Erlent

Bitin í rassinn af birni

Samúel Karl Ólason skrifar
Þegar birti sáust bjarnarspor víða í kringum tjaldið og tveimur dögum seinna barst dýraeftirliti Alaska tilkynning um björn skammt frá staðnum þar sem Shannon taldi sig hafa verið bitna í rassinn.
Þegar birti sáust bjarnarspor víða í kringum tjaldið og tveimur dögum seinna barst dýraeftirliti Alaska tilkynning um björn skammt frá staðnum þar sem Shannon taldi sig hafa verið bitna í rassinn. AP/Erik Stevens/Julia Heinz

Kona sem var í útilegu í Alaska í síðustu viku særðist á rassi þegar hún gekk örna sinna í kamri í óbyggðum ríkisins og telur að björn, sem var búinn að koma sér fyrir í kamrinum, hafi bitið sig.

Í samtali við AP fréttaveituna segir Shannon Stevens frá því að hún hafi verið í útilegu með bróður sínum og kærustu hans. Snemma að morgni 13. febrúar fór hún út á kamarinn, og um leið og hún settist niður segist hún hafa fundið eitthvað bíta sig í rassinn.

Hún öskraði og bróður hennar Erik kom hlaupandi. Í fyrstu töldu þau að eitthvað lítið dýr, eins og íkorni eða minkur hefði bitið hana en þegar bróðir konunnar lyfti setu kamarsins horfði hann beint framan í björn. Þau hlupu því inn í tjaldið og hlúðu að sári Stevens, sem var ekki alvarlegt.

Sjá einnig: Tvisvar bitinn í typpið af kónguló

Þegar birti til og þau fóru út úr tjaldinu sáu þau bjarnaspor í kringum tjaldið en björninn var farinn. Þau telja að björninn hafi komist inn í kamarinn í gegnum gat aftan á honum.

Dýralífssérfræðingurinn Carl Koch segir að líklega sé um svartbjörn að ræða. Hann vinnur hjá dýraeftirliti Alaska og segir að honum hafi borist önnur tilkynning um svartbjörn á svæðinu tveimur dögum seinna.

Sjá einnig: Bitinn í typpið af snáki sem kom upp úr klósettinu

Koch segir þar að auki að líklega hafi björninn ekki bitið Stevens í rassinn, heldur klórað hana. Hvort sem er, hafi hann aldrei heyrt annað eins. Eftir því sem hann best viti sé Stevens sú eina í heiminum sem hafi lent í þessu að vetri til.

Þessi björn ætti að vera í dvala en Koch segir að mögulega hafi hann ekki geta byggt upp nógu mikla fitu til að halda sér í dvala allan veturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×