Raddir unga fólksins og sjálfbærni í einkageiranum Pauline Langbehn skrifar 1. mars 2021 08:00 Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg. Öll fyrirtæki ættu að finna fyrir ábyrgð, sama hversu stór eða lítil þau eru, því án þátttöku einkafyrirtækja er nánast ómögulegt að berjast gegn loftlagsbreytingum. Í umræðunni um loftslagsbreytingar verða raddir unga fólksins sífellt háværari og markvissari. Það má til að mynda sjá á þátttöku þeirra í föstudags verkföllunum, Fridays for future movement, sem fram fara í hverri viku um allan heim og hafa staðið yfir í meira en ár. Ungt fólk vill láta raddir sínar heyrast. Verkefnið “Unga fólkið og sjálfbærni í einkageiranum”var unnið á vegum Festu - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, en Festa vildi bjóða upp á vettvang þar sem ungt fólk gæti sagt skoðun sína varðandi umbreytingu einkageirans með tilliti til aukinnar sjálfbærni í rekstri. Undirrituð tók að sér að leita til 14 ungmenna og kanna hug þeirra gagnvart hlutverki einkageirans þegar kemur að því að byggja sjálfbært atvinnulíf. Lagt var upp með að velja þátttakendur á mismunandi aldri með mismunandi bakgrunn til að kalla fram fjölbreyttari útkomu. Sumir þátttakendanna töldu að íslensk fyrirtæki væru ekki að breytast nægilega hratt og fara þyrfti í róttækari aðgerðir. Aðrir voru varkárari varðandi róttækar breytingar og töldu að halda þyrfti í raunsærri sýn á sjálfbærni vegna þess að þeir óttuðust að hraðinn myndi gera það að verkum að hópar fólks myndu sitja eftir og ójöfnuður aukast. En allir þátttakendur voru sammála því að fyrirtæki þurfa að efla aðgerðir sínar varðandi sjálfbærni í rekstri þeirra. Þátttakendur nefndu flestir áhyggjur ungmenna af grænþvotti fyrirtækja, til að mynda þegar fyrirtæki skreyta sig með aðgerðum þar sem þau eru í raun eingöngu að uppfylla lagaskilyrði. Þá eigi fyrirtæki ekki að taka upp sjálfbærni áherslur líkt og um nýjasta “trendið” væri að ræða, slík hegðun mun á endanum valda skaða fyrir bæði samfélagið og umhverfið. Leiðtogar ættu frekar að reka fyrirtæki sín á grundvelli sjálfbærni og aðlaga sína kjarnastarfsemi að því markmiði að skila ábata til ekki bara hluthafa heldur einnig til umhverfis og samfélags. Þátttakendur lýstu því yfir að aukin sjálfbærni innan fyrirtækis þyrfti ekki að þýða fjárhagslegt tap. Þvert á móti getur aukin sjálfbærni í raun leitt til forskots á markaði og nýrra tækifæra sem geta aukið langtíma hagnað fyrirtækjanna. Fyrirtæki sem eru fyrst innan síns geira með langtímafjárfestingar í sjálfbærni skapa fyrirtækinu sérstöðu. Þá getur það einnig haft jákvæð áhrif á starfsmenn að starfa í meðvitaðra vinnuumhverfi. Með þessi verkefni er leitast eftir því að kalla fram hvernig unga kynslóðin sér fyrir sér hlutverk einkageirans þegar kemur að sjálfbærni, kynslóðin sem mun þurfa að takast á við afleiðingar aðgerðaleysis nútímans. Markmiðið er að auka vitund leiðtoga fyrirtækja á kröfum ungsfólks og hvetja fyrirtæki til að breyta viðskiptaháttum sínum til hins betra og að leita eftir samtali og samstarfi við ungt fólk í þeirri vegferð. