Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 11:52 Kínverjar á netinu. AP/Andy Wong Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. Reglur sem settar voru á árið 2017 gerðu öllum þeim sem vildu tjá sig um stjórnmál og málefni hernaðar, að hafa leyfi frá yfirvöldum til að gera það. Þeim reglum hefur þó lítið verið framfylgt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nú hafa ráðmenn þó lagt á nýjar reglur um að þeir sem vilji tjá sig um heilbrigðismál, efnahagsmál, menntamál og málefni dómstóla einnig að fá leyfi yfirvalda. Mögulegt er að einungis ríkismiðlar og málpípur yfirvalda muni fá leyfi til að tjá sig og þar með komast í gegnum ritskoðun kínverskra yfirvalda. Ma Xiaolin hefur lengi skrifað um málefni Mið-Austurlanda á Weibo, kínverskum samfélagsmiðli, og hafa tvær milljónir manna fylgst með skrifum hans. Nú nýverið sagði hann þó frá því að starfsmenn Weibo hefðu haft samband við sig og beðið hann um að deila ekki lengur skrifum sínum um stjórnmál, efnahagsmál og hernað. Wang Gaofei, forstjóri Weibo, svaraði færslu Ma og sagði að fólk mætti áfram tjá sig um fréttir ríkismiðla Kína. Bloggarar mættu hins vegar ekki segja fréttir sjálfir. Herða reglur vagna faraldursins Breytingarnar eru í takt við áherslur ríkisstjórnar Xi Jinpin, forseta Kína, en faraldur nýju kórónuveirunnar er talinn hafa hraðað reglunum. Fyrstu fréttirnar af faraldrinum kom að miklu leyti frá netverjum sem deildu fréttum og orðrómum sín