Jeremy Lin segist hafa verið kallaður kórónuvírus í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 10:00 Jeremy Lin fór í eitt tímabil til Kína en er nú að reyna að komast aftur inn í NBA-deildina. Getty/VCG Íslandsvinurinn Jeremy Lin henti fram sprengju í færslu á samfélagsmiðlum um helgina og þjálfari Golden State Warriors vill frekari rannsókn á málinu. Körfuboltamaðurinn Jeremy Lin vill ekki segja hver það var sem kallaði hann kórónuvírus í leik á dögunum en hann vildi vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem hann verður enn fyrir inn á körfuboltavellinum. Jeremy Lin spilar nú í G-deildinni sem er þróunardeild NBA og er hann leikmaður Santa Cruz Warriors, hliðarliðs Golden State Warriors. Jeremy Lin vakti heimsathygli á sínum tíma þegar hann sló óvænt í gegn með liði New York Knicks og hefur síðan gert samninga við Houston Rockets, Charlotte Hornets og Brooklyn Nets. Hann samdi síðan við kínverska liðið Beijing Ducks 2019 og spilaði með því í eitt tímabil. "Being a 9 year NBA veteran doesn't protect me from being called 'coronavirus' on the court."Jeremy Lin detailed the racism that he and other Asian Americans have experienced. #StopAsianHate(via @jlin7) pic.twitter.com/cBmHkOCSsn— ESPN (@espn) February 26, 2021 Lin vildi komast aftur í NBA-deildina en hann er orðinn 32 ára gamall. Lin ætlar nú að reyna að vinna sér sæti í NBA á ný með góðri frammistöðu í G-deildinni. Færsla Jeremy Lin á samfélagsmiðlum var um kynþáttaformdóma gegn Bandaríkjamönnum af asískum ættum eins og hann er sjálfur. Lin skrifaði að fólk af asískum ættum í Bandaríkjunum væri orðið langþreytt á því að heyra það að það yrði ekki fyrir kynþáttafordómum. „Þrátt fyrir að eiga að baki níu ár í NBA-deildinni þá ver það mig ekki fyrir að vera kallaður kórónuvírus í miðjum leik,“ skrifaði Jeremy Lin. Jeremy Lin sagði ekki frá því hver það var sem kallaði hann þetta og hefur heldur ekki viljað segja frá því þegar bandarískir blaðamenn hafa spurt hann út í það. The NBA G League is investigating Jeremy Lin's statements that he's been called "Coronavirus" during games, per @ShamsCharania pic.twitter.com/yUDY4MO0f2— Bleacher Report (@BleacherReport) February 27, 2021 Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, vildi að NBA-deildin myndi rannsaka betur ásakanir Jeremy Lin. Jeremy Lin fór óvenjulega leið inn í NBA-deildinni en hann gafst aldrei upp þótt lítið hafi gengið framan af. Hann kom úr Harvard háskólanum og svaf meðal annars á sófa vinar síns til að halda draumnum gangandi. Tækifærið kom síðan hjá New York Knicks á 2011-12 tímabilinu. Hann er með 11,6 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í 480 leikjum í NBA-deildinni frá 2010 til 2019. .@JLin7 speaks out on racist attacks against the Asian community. pic.twitter.com/Ly2jJX3DTp— Bleacher Report (@BleacherReport) February 26, 2021 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Jeremy Lin vill ekki segja hver það var sem kallaði hann kórónuvírus í leik á dögunum en hann vildi vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem hann verður enn fyrir inn á körfuboltavellinum. Jeremy Lin spilar nú í G-deildinni sem er þróunardeild NBA og er hann leikmaður Santa Cruz Warriors, hliðarliðs Golden State Warriors. Jeremy Lin vakti heimsathygli á sínum tíma þegar hann sló óvænt í gegn með liði New York Knicks og hefur síðan gert samninga við Houston Rockets, Charlotte Hornets og Brooklyn Nets. Hann samdi síðan við kínverska liðið Beijing Ducks 2019 og spilaði með því í eitt tímabil. "Being a 9 year NBA veteran doesn't protect me from being called 'coronavirus' on the court."Jeremy Lin detailed the racism that he and other Asian Americans have experienced. #StopAsianHate(via @jlin7) pic.twitter.com/cBmHkOCSsn— ESPN (@espn) February 26, 2021 Lin vildi komast aftur í NBA-deildina en hann er orðinn 32 ára gamall. Lin ætlar nú að reyna að vinna sér sæti í NBA á ný með góðri frammistöðu í G-deildinni. Færsla Jeremy Lin á samfélagsmiðlum var um kynþáttaformdóma gegn Bandaríkjamönnum af asískum ættum eins og hann er sjálfur. Lin skrifaði að fólk af asískum ættum í Bandaríkjunum væri orðið langþreytt á því að heyra það að það yrði ekki fyrir kynþáttafordómum. „Þrátt fyrir að eiga að baki níu ár í NBA-deildinni þá ver það mig ekki fyrir að vera kallaður kórónuvírus í miðjum leik,“ skrifaði Jeremy Lin. Jeremy Lin sagði ekki frá því hver það var sem kallaði hann þetta og hefur heldur ekki viljað segja frá því þegar bandarískir blaðamenn hafa spurt hann út í það. The NBA G League is investigating Jeremy Lin's statements that he's been called "Coronavirus" during games, per @ShamsCharania pic.twitter.com/yUDY4MO0f2— Bleacher Report (@BleacherReport) February 27, 2021 Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, vildi að NBA-deildin myndi rannsaka betur ásakanir Jeremy Lin. Jeremy Lin fór óvenjulega leið inn í NBA-deildinni en hann gafst aldrei upp þótt lítið hafi gengið framan af. Hann kom úr Harvard háskólanum og svaf meðal annars á sófa vinar síns til að halda draumnum gangandi. Tækifærið kom síðan hjá New York Knicks á 2011-12 tímabilinu. Hann er með 11,6 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í 480 leikjum í NBA-deildinni frá 2010 til 2019. .@JLin7 speaks out on racist attacks against the Asian community. pic.twitter.com/Ly2jJX3DTp— Bleacher Report (@BleacherReport) February 26, 2021
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira