaunin sem besta leikkonan í dramaþáttaröð. Þá var Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem fór með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti. Schitt‘s Creek var valin besta gamanþáttaröðin og Netflix-serían The Queen‘s Gambit sem hefur notið gríðarlegra vinsælda var valin besta stutta þáttaröðin. Aðalleikkonan í þeim þáttum, Anya Taylor-Joy, fékk verðlaun fyrir besta leik í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd. Nomadland var valin besta dramamyndin og framhaldsmyndin um Borat besta myndin í gamanmynda- og söngleikjaflokknum. Leikstjóri Nomadland, Chloe Zhao, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn en þetta var aðeins í annað sinn í sögu Golden Globe-verðlaunanna sem leikstjóraverðlaunin fara til konu. Þá hlaut Jane Fonda sérstök heiðursverðlaun Golden Globe sem kennd eru við Cecil B DeMille. Hún notaði tækifæri í þakkarræðu sinni og kallaði eftir meiri fjölbreytni í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. „Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að stækka tjaldið svo allir geti skinið þar inn og saga allra fái tækifæri til að sjást og heyrast. Við skulum vera leiðtogar,“ sagði Fonda meðal annars. Lista yfir alla verðlaunahafanna má sjá hér á vef BBC. Golden Globes Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Hátíðin fór að þessu sinni fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins og veittu sigurvegarar verðlaunum sínum mótttöku í gegnum fjarfundabúnað Fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og var frumsýnd fyrr í vetur á streymisveitunni, sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröðin og Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu í þáttunum, vann verðlaunin sem besta leikkonan í dramaþáttaröð. Þá var Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem fór með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti. Schitt‘s Creek var valin besta gamanþáttaröðin og Netflix-serían The Queen‘s Gambit sem hefur notið gríðarlegra vinsælda var valin besta stutta þáttaröðin. Aðalleikkonan í þeim þáttum, Anya Taylor-Joy, fékk verðlaun fyrir besta leik í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd. Nomadland var valin besta dramamyndin og framhaldsmyndin um Borat besta myndin í gamanmynda- og söngleikjaflokknum. Leikstjóri Nomadland, Chloe Zhao, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn en þetta var aðeins í annað sinn í sögu Golden Globe-verðlaunanna sem leikstjóraverðlaunin fara til konu. Þá hlaut Jane Fonda sérstök heiðursverðlaun Golden Globe sem kennd eru við Cecil B DeMille. Hún notaði tækifæri í þakkarræðu sinni og kallaði eftir meiri fjölbreytni í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. „Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að stækka tjaldið svo allir geti skinið þar inn og saga allra fái tækifæri til að sjást og heyrast. Við skulum vera leiðtogar,“ sagði Fonda meðal annars. Lista yfir alla verðlaunahafanna má sjá hér á vef BBC.
Golden Globes Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira