Fróðleikur um framboðslista Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 22. febrúar 2021 16:00 Tillaga um skipan framboðslista á vegum Samfylkingarinnar á að vera um fólk og röðun þess í sæti á lista, en ekki endanleg og óbreytanleg niðurstaða. Ef svo hefði átt að vera hefði ekki þurft samþykki allsherjarfundar félaganna í kjördæminu, heldur einungis kynningarfund. Kjördæmisráðin en ekki vinnuhópar eða nefndir ákveða listana, og bjóða fram samkvæmt lögum flokksi snbr. 9.02 gr. í lögunum, Í samþykktum ráðsins í Reykjavík segir "4) Uppstillinganefnd er falið að setja saman sigurstranglega framboðslista vegna alþingiskosninga 2021 fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og bera þá upp fyrir Allsherjarfund FSR til samþykktar eigi síðar en 20. febrúar 2021". Þetta þýðir að bera eigi upp framboðslista sem tillögu. Samkvæmt öllum hefðum og fundarsköpum er fundarmönnum ætíð heimilt að bera fram tillögur til breytinga svo sem tillögu eða tillögur um breytingar á sætaskipun. Ekkert í flokkslögum bannar það. Það vissi nefndin líka. Þess vegna lét hún greiða atkvæði um báða listana í einu. Rvk.Suður og Rvk. Norður. 22 nöfn í hvoru kjördæmi. Kæmi fram tillaga um breytingar varð hún að vera um nýjan lista í báðum kjördæmum. Samtals 44 nöfn með skriflegu samþykki hvers og eins. Til að laumast enn frekar að lýðræðinu í Samfylkingunni var fundurinn auglýstur með skemmsta löglegum fyrirvara, sem eru tveir dagar. Enginn fékk að sjá nöfn frambjóðenda fyrr en eftir að fundur var settur. Þá mátti koma með tillögu um 44 ný nöfn, með skriflegu samþykki viðkomandi. Ekkert annað. Þetta var skrípaleikur. Hann segir allt sem segja þarf um lýðræði núverandi stjórnenda Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt stjórnkerfi flokksins er byggt á persónuvali ekki listakosningu Í grein 3.4. í reglunum um val á lista segir: „Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar“. Í starfsreglum í Reykjavík eru engin ákvæði um „listakjör“ eða „listaframboð“. Og ekkert ákvæði um, að til að breyta nafni eða röð á lista verði að bera fram tillögu með 44 nöfnum með samþykki hvers og eins. Þetta nýja „lýðræði“ er ömurleg afskræming á lýðræði jafnaðarmanna. Það eru afarkostir,sem hafa enga stoð, í lögum Samfylkingarinnar. Sé einhver ágreiningur um þetta eru flokkslögin með skýlaus ákvæði um hvernig með skuli fara. Grein 9.09 í flokkslögunum kveður á um að; komi upp ágreiningur innan kjördæmisráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins skal framkvæmdastjórn skera úr um. Spurt er. Mun framkvæmdastjórn sinna lykilskyldu sinni og skýra rétta niðurstöðu í þessu máli, eða stinga höfðinu í sandinn? Hallgrímur heitinn Pétursson, orti forðum. Vei þeim dómara er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Birgir Dýrfjörð Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Tillaga um skipan framboðslista á vegum Samfylkingarinnar á að vera um fólk og röðun þess í sæti á lista, en ekki endanleg og óbreytanleg niðurstaða. Ef svo hefði átt að vera hefði ekki þurft samþykki allsherjarfundar félaganna í kjördæminu, heldur einungis kynningarfund. Kjördæmisráðin en ekki vinnuhópar eða nefndir ákveða listana, og bjóða fram samkvæmt lögum flokksi snbr. 9.02 gr. í lögunum, Í samþykktum ráðsins í Reykjavík segir "4) Uppstillinganefnd er falið að setja saman sigurstranglega framboðslista vegna alþingiskosninga 2021 fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og bera þá upp fyrir Allsherjarfund FSR til samþykktar eigi síðar en 20. febrúar 2021". Þetta þýðir að bera eigi upp framboðslista sem tillögu. Samkvæmt öllum hefðum og fundarsköpum er fundarmönnum ætíð heimilt að bera fram tillögur til breytinga svo sem tillögu eða tillögur um breytingar á sætaskipun. Ekkert í flokkslögum bannar það. Það vissi nefndin líka. Þess vegna lét hún greiða atkvæði um báða listana í einu. Rvk.Suður og Rvk. Norður. 22 nöfn í hvoru kjördæmi. Kæmi fram tillaga um breytingar varð hún að vera um nýjan lista í báðum kjördæmum. Samtals 44 nöfn með skriflegu samþykki hvers og eins. Til að laumast enn frekar að lýðræðinu í Samfylkingunni var fundurinn auglýstur með skemmsta löglegum fyrirvara, sem eru tveir dagar. Enginn fékk að sjá nöfn frambjóðenda fyrr en eftir að fundur var settur. Þá mátti koma með tillögu um 44 ný nöfn, með skriflegu samþykki viðkomandi. Ekkert annað. Þetta var skrípaleikur. Hann segir allt sem segja þarf um lýðræði núverandi stjórnenda Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt stjórnkerfi flokksins er byggt á persónuvali ekki listakosningu Í grein 3.4. í reglunum um val á lista segir: „Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar“. Í starfsreglum í Reykjavík eru engin ákvæði um „listakjör“ eða „listaframboð“. Og ekkert ákvæði um, að til að breyta nafni eða röð á lista verði að bera fram tillögu með 44 nöfnum með samþykki hvers og eins. Þetta nýja „lýðræði“ er ömurleg afskræming á lýðræði jafnaðarmanna. Það eru afarkostir,sem hafa enga stoð, í lögum Samfylkingarinnar. Sé einhver ágreiningur um þetta eru flokkslögin með skýlaus ákvæði um hvernig með skuli fara. Grein 9.09 í flokkslögunum kveður á um að; komi upp ágreiningur innan kjördæmisráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins skal framkvæmdastjórn skera úr um. Spurt er. Mun framkvæmdastjórn sinna lykilskyldu sinni og skýra rétta niðurstöðu í þessu máli, eða stinga höfðinu í sandinn? Hallgrímur heitinn Pétursson, orti forðum. Vei þeim dómara er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar