„Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2021 12:31 Sigrún Ósk fer að stað með nýja þáttaröð af Leitin af upprunanum. Mynd/ Baldur Kristjánsson „Eðli málsins samkvæmt þá gátum við ekki þvælst um allan heim á síðasta ári frekar en aðrir. Það gaf okkur hins vegar tækifæri til að fara í vinnslu á þáttaröð sem hefur verið á hugmyndaborðinu í þónokkurn tíma, það er að heimsækja valda viðmælendur aftur til að forvitnast um hvernig allt hefur gengið frá því við sáum þá síðast á skjánum,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer af stað með nýja þáttaröð af Leitin af upprunanum á sunnudagskvöldið á Stöð 2. „Ég fæ nefnilega reglulega spurningar sem snúa að því og ég veit að marga langar að vita hvað er að frétta, hvort þetta fólk heldur sambandi við ættingja sína, hvort það er að aðstoða þá fjárhagslega og svo framvegis. Ég lofa því að margt mun koma á óvart í þeirri upprifjun. Inn í þetta ákváðum við að blanda sögum af fólki sem sat heima, horfði á þættina og ákvað að fara sjálft af stað í upprunaleit. Það eru nefnilega til ansi margar slíkar sögur sem hafa ekki verið sagðar opinberlega. Stórmerkilegar sögur sem ég er mjög upp með mér að fá að segja.“ Sigrún segir að líklega hafi mesta áskorunin að velja fólk til að hitta aftur. „Dálítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. En ég á þá bara inni að hitta restina af hópnum einhvern tímann seinna.“ Sögurnar í þáttunum hafa oftar en ekki verið alveg hreint magnaðar og skilja áhorfendur stundum eftir í tárum. Heimurinn verður lítill „Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við að horfa á þessa þáttaröð. Margar þessar frásagnir eru lyginni líkastar, það virðist hreinlega fylgja þessum þáttum. Heimurinn verður svo undarlega lítill og svo margt sem virðist hreinlega skrifað í skýin.“ Í fyrsta þættinum sem er á dagskrá á sunnudag hittir Sigrún Brynju Dan. „Hún var í allra fyrsta þættinum sem var sýndur fyrir tæpum fimm árum og þar er mjög margt að frétta. Það er gaman að geta tengt sögu hennar við Söru Benediktsdóttur, sem er fædd 1985 og ættleidd frá Sri Lanka, nákvæmlega eins og Brynja. Hún horfði á þáttinn hennar Brynju og það leið ekki sólarhringur þar til hún var búin að setja allt á fullt í sinni eigin upprunaleit. Svo verður fólk bara að horfa til að fá að vita meira um hvernig það fór.“ Fyrsti þátturinn er klukkan 19:05 en hægt er að horfa á alla þættina af Leitin af upprunanum á Stöð 2+. Leitin að upprunanum Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
„Ég fæ nefnilega reglulega spurningar sem snúa að því og ég veit að marga langar að vita hvað er að frétta, hvort þetta fólk heldur sambandi við ættingja sína, hvort það er að aðstoða þá fjárhagslega og svo framvegis. Ég lofa því að margt mun koma á óvart í þeirri upprifjun. Inn í þetta ákváðum við að blanda sögum af fólki sem sat heima, horfði á þættina og ákvað að fara sjálft af stað í upprunaleit. Það eru nefnilega til ansi margar slíkar sögur sem hafa ekki verið sagðar opinberlega. Stórmerkilegar sögur sem ég er mjög upp með mér að fá að segja.“ Sigrún segir að líklega hafi mesta áskorunin að velja fólk til að hitta aftur. „Dálítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. En ég á þá bara inni að hitta restina af hópnum einhvern tímann seinna.“ Sögurnar í þáttunum hafa oftar en ekki verið alveg hreint magnaðar og skilja áhorfendur stundum eftir í tárum. Heimurinn verður lítill „Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við að horfa á þessa þáttaröð. Margar þessar frásagnir eru lyginni líkastar, það virðist hreinlega fylgja þessum þáttum. Heimurinn verður svo undarlega lítill og svo margt sem virðist hreinlega skrifað í skýin.“ Í fyrsta þættinum sem er á dagskrá á sunnudag hittir Sigrún Brynju Dan. „Hún var í allra fyrsta þættinum sem var sýndur fyrir tæpum fimm árum og þar er mjög margt að frétta. Það er gaman að geta tengt sögu hennar við Söru Benediktsdóttur, sem er fædd 1985 og ættleidd frá Sri Lanka, nákvæmlega eins og Brynja. Hún horfði á þáttinn hennar Brynju og það leið ekki sólarhringur þar til hún var búin að setja allt á fullt í sinni eigin upprunaleit. Svo verður fólk bara að horfa til að fá að vita meira um hvernig það fór.“ Fyrsti þátturinn er klukkan 19:05 en hægt er að horfa á alla þættina af Leitin af upprunanum á Stöð 2+.
Leitin að upprunanum Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira