Ofsahræðsla við hamfarir Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 1. mars 2021 08:00 Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla. Við kunnum stjórn og fyrirsjáanleika best en stöndum nú frammi fyrir óvissu sem enginn getur upprætt til fulls. Flest finnum við fyrir einhverjum kvíða eða ónotum á tímum sem þessum og sumir mjög miklum. Fyrri reynsla af náttúruhamförum eða önnur áföll geta einnig aukið á kvíðann. Kvíðaviðbragðið er misnæmt hjá okkur og má líkja því við reykskynjara sem fer af stað af minnsta tilefni, líkt og þegar ristað er brauð eða reykt nálægt skynjaranum. Kvíðaviðbragðið er þannig úr garði gert, líkt og reykskynjarinn, að það fer heldur af stað of oft en of sjaldan, enda er því ætlað að vernda okkur gegn mögulegri hættu. Það á að virkjast þegar við stöndum frammi við fyrir aðstæðum sem við erum ekki viss um að við ráðum við eða teljum að velferð okkar sé ógnað. Sem betur fer er kvíðaviðbragðið sjálft ekki skaðlegt þótt því fylgi sterk líkamleg einkenni, svo sem ör hjartsláttur, andþyngsli, svimi, sviti, doði, verkir eða óþægindi fyrir brjósti, óraunveruleikatilfinning og ótti. Því má líkja við innri jarðskjálfta sem líður að mestu hjá á örfáum mínútum. Kvíðaviðbragðið, sem á ensku nefnist fight or flight response, fyrirfinnst hjá öðrum skepnum en manninum og gerir þeim kleift að flýja, verjast og veiða sér til matar. Viðbragðið er því verndandi og stuðlar að afkomu á ögurstundu. Vissulega er óþægilegt að finna fyrir miklum kvíða og eðlilega finnst okkur að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Ef við hins vegar bregðumst við óhóflegum kvíða eins og um lífshættu væri að ræða, er hætt við að heilinn taki því sem staðfestingu á því að hættan hafi verið raunveruleg og verði í kjölfarið sérstaklega vakandi fyrir vísbendingum um hættuna og ræsi kvíðaviðbragðið í tíma og ótíma. Því er mikilvægt að halda uppteknum hætti þrátt fyrir kvíða og sækja heldur í kvíðavekjandi aðstæður en hitt, innan skynsamlegra marka. Eins skal ekki gripið til óhóflegra öryggisráðstafana en gera þó það sem almannavarnir mæla með til að draga úr líkum á tjóni vegna jarðskjálfta. Ef þú finnur fyrir óhóflegum kvíða þessa dagana skaltu minna þig á eftirfarandi: Kvíði er verndandi tilfinning sem á að ræsast í vissum aðstæðum. Hann er til marks um að líkami þinn sé að starfa eins og hann á gera. Við þurfum ekki að bregðast við kvíðanum, hann líður hjá ef við látum hann óáreittan. Haltu þínu striki og hafðu eitthvað þarft og gefandi fyrir stafni. Minntu þig á að skjálftarnir koma þegar þeir koma, óháð því hvort þú vaktir þá. Því meira sem þú vaktar þá, því uppspenntari verður þú og líklegri til þess að greina hristing af ýmsum toga. Kvíðaviðbragðið er þá enn líklegri að ræsast. Hugaðu að líðan þinna nánustu og athugaðu hvernig börnum í kringum þig líður. Eins þarf að huga sérstaklega að þeim sem standa höllum fæti og ferðamönnum sem eru jafnvel enn óvanari ástandinu en við. Áhyggjur af því sem farið getur úrskeiðis auka aðeins á kvíðann og breyta engu um það sem síðar verður. Hugsaðu með þér „svo fer sem fer“ en þannig æfirðu þig í því að þola við í óvissunni. Líklega yrði lífið leiðinlegt og alveg jafn kvíðvænlegt ef allri óvissu væri eytt og þú vissir alltaf nákvæmlega hvernig allt færi. Þú þolir líklega óvissu á ýmsum sviðum lífsins og ferð sennilega á milli staða án þess að hafa stöðugar áhyggjur af því að hver bílferð verði þín síðasta. Eins hefur þú örugglega litlar áhyggjur af því að verða fyrir eldingu utandyra. Þó eru þessar aðstæður hvoru tveggja líklegri til að eiga sér stað en að þú látist í jarðskjálfta. Höfundur er forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla. Við kunnum stjórn og fyrirsjáanleika best en stöndum nú frammi fyrir óvissu sem enginn getur upprætt til fulls. Flest finnum við fyrir einhverjum kvíða eða ónotum á tímum sem þessum og sumir mjög miklum. Fyrri reynsla af náttúruhamförum eða önnur áföll geta einnig aukið á kvíðann. Kvíðaviðbragðið er misnæmt hjá okkur og má líkja því við reykskynjara sem fer af stað af minnsta tilefni, líkt og þegar ristað er brauð eða reykt nálægt skynjaranum. Kvíðaviðbragðið er þannig úr garði gert, líkt og reykskynjarinn, að það fer heldur af stað of oft en of sjaldan, enda er því ætlað að vernda okkur gegn mögulegri hættu. Það á að virkjast þegar við stöndum frammi við fyrir aðstæðum sem við erum ekki viss um að við ráðum við eða teljum að velferð okkar sé ógnað. Sem betur fer er kvíðaviðbragðið sjálft ekki skaðlegt þótt því fylgi sterk líkamleg einkenni, svo sem ör hjartsláttur, andþyngsli, svimi, sviti, doði, verkir eða óþægindi fyrir brjósti, óraunveruleikatilfinning og ótti. Því má líkja við innri jarðskjálfta sem líður að mestu hjá á örfáum mínútum. Kvíðaviðbragðið, sem á ensku nefnist fight or flight response, fyrirfinnst hjá öðrum skepnum en manninum og gerir þeim kleift að flýja, verjast og veiða sér til matar. Viðbragðið er því verndandi og stuðlar að afkomu á ögurstundu. Vissulega er óþægilegt að finna fyrir miklum kvíða og eðlilega finnst okkur að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Ef við hins vegar bregðumst við óhóflegum kvíða eins og um lífshættu væri að ræða, er hætt við að heilinn taki því sem staðfestingu á því að hættan hafi verið raunveruleg og verði í kjölfarið sérstaklega vakandi fyrir vísbendingum um hættuna og ræsi kvíðaviðbragðið í tíma og ótíma. Því er mikilvægt að halda uppteknum hætti þrátt fyrir kvíða og sækja heldur í kvíðavekjandi aðstæður en hitt, innan skynsamlegra marka. Eins skal ekki gripið til óhóflegra öryggisráðstafana en gera þó það sem almannavarnir mæla með til að draga úr líkum á tjóni vegna jarðskjálfta. Ef þú finnur fyrir óhóflegum kvíða þessa dagana skaltu minna þig á eftirfarandi: Kvíði er verndandi tilfinning sem á að ræsast í vissum aðstæðum. Hann er til marks um að líkami þinn sé að starfa eins og hann á gera. Við þurfum ekki að bregðast við kvíðanum, hann líður hjá ef við látum hann óáreittan. Haltu þínu striki og hafðu eitthvað þarft og gefandi fyrir stafni. Minntu þig á að skjálftarnir koma þegar þeir koma, óháð því hvort þú vaktir þá. Því meira sem þú vaktar þá, því uppspenntari verður þú og líklegri til þess að greina hristing af ýmsum toga. Kvíðaviðbragðið er þá enn líklegri að ræsast. Hugaðu að líðan þinna nánustu og athugaðu hvernig börnum í kringum þig líður. Eins þarf að huga sérstaklega að þeim sem standa höllum fæti og ferðamönnum sem eru jafnvel enn óvanari ástandinu en við. Áhyggjur af því sem farið getur úrskeiðis auka aðeins á kvíðann og breyta engu um það sem síðar verður. Hugsaðu með þér „svo fer sem fer“ en þannig æfirðu þig í því að þola við í óvissunni. Líklega yrði lífið leiðinlegt og alveg jafn kvíðvænlegt ef allri óvissu væri eytt og þú vissir alltaf nákvæmlega hvernig allt færi. Þú þolir líklega óvissu á ýmsum sviðum lífsins og ferð sennilega á milli staða án þess að hafa stöðugar áhyggjur af því að hver bílferð verði þín síðasta. Eins hefur þú örugglega litlar áhyggjur af því að verða fyrir eldingu utandyra. Þó eru þessar aðstæður hvoru tveggja líklegri til að eiga sér stað en að þú látist í jarðskjálfta. Höfundur er forstöðusálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar