Krabbameinsfélagið: Ríkið gerði ekki athugasemdir um verklag eða gæðamál Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 19:15 „Á 70 ára afmælisári horfir nú Krabbameinsfélagið fram á veginn og beitir sér áfram í þágu fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra, sem og í rannsóknum, fræðslu, forvörnum og ráðgjöf,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm „Stuttar framlengingar þjónustusamnings Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimunina eru ítrekað nefndar í skýrslunni, sem hindrun fyrir þróun í starfseminni. Af sama leiddi að áhersla í starfi Leitarstöðvarinnar var mest á þjónustu við konurnar.“ Þetta segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands um niðurstöður hlutaúttektar landlæknisembættisins á starfsemi Leitarstöðvarinnar. Þar segir að félagið fagni því að niðurstöður liggi fyrir en æskilegt væri að úttektir af þessu tagi væru gerðar með reglubundnum hætti. Ástæða úttektarinnar er alvarlegt atvik sem kom upp þegar kona greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir ranga greiningu á Leitarstöðinni. Í tilkynningu Krabbameinsfélagsins er ítrekað að árangur Íslands þegar kemur að krabbameinum í leghálsi sé með því besta sem gerist í heiminum. Þá segir að auknar gæðakröfur í heilbrigðisþjónustu séu alltaf af hinu góða og að í úttektinni sé að finna ábendingar um aukið innra og ytra gæðaeftirlit. „Á starfstíma Leitarstöðvarinnar gerði verkkaupi ekki athugasemdir um verklag eða gæðamál. Væri Leitarstöðin enn starfandi yrði að sjálfsögðu brugðist við ábendingunum í samstarfi við Embætti landlæknis. Í skýrslunni kemur fram að virkt innra gæðaeftirlit var til staðar á Leitarstöðinni en einnig tillaga um að efla það enn frekar.“ Enn fremur segir að Krabbameinsfélagið sé stolt af starfi og árangri Leitarstöðvarinnar, þar sem starfsfólk hafi unnið af heilindum og miklum metnaði. „Úttektin er mikilvægur leiðarvísir í áframhaldandi skimunarstarfi. Þótt það fari ekki fram innan veggja Krabbameinsfélagsins, lætur félagið sig gæði skimana varða. Félagið þakkar Landlæknisembættinu samstarfið við úttektina og óskar því, Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsugæslunni, alls hins besta við framkvæmd skimana í framtíðinni.“ Tilkynninguna í heild má finna hér. Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands um niðurstöður hlutaúttektar landlæknisembættisins á starfsemi Leitarstöðvarinnar. Þar segir að félagið fagni því að niðurstöður liggi fyrir en æskilegt væri að úttektir af þessu tagi væru gerðar með reglubundnum hætti. Ástæða úttektarinnar er alvarlegt atvik sem kom upp þegar kona greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir ranga greiningu á Leitarstöðinni. Í tilkynningu Krabbameinsfélagsins er ítrekað að árangur Íslands þegar kemur að krabbameinum í leghálsi sé með því besta sem gerist í heiminum. Þá segir að auknar gæðakröfur í heilbrigðisþjónustu séu alltaf af hinu góða og að í úttektinni sé að finna ábendingar um aukið innra og ytra gæðaeftirlit. „Á starfstíma Leitarstöðvarinnar gerði verkkaupi ekki athugasemdir um verklag eða gæðamál. Væri Leitarstöðin enn starfandi yrði að sjálfsögðu brugðist við ábendingunum í samstarfi við Embætti landlæknis. Í skýrslunni kemur fram að virkt innra gæðaeftirlit var til staðar á Leitarstöðinni en einnig tillaga um að efla það enn frekar.“ Enn fremur segir að Krabbameinsfélagið sé stolt af starfi og árangri Leitarstöðvarinnar, þar sem starfsfólk hafi unnið af heilindum og miklum metnaði. „Úttektin er mikilvægur leiðarvísir í áframhaldandi skimunarstarfi. Þótt það fari ekki fram innan veggja Krabbameinsfélagsins, lætur félagið sig gæði skimana varða. Félagið þakkar Landlæknisembættinu samstarfið við úttektina og óskar því, Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsugæslunni, alls hins besta við framkvæmd skimana í framtíðinni.“ Tilkynninguna í heild má finna hér.
Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira