Skoðun

VR til forystu

Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

VR er eitt öflugasta stéttarfélag landsins með hátt í 40 þúsund félagsmenn um land allt. Félagið getur því í krafti stærðar sinnar og stöðu haft mikil áhrif. Þessa stöðu þarf að axla af ábyrgð með hagsmuni allra félagsmanna leiðarljósi.

Helsta sérstaða VR hefur verið sú, að félagið er málsvari almenns launafólks í bæði lágtekju- og millitekjuhópum. Hefur þessi mikla breidd verið lykillinn að vexti og velgengni félagsins. Svo virðist sem hægt hafi á fjölgun félagsmanna hlutfallslega. Þetta er þróun sem veikt getur stöðu VR og verður að stöðva. Við viljum stórt og öflugt VR.

Það eru baráttutímar framundan.

Við verðum að víkka umræðuna um lægstu launin og miða hana út frá lágmarksframfærslu.

Huga verður markvisst að stöðu og virkni markaðslaunakerfisins.

Við þurfum að styrkja norræna kjarasamningslíkanið í sessi hér á landi, eina helstu stoð norræna velferðarkerfisins. Það er ein af meginforsendum þess að launahækkanir skili auknum kaupmætti, raunverulegri kjarabót.

Kosningarnar í VR eru mjög mikilvægar fyrir hag VR félaga og hag landsmanna næstu árin. Taktu þátt. Sjaldnast nær kosningaþátttaka yfir 20%, breytum því. Hvar eru 80% VR félaga? Ég vil vinna fyrir ykkur og alla VR félaga. Taktu þátt í kosningunum.

Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.




Skoðun

Sjá meira


×