Erlent

Dæmdur fyrir að hósta á lög­reglu og hrópa „kóróna“

Atli Ísleifsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Árósum á Jótlandi í mars á síðasta ári.
Atvikið átti sér stað í Árósum á Jótlandi í mars á síðasta ári. Getty

Hæstiréttur í Danmörku hefur dæmt tvítugan karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa hóstað á tvo lögreglumenn og hrópað „kóróna“. Maðurinn er dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni, en sömuleiðis fyrir að hafa flúið frá lögreglustöð.

Atvikið átti sér stað í mars á síðasta ári í Árósum. Var maðurinn farþegi í bíl sem lögregla stöðvaði við reglubundið eftirlit.

Maðurinn, sem var ekki smitaður af kórónuveirunni, viðurkennir að hafa hóstað á lögreglumennina og að því loknu hrópað „kóróna“. 

Við meðferð málsins kenndi maðurinn því um að hafa verið ölvaður og þar með sýnt af sér dómgreindarbrest.

Maðurinn var sýknaður í lægsta dómstigi, en málinu var svo áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í millidómstigi, en Hæstiréttur landsins þyngdi svo í morgun dóminn yfir manninum í fjögurra mánuða fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×