Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2021 21:26 Grótta - ÍR Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. „Miðað við hvað strákarnir eru tilbúnir að leggja á sig og hversu vel undirbúnir strákarnir eru fyrir hvern leik og vinnusemin og allt það þá er þetta kannski ekkert skrítið. Handbolti snýst um að berjast og vera skynsamir og hafa trú á verkefninu, þetta eru ótrúlegir gæjar.“ Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en svo hægt og bítandi tók Grótta völdin og náði góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. „Við erum búnir að mæta til leiks í alla leiki hingað til og kannski bara einhver smá skrekkur í byrjun. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að maður geti unnið Selfoss, þetta er náttúrulega Íslandsmeistaralið og eitt dýrasta lið landsins þannig við þurfum bara að hafa trú á þessu. Við sjáum svo bara eftir korter að við erum í leik og förum að hafa trú á þessu og við erum bara fokking góðir. Maður reynir að kalla eftir trúnni alla vikuna og þegar að þeir sjá það í miðjum leik, til hvers að hætta þá?“ Grótta spilar gegn Haukum í næsta leik og Arnar talaði stuttlega um hann. „Það eru komnir tveir sigurleikir í röð núna, bæði á móti Fram og Selfoss og Haukarnir eru næstir. Þeir eru eitt af betri liðum landsins þannig að það verður erfitt en við ætlum að reyna að vera eins undirbúnir og við getum fyrir þann leik en maður veit aldrei hvernig leikurinn þróast fyrir fram en við ætlum að vera tilbúnir og grípa tækifærið þegar það gefst.“ Arnar Daði vildi svo ekkert hugsa of mikið út í stöðuna í töflunni, en Grótta getur nú með nokkrum góðum úrslitum í viðbót gert atlögu að úrslitakeppninni. „Ég gerði smá mistök fyrir Þórsleikinn með því að horfa aðeins upp fyrir okkur, en ég talaði um það strax eftir þann leik að við þyrftum að finna grunninn og fylgja okkar gildum og eins ógeðslega leiðinlegt og það hljómar, taka einn leik í einu. Það er bara þannig, við erum að taka einn leik í einu og við reynum að vera tilbúnir fyrir hvern leik. Ég veit að það er viðbjóðslegt að heyra þetta en það er það sem er að koma okkur á þann stað sem við erum, við erum ekkert að hugsa eitthvað lengra.“ Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira
„Miðað við hvað strákarnir eru tilbúnir að leggja á sig og hversu vel undirbúnir strákarnir eru fyrir hvern leik og vinnusemin og allt það þá er þetta kannski ekkert skrítið. Handbolti snýst um að berjast og vera skynsamir og hafa trú á verkefninu, þetta eru ótrúlegir gæjar.“ Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en svo hægt og bítandi tók Grótta völdin og náði góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. „Við erum búnir að mæta til leiks í alla leiki hingað til og kannski bara einhver smá skrekkur í byrjun. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að maður geti unnið Selfoss, þetta er náttúrulega Íslandsmeistaralið og eitt dýrasta lið landsins þannig við þurfum bara að hafa trú á þessu. Við sjáum svo bara eftir korter að við erum í leik og förum að hafa trú á þessu og við erum bara fokking góðir. Maður reynir að kalla eftir trúnni alla vikuna og þegar að þeir sjá það í miðjum leik, til hvers að hætta þá?“ Grótta spilar gegn Haukum í næsta leik og Arnar talaði stuttlega um hann. „Það eru komnir tveir sigurleikir í röð núna, bæði á móti Fram og Selfoss og Haukarnir eru næstir. Þeir eru eitt af betri liðum landsins þannig að það verður erfitt en við ætlum að reyna að vera eins undirbúnir og við getum fyrir þann leik en maður veit aldrei hvernig leikurinn þróast fyrir fram en við ætlum að vera tilbúnir og grípa tækifærið þegar það gefst.“ Arnar Daði vildi svo ekkert hugsa of mikið út í stöðuna í töflunni, en Grótta getur nú með nokkrum góðum úrslitum í viðbót gert atlögu að úrslitakeppninni. „Ég gerði smá mistök fyrir Þórsleikinn með því að horfa aðeins upp fyrir okkur, en ég talaði um það strax eftir þann leik að við þyrftum að finna grunninn og fylgja okkar gildum og eins ógeðslega leiðinlegt og það hljómar, taka einn leik í einu. Það er bara þannig, við erum að taka einn leik í einu og við reynum að vera tilbúnir fyrir hvern leik. Ég veit að það er viðbjóðslegt að heyra þetta en það er það sem er að koma okkur á þann stað sem við erum, við erum ekkert að hugsa eitthvað lengra.“
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53