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fulltrúum aðildarfélaga Festu á rafrænum viðburði þann 3.mars og verða að því loknu aðgengilegar á heimasíðu félagsins samfelagsabyrgd.is. Höfundur er starfsnemi hjá Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Grein þýdd af Arnari Guðmundssyni og Valdísi Arnarsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg. Öll fyrirtæki ættu að finna fyrir ábyrgð, sama hversu stór eða lítil þau eru, því án þátttöku einkafyrirtækja er nánast ómögulegt að berjast gegn loftlagsbreytingum. Í umræðunni um loftslagsbreytingar verða raddir unga fólksins sífellt háværari og markvissari. Það má til að mynda sjá á þátttöku þeirra í föstudags verkföllunum, Fridays for future movement, sem fram fara í hverri viku um allan heim og hafa staðið yfir í meira en ár. Ungt fólk vill láta raddir sínar heyrast. Verkefnið “Unga fólkið og sjálfbærni í einkageiranum”var unnið á vegum Festu - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, en Festa vildi bjóða upp á vettvang þar sem ungt fólk gæti sagt skoðun sína varðandi umbreytingu einkageirans með tilliti til aukinnar sjálfbærni í rekstri. Undirrituð tók að sér að leita til 14 ungmenna og kanna hug þeirra gagnvart hlutverki einkageirans þegar kemur að því að byggja sjálfbært atvinnulíf. Lagt var upp með að velja þátttakendur á mismunandi aldri með mismunandi bakgrunn til að kalla fram fjölbreyttari útkomu. Sumir þátttakendanna töldu að íslensk fyrirtæki væru ekki að breytast nægilega hratt og fara þyrfti í róttækari aðgerðir. Aðrir voru varkárari varðandi róttækar breytingar og töldu að halda þyrfti í raunsærri sýn á sjálfbærni vegna þess að þeir óttuðust að hraðinn myndi gera það að verkum að hópar fólks myndu sitja eftir og ójöfnuður aukast. En allir þátttakendur voru sammála því að fyrirtæki þurfa að efla aðgerðir sínar varðandi sjálfbærni í rekstri þeirra. Þátttakendur nefndu flestir áhyggjur ungmenna af grænþvotti fyrirtækja, til að mynda þegar fyrirtæki skreyta sig með aðgerðum þar sem þau eru í raun eingöngu að uppfylla lagaskilyrði. Þá eigi fyrirtæki ekki að taka upp sjálfbærni áherslur líkt og um nýjasta “trendið” væri að ræða, slík hegðun mun á endanum valda skaða fyrir bæði samfélagið og umhverfið. Leiðtogar ættu frekar að reka fyrirtæki sín á grundvelli sjálfbærni og aðlaga sína kjarnastarfsemi að því markmiði að skila ábata til ekki bara hluthafa heldur einnig til umhverfis og samfélags. Þátttakendur lýstu því yfir að aukin sjálfbærni innan fyrirtækis þyrfti ekki að þýða fjárhagslegt tap. Þvert á móti getur aukin sjálfbærni í raun leitt til forskots á markaði og nýrra tækifæra sem geta aukið langtíma hagnað fyrirtækjanna. Fyrirtæki sem eru fyrst innan síns geira með langtímafjárfestingar í sjálfbærni skapa fyrirtækinu sérstöðu. Þá getur það einnig haft jákvæð áhrif á starfsmenn að starfa í meðvitaðra vinnuumhverfi. Með þessi verkefni er leitast eftir því að kalla fram hvernig unga kynslóðin sér fyrir sér hlutverk einkageirans þegar kemur að sjálfbærni, kynslóðin sem mun þurfa að takast á við afleiðingar aðgerðaleysis nútímans. Markmiðið er að auka vitund leiðtoga fyrirtækja á kröfum ungsfólks og hvetja fyrirtæki til að breyta viðskiptaháttum sínum til hins betra og að leita eftir samtali og samstarfi við ungt fólk í þeirri vegferð. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fulltrúum aðildarfélaga Festu á rafrænum viðburði þann 3.mars og verða að því loknu aðgengilegar á heimasíðu félagsins samfelagsabyrgd.is. Höfundur er starfsnemi hjá Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Grein þýdd af Arnari Guðmundssyni og Valdísi Arnarsdóttur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun