Manneskjur en ekki vinnuafl Drífa Snædal skrifar 26. febrúar 2021 15:01 Það vita það allir sem töluðu við þá Rúmena sem unnu hjá Menn í Vinnu að þar var pottur brotinn. Ég fylgdist vel með í upphafi og ræddi ítarlega við þá sem leituðu aðstoðar. Hvað sem öðru líður þá var það ljóst fyrir mér að þeir voru þolendur þess ómannúðlega kerfis sem við höfum rekið okkar samfélag á síðustu árin. Það var uppgangur í efnahagslífinu í mörg ár, við höfðum ekki mannskap í að vinna þau verk sem þurfti og við fengum fólk að utan til að leggja hönd á plóg. En við höfum aldrei risið undir þeirri ábyrgð sem felst í því að taka á móti erlendu fólki á íslenskum vinnu- og húsnæðismarkaði. Við ætlum þeim lægst launuðu störfin, erfiðustu störfin og lélegasta aðbúnaðinn. Þekking þeirra, færni og menntun er kerfisbundið vanmetin og dæmi eru um atvinnurekendur sem halda frá erlendu launafólki upplýsingum um réttindi þeirra og greiða þeim jafnvel ekki laun í samræmi við kjarasamninga. Eins og komið hefur fram í fundaröð ASÍ, SGS og Eflingar í vikunni búum við í heimi þversagna. „Vinnuaflið“ á að vera hreyfanlegt og aðlaga sig en samfélag okkar er ekki hreyfanlegt eða tilbúið til að aðlaga sig. Til dæmis byggðum við upp heilan ferðamannaiðnað með mikilli opinberri stefnumótun án þess að fjalla um starfsfólkið sem bar uppi þessa þjónustu. Hvaðan það ætti að koma og hvernig við gætum staðið sem best að því? Dómurinn sem féll í vikunni er staðfesting á því að kerfið okkar er laskað og ómannúðlegt hvort sem dómarar telja það rúmast innan laganna eða ekki. Það er ógnvekjandi hvað hin ósýnilegu störf eru slitin úr samhengi við manneskjur og velferð þeirra. Annað öskrandi dæmi um þetta birtist okkur í vikunni þegar ræstingafólki og starfsfólki þvottahúss á Heilbrigðisstofnun Suðurlands var sagt upp störfum. Farið var í útboð á ræstingunni til að hagræða og var „kostnaður langt undir kostnaðaráætlun“. Það þýðir á mannamáli að starfsfólkið sem sinnir ræstingu og þvottum fær lægri laun og/eða býr við minna öryggi. Fjögur stéttarfélög á Suðurlandi hafa bent á að þetta séu kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og vægast sagt lítilsvirðing við störf þessa hóps sem hefur verið í framlínunni á tímum heimsfaraldurs. Ég tek undir af heilum hug og ætlast til þess að opinberar stofnanir eins og aðrir atvinnurekendur hugsi um launafólk sem manneskjur, ekki eingöngu vinnuafl. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það vita það allir sem töluðu við þá Rúmena sem unnu hjá Menn í Vinnu að þar var pottur brotinn. Ég fylgdist vel með í upphafi og ræddi ítarlega við þá sem leituðu aðstoðar. Hvað sem öðru líður þá var það ljóst fyrir mér að þeir voru þolendur þess ómannúðlega kerfis sem við höfum rekið okkar samfélag á síðustu árin. Það var uppgangur í efnahagslífinu í mörg ár, við höfðum ekki mannskap í að vinna þau verk sem þurfti og við fengum fólk að utan til að leggja hönd á plóg. En við höfum aldrei risið undir þeirri ábyrgð sem felst í því að taka á móti erlendu fólki á íslenskum vinnu- og húsnæðismarkaði. Við ætlum þeim lægst launuðu störfin, erfiðustu störfin og lélegasta aðbúnaðinn. Þekking þeirra, færni og menntun er kerfisbundið vanmetin og dæmi eru um atvinnurekendur sem halda frá erlendu launafólki upplýsingum um réttindi þeirra og greiða þeim jafnvel ekki laun í samræmi við kjarasamninga. Eins og komið hefur fram í fundaröð ASÍ, SGS og Eflingar í vikunni búum við í heimi þversagna. „Vinnuaflið“ á að vera hreyfanlegt og aðlaga sig en samfélag okkar er ekki hreyfanlegt eða tilbúið til að aðlaga sig. Til dæmis byggðum við upp heilan ferðamannaiðnað með mikilli opinberri stefnumótun án þess að fjalla um starfsfólkið sem bar uppi þessa þjónustu. Hvaðan það ætti að koma og hvernig við gætum staðið sem best að því? Dómurinn sem féll í vikunni er staðfesting á því að kerfið okkar er laskað og ómannúðlegt hvort sem dómarar telja það rúmast innan laganna eða ekki. Það er ógnvekjandi hvað hin ósýnilegu störf eru slitin úr samhengi við manneskjur og velferð þeirra. Annað öskrandi dæmi um þetta birtist okkur í vikunni þegar ræstingafólki og starfsfólki þvottahúss á Heilbrigðisstofnun Suðurlands var sagt upp störfum. Farið var í útboð á ræstingunni til að hagræða og var „kostnaður langt undir kostnaðaráætlun“. Það þýðir á mannamáli að starfsfólkið sem sinnir ræstingu og þvottum fær lægri laun og/eða býr við minna öryggi. Fjögur stéttarfélög á Suðurlandi hafa bent á að þetta séu kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og vægast sagt lítilsvirðing við störf þessa hóps sem hefur verið í framlínunni á tímum heimsfaraldurs. Ég tek undir af heilum hug og ætlast til þess að opinberar stofnanir eins og aðrir atvinnurekendur hugsi um launafólk sem manneskjur, ekki eingöngu vinnuafl. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun