Tryggvi flytur á Blönduós og snýr aftur í þjálfun Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 10:00 Koma Trygga Guðmundssonar er hvalreki fyrir húnvetnskt íþróttalíf, segir í tilkynningu frá Kormáki/Hvöt. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, er orðinn þjálfari á nýjan leik en hann verður búsettur á Blönduósi í sumar og mun stýra liði Kormáks/Hvatar í 4. deild karla. Tryggvi viðurkenndi í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf fyrir skömmu að hann hefði áhuga á að snúa aftur í þjálfun og nú er það orðið að veruleika. Eftir einstakan feril sem leikmaður hefur Tryggvi reynt lítillega fyrir sér sem þjálfari. Hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV en var rekinn sumarið 2015 í kjölfar þess að hann mætti undir áhrifum áfengis á æfingu. Hann var svo aðalþjálfari Grafarvogsliðsins Vængja Júpiters í 3. deild sumarið 2019 en hefur ekki þjálfað síðan. „Ef að einhver vill prófa að láta mig taka við, þá er bara að hafa samband. En ég veit að það eru rosalega margir sem hafa áhyggjur af því að ég gæti runnið til á svellinu. Menn eru kannski hræddir við að ráða mig, og það er bara sanngjarnt,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Ætla sér upp í þriðju deild Þar tók Tryggvi reyndar fram að hann hygðist áfram búa í Reykjavík. Það breyttist þegar forráðamenn Kormáks/Hvatar höfðu samband en í tilkynningu hins sameinaða félags, sem staðsett er á Blönduósi og Hvammstanga, segir að Tryggvi muni búa á Blönduósi. Þar segir einnig að hann hafi þegar tekið til starfa og vonir standi til þess að undir stjórn Tryggva nái Kormákur/Hvöt því markmiði sínu að komast upp í 3. deild eftir að hafa verið nærri því tvö síðustu ár. Tryggvi átti afar farsælan feril sem leikmaður og er sá íslenski leikmaður sem skorað hefur flest mörk í deildakeppni ef horft er til leikja innanlands og erlendis, eða 223 mörk. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi með 131 mark en önnur mörk skoraði hann í neðri deildum á Íslandi og í norsku og sænsku úrvalsdeildinni. Íslenski boltinn Blönduós Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira
Tryggvi viðurkenndi í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf fyrir skömmu að hann hefði áhuga á að snúa aftur í þjálfun og nú er það orðið að veruleika. Eftir einstakan feril sem leikmaður hefur Tryggvi reynt lítillega fyrir sér sem þjálfari. Hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV en var rekinn sumarið 2015 í kjölfar þess að hann mætti undir áhrifum áfengis á æfingu. Hann var svo aðalþjálfari Grafarvogsliðsins Vængja Júpiters í 3. deild sumarið 2019 en hefur ekki þjálfað síðan. „Ef að einhver vill prófa að láta mig taka við, þá er bara að hafa samband. En ég veit að það eru rosalega margir sem hafa áhyggjur af því að ég gæti runnið til á svellinu. Menn eru kannski hræddir við að ráða mig, og það er bara sanngjarnt,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Ætla sér upp í þriðju deild Þar tók Tryggvi reyndar fram að hann hygðist áfram búa í Reykjavík. Það breyttist þegar forráðamenn Kormáks/Hvatar höfðu samband en í tilkynningu hins sameinaða félags, sem staðsett er á Blönduósi og Hvammstanga, segir að Tryggvi muni búa á Blönduósi. Þar segir einnig að hann hafi þegar tekið til starfa og vonir standi til þess að undir stjórn Tryggva nái Kormákur/Hvöt því markmiði sínu að komast upp í 3. deild eftir að hafa verið nærri því tvö síðustu ár. Tryggvi átti afar farsælan feril sem leikmaður og er sá íslenski leikmaður sem skorað hefur flest mörk í deildakeppni ef horft er til leikja innanlands og erlendis, eða 223 mörk. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi með 131 mark en önnur mörk skoraði hann í neðri deildum á Íslandi og í norsku og sænsku úrvalsdeildinni.
Íslenski boltinn Blönduós Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira