Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 00:17 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor vísir/Hanna Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. Baldur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann ræddi meðal annars hvað lesa mætti út úr niðurstöðum nýjustu skoðanakannanna. „Maður gæti kannski lesið það út að fylgið er aðeins á hreyfingu. Það eru þarna flokkar í þessari könnun MMR, eru bæði Viðreisn, Vinstri græn og Framsókn að bæta við sig tveggja, þriggja prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin að tapa einhverju áþekku,“ sagði Baldur. „Svo veit maður ekki hvort það eru bara sveiflur í könnununum sjálfum eða hvort það sé eitthvað að gerast en það gæti verið að það sé eitthvað að hreyfast til fylgið,“ bætir hann við. Ríkisstjórnin sé aðeins að styrkja stöðu sína samkvæmt könnuninni og það sé augljóst að flokkar og ákveðnir þingmenn séu komnir í kosningaham. „Maður sér það alveg í fjölmiðlunum,“ segir Baldur. Allur gangur er á því hvernig flokkarnir raða á sína lista, sumir notast við prófkjör en aðrir einhvers konar uppstillingu. Baldur var spurður hvort hann teldi að Samfylkingin sé mögulega að tapa fylgi í könnunum í ljósi þeirrar uppstillingarleiðar sem farin var hjá flokknum í Reykjavík. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað það er en í augnablikinu er hún að minnsta kosti ekki að styrkja stöðu sína á því. En það gæti kannski gerst ef að nýir frambjóðendur fara að sprikla og láta til sín taka. En þetta hefur kannski verið erfið umfjöllun fyrir Samfylkinguna undanfarin misseri, að það sé einblínt á þetta,“ svarar Baldur. Þá segist hann hafa haft gaman af því að fylgjast með Framsóknarflokknum að undanförnu. „Ráðherrar hans, maður opnar ekki fjölmiðil nema að þeir séu þar einhvers staðar að finna. Framsóknarflokkurinn er augljóslega í miklum kosningaham enda þurfti hann verulega á því að halda að styrkja stöðu sína, hann er búinn að vera að mælast allt þetta kjörtímabil með minna fylgi heldur en hann fékk í kosningunum og reið hann nú ekki feitum hesti í síðustu kosningum.“ Miðflokkurinn í langtímaáfalli eftir Klaustursmálið Fróðlegt verði að sjá hvernig mun vinda fram fyrir flokkinn á næstu viku. Þá hafi fylgi Miðflokksins verið að sveiflast nokkuð á kjörtímabilinu. „Það er kannski eins og hann hafi orðið fyrir dálitlum langtímaáfalli eftir Klaustursmálið, ferð þeirra félaga á barinn. Kannski hefur það eitthvað skaðað hann og flokkurinn hefur kannski ekki látið mikið til sín taka í þessari covid-umræðu. Maður kannski hélt hann myndi gera það meira,“ segir Baldur. Flokkurinn hafi aftur á móti ekki verið eins áberandi nú og þegar þriðji orkupakkinn var til umræðu. „En ég er nú sannfærður um að Sigmundur Davíð muni koma aftur í umræðuna að fullum krafti fyrir kosningabaráttu.“ Fylgi litlu flokkanna lykilatriði Annað sem vert er að fylgjast með er þróun fylgis við smærri flokka sem mælast nú með fylgi sem er á mörkum þess að duga til að ná manni á þing. „Sósíalistar gætu tekið eitthvað af Vinstri grænum og þeir eru líka náttúrlega að berjast um atkvæði við Miðflokkinn hefði maður haldið og það verður mjög spennandi að fylgjast með fylgi þessara tveggja flokka, Flokks fólksins og Sósíalista, hvort þeir ná yfir fimm prósent múrinn eða ekki,“ segir Baldur. Minni flokkarnir eigi það til að bæta verulega við sig fylgi á allra síðustu dögunum fyrir kosningar. „Það skiptir líka svo miklu máli, hvort að þessir flokkar komist inn eða ekki, því að mér finnst nú eiginlega bara allt benda til þess að þessi ríkisstjórn muni halda áfram. Þetta stjórnarsamstarf, ef þessir flokkar ná meirihluta, þá mun það halda áfram. Þá getur það skipt verulegu máli hvort að þessir flokkar komist inn eða ekki út frá því hvort að stjórnin haldi meirihluta eða ekki,“ segir Baldur. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Baldur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann ræddi meðal annars hvað lesa mætti út úr niðurstöðum nýjustu skoðanakannanna. „Maður gæti kannski lesið það út að fylgið er aðeins á hreyfingu. Það eru þarna flokkar í þessari könnun MMR, eru bæði Viðreisn, Vinstri græn og Framsókn að bæta við sig tveggja, þriggja prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin að tapa einhverju áþekku,“ sagði Baldur. „Svo veit maður ekki hvort það eru bara sveiflur í könnununum sjálfum eða hvort það sé eitthvað að gerast en það gæti verið að það sé eitthvað að hreyfast til fylgið,“ bætir hann við. Ríkisstjórnin sé aðeins að styrkja stöðu sína samkvæmt könnuninni og það sé augljóst að flokkar og ákveðnir þingmenn séu komnir í kosningaham. „Maður sér það alveg í fjölmiðlunum,“ segir Baldur. Allur gangur er á því hvernig flokkarnir raða á sína lista, sumir notast við prófkjör en aðrir einhvers konar uppstillingu. Baldur var spurður hvort hann teldi að Samfylkingin sé mögulega að tapa fylgi í könnunum í ljósi þeirrar uppstillingarleiðar sem farin var hjá flokknum í Reykjavík. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað það er en í augnablikinu er hún að minnsta kosti ekki að styrkja stöðu sína á því. En það gæti kannski gerst ef að nýir frambjóðendur fara að sprikla og láta til sín taka. En þetta hefur kannski verið erfið umfjöllun fyrir Samfylkinguna undanfarin misseri, að það sé einblínt á þetta,“ svarar Baldur. Þá segist hann hafa haft gaman af því að fylgjast með Framsóknarflokknum að undanförnu. „Ráðherrar hans, maður opnar ekki fjölmiðil nema að þeir séu þar einhvers staðar að finna. Framsóknarflokkurinn er augljóslega í miklum kosningaham enda þurfti hann verulega á því að halda að styrkja stöðu sína, hann er búinn að vera að mælast allt þetta kjörtímabil með minna fylgi heldur en hann fékk í kosningunum og reið hann nú ekki feitum hesti í síðustu kosningum.“ Miðflokkurinn í langtímaáfalli eftir Klaustursmálið Fróðlegt verði að sjá hvernig mun vinda fram fyrir flokkinn á næstu viku. Þá hafi fylgi Miðflokksins verið að sveiflast nokkuð á kjörtímabilinu. „Það er kannski eins og hann hafi orðið fyrir dálitlum langtímaáfalli eftir Klaustursmálið, ferð þeirra félaga á barinn. Kannski hefur það eitthvað skaðað hann og flokkurinn hefur kannski ekki látið mikið til sín taka í þessari covid-umræðu. Maður kannski hélt hann myndi gera það meira,“ segir Baldur. Flokkurinn hafi aftur á móti ekki verið eins áberandi nú og þegar þriðji orkupakkinn var til umræðu. „En ég er nú sannfærður um að Sigmundur Davíð muni koma aftur í umræðuna að fullum krafti fyrir kosningabaráttu.“ Fylgi litlu flokkanna lykilatriði Annað sem vert er að fylgjast með er þróun fylgis við smærri flokka sem mælast nú með fylgi sem er á mörkum þess að duga til að ná manni á þing. „Sósíalistar gætu tekið eitthvað af Vinstri grænum og þeir eru líka náttúrlega að berjast um atkvæði við Miðflokkinn hefði maður haldið og það verður mjög spennandi að fylgjast með fylgi þessara tveggja flokka, Flokks fólksins og Sósíalista, hvort þeir ná yfir fimm prósent múrinn eða ekki,“ segir Baldur. Minni flokkarnir eigi það til að bæta verulega við sig fylgi á allra síðustu dögunum fyrir kosningar. „Það skiptir líka svo miklu máli, hvort að þessir flokkar komist inn eða ekki, því að mér finnst nú eiginlega bara allt benda til þess að þessi ríkisstjórn muni halda áfram. Þetta stjórnarsamstarf, ef þessir flokkar ná meirihluta, þá mun það halda áfram. Þá getur það skipt verulegu máli hvort að þessir flokkar komist inn eða ekki út frá því hvort að stjórnin haldi meirihluta eða ekki,“ segir Baldur.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira