Skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða og vilja að lögregluaðgerðum verði hætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 08:49 Starfsemi veitingastaða, kráa og skemmtistaða hefur verið afar takmörkuð nánast allan kórónuveirufaraldurinn. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) hafa sent frá sér áskorun til stjórnvalda vegna fyrirhugaðra tilslakana á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Í áskoruninni óska samtökin eftir því að látið verði „af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni.“ Veitingastaðir hafi lagt sig fram um að starfa eftir settum sóttvarnareglum enda hafi smit ekki verið rakin til veitingastaða. Samtökin skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða með því að leyfa að hámarki fimmtíu manns í hverju rými, að leyfa sérstakar undanþágur varðandi tveggja metra regluna og færa opnunartímann til klukkan 23. Í dag mega ekki fleiri en tuttugu koma saman í hverju rými, engar undanþágur eru frá tveggja metra reglunni á milli óskyldra hópa og veitingastaðir mega vera með opið til klukkan 22. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að afléttingum innanlands til ráðherra um helgina og má gera ráð fyrir því að tillögurnar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi í dag. Þær gætu komið til framkvæmda um miðja þessa viku. Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur að farið yrði varlega í tilslakanir og varlegast í afléttingar á krám þar sem rekja mætti upphaf þriðju bylgjunnar til slíkrar starfsemi. Fram hefur komið að rekja hafi mátt um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september í fyrra og tengd var kránni Irishman Pub og veitingastaðnum Brewdog. Varðandi lögregluaðgerðir og fréttaflutning af þeim segja samtökin umræðuna um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast „hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta,“ segir í áskoruninni sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) senda frá sér eftirfarandi áskorun vegna fyrirhugaðra afléttinga á sóttvörnum innanlands. 1. Að fjöldi gesta veitingahúsa verði aukinn í 50 manns í hverju rými. Veitingahús hafa setið eftir þegar hámarksfjöldi viðskiptavina hefur verið aukinn í öðrum greinum, s.s. líkamsrækt, sundi, leikhúsum o.s.frv. Það hafa ekki verið færð nein haldbær rök fyrir því hvers vegna sambærilegar aukningar á gestafjölda hafa ekki tekið til veitingahúsa. 2. Að sérstakar undanþágur verði leyfðar varðandi 2 metra regluna Þar sem stærð og innanrými staða er misjafnt og í mörgum tilfellum mjög takmarkað kemur aukinn gestafjöldi að takmörkuðu gagni. SFV skorar því á stjórnvöld að setja sérstakar undanþágur um veitingastaði þar sem 1 metra regla er leyfð á milli viðskiptavina. Vegna fárra smita í samfélaginu, auk þess að gestum ber að sitja í sínum sætum á afmörkuðum svæðum, er tryggt að ekki sé samgangur á milli gesta. Eins bera að nefna að þar sem veitingastaðir vinna með matvæli þá eru þrif og sóttvarnir ávallt í fyrirrúmi. 3. Að opnunartími verði færður til 23:00 Fyrir veitingastaði þá skiptir hver klukkustund miklu máli og því mikilvæg breyting að geta tekið við gestum til kl. 23.00. Að auki kallar SFV eftir skýrari reglum um hve langan tíma veitingahús hafa til að tæma staði eftir lokun. Það þarf að vera skýrt og ekki á reiki. Á það er bent að mun meiri hætt er á hópamyndun sé öllum gert að yfirgefa á sama tíma í stað þess að gefa fólki tíma og svigrúm til að klára mat og drykk og yfirgefa að því loknu. Þá óska samtökin eftir því að látið verði af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni. Veitingastaðir hafa lagt sig fram um að starfa eftir settum reglum enda hafa smit ekki verið rakin til veitingastaða. Umræðan um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast, er hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Veitingastaðir hafi lagt sig fram um að starfa eftir settum sóttvarnareglum enda hafi smit ekki verið rakin til veitingastaða. Samtökin skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða með því að leyfa að hámarki fimmtíu manns í hverju rými, að leyfa sérstakar undanþágur varðandi tveggja metra regluna og færa opnunartímann til klukkan 23. Í dag mega ekki fleiri en tuttugu koma saman í hverju rými, engar undanþágur eru frá tveggja metra reglunni á milli óskyldra hópa og veitingastaðir mega vera með opið til klukkan 22. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að afléttingum innanlands til ráðherra um helgina og má gera ráð fyrir því að tillögurnar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi í dag. Þær gætu komið til framkvæmda um miðja þessa viku. Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur að farið yrði varlega í tilslakanir og varlegast í afléttingar á krám þar sem rekja mætti upphaf þriðju bylgjunnar til slíkrar starfsemi. Fram hefur komið að rekja hafi mátt um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september í fyrra og tengd var kránni Irishman Pub og veitingastaðnum Brewdog. Varðandi lögregluaðgerðir og fréttaflutning af þeim segja samtökin umræðuna um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast „hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta,“ segir í áskoruninni sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) senda frá sér eftirfarandi áskorun vegna fyrirhugaðra afléttinga á sóttvörnum innanlands. 1. Að fjöldi gesta veitingahúsa verði aukinn í 50 manns í hverju rými. Veitingahús hafa setið eftir þegar hámarksfjöldi viðskiptavina hefur verið aukinn í öðrum greinum, s.s. líkamsrækt, sundi, leikhúsum o.s.frv. Það hafa ekki verið færð nein haldbær rök fyrir því hvers vegna sambærilegar aukningar á gestafjölda hafa ekki tekið til veitingahúsa. 2. Að sérstakar undanþágur verði leyfðar varðandi 2 metra regluna Þar sem stærð og innanrými staða er misjafnt og í mörgum tilfellum mjög takmarkað kemur aukinn gestafjöldi að takmörkuðu gagni. SFV skorar því á stjórnvöld að setja sérstakar undanþágur um veitingastaði þar sem 1 metra regla er leyfð á milli viðskiptavina. Vegna fárra smita í samfélaginu, auk þess að gestum ber að sitja í sínum sætum á afmörkuðum svæðum, er tryggt að ekki sé samgangur á milli gesta. Eins bera að nefna að þar sem veitingastaðir vinna með matvæli þá eru þrif og sóttvarnir ávallt í fyrirrúmi. 3. Að opnunartími verði færður til 23:00 Fyrir veitingastaði þá skiptir hver klukkustund miklu máli og því mikilvæg breyting að geta tekið við gestum til kl. 23.00. Að auki kallar SFV eftir skýrari reglum um hve langan tíma veitingahús hafa til að tæma staði eftir lokun. Það þarf að vera skýrt og ekki á reiki. Á það er bent að mun meiri hætt er á hópamyndun sé öllum gert að yfirgefa á sama tíma í stað þess að gefa fólki tíma og svigrúm til að klára mat og drykk og yfirgefa að því loknu. Þá óska samtökin eftir því að látið verði af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni. Veitingastaðir hafa lagt sig fram um að starfa eftir settum reglum enda hafa smit ekki verið rakin til veitingastaða. Umræðan um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast, er hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira