Föstudagsplaylisti DJ Kötlu Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. febrúar 2021 16:05 Katla er ekki spennt fyrir eldgosi. Ragnar Árna Katla Ásgeirsdóttir þekkir einna best vísindin á bak við það að glæða dansgólf Reykjavíkur lífi. Beiðnin um að setja saman föstudagslagalista varð til þess að hún keypti Spotify áskrift, sem sonur hennar hafði suðað um í tvö ár. Eftir viku af ósætti við leitarvélina og lagaúrvalið féll dómurinn; „Spotify er alveg mestu vonbrigði ársins 2021 hingað til.“ Samhliða því að þeyta skífum reglulega vinnur Katla sem viðskiptaþróunarstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Miðeind. Þessa dagana lætur hún sig dreyma um sumarið og stefnir á að „biðja til guðs að ekki komi eldgos og veggfesta allt heima“ fram að því. „Lesa mjög mikið af bókum, bíða eftir vorinu og eyða gæðastundum með erfingjanum.“ Lagalistann segir hún vera ferðalag um tíma og rúm. „Hann hefst á tregafullum 70’s slagara, nokkrum vel völdum 80’s smellum og Arcade Fire meistaraverkinu Put Your Money on Me.“ Listinn hafi endað með sterkri breskri og franskri slagsíðu. „Þarna er fullt af danstónlist sem stendur hjarta mínu nærri og má sjá mig syngja með af mikilli innlifun þegar vel ber í veiði. Að vísu er líka eitt lag á listanum sem mér finnst bara alls ekki spes en setti samt inn. Svona gestaþraut, gæti verið gaman að giska á hvaða lag það er t.d. ef fólk er í sóttkví og leiðist?“ Covid-þraut dagsins í boði Kötlu. Fullt tungl er á morgun, 27. febrúar, og því fær fær uppáhaldslag Kötlu um tunglið að kóróna listann, „Lokalagið/kórónan „Hey Moon“ með John Maus er hrátt, angurvært og strangheiðarlegt, alveg eins og lífið sjálft.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Samhliða því að þeyta skífum reglulega vinnur Katla sem viðskiptaþróunarstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Miðeind. Þessa dagana lætur hún sig dreyma um sumarið og stefnir á að „biðja til guðs að ekki komi eldgos og veggfesta allt heima“ fram að því. „Lesa mjög mikið af bókum, bíða eftir vorinu og eyða gæðastundum með erfingjanum.“ Lagalistann segir hún vera ferðalag um tíma og rúm. „Hann hefst á tregafullum 70’s slagara, nokkrum vel völdum 80’s smellum og Arcade Fire meistaraverkinu Put Your Money on Me.“ Listinn hafi endað með sterkri breskri og franskri slagsíðu. „Þarna er fullt af danstónlist sem stendur hjarta mínu nærri og má sjá mig syngja með af mikilli innlifun þegar vel ber í veiði. Að vísu er líka eitt lag á listanum sem mér finnst bara alls ekki spes en setti samt inn. Svona gestaþraut, gæti verið gaman að giska á hvaða lag það er t.d. ef fólk er í sóttkví og leiðist?“ Covid-þraut dagsins í boði Kötlu. Fullt tungl er á morgun, 27. febrúar, og því fær fær uppáhaldslag Kötlu um tunglið að kóróna listann, „Lokalagið/kórónan „Hey Moon“ með John Maus er hrátt, angurvært og strangheiðarlegt, alveg eins og lífið sjálft.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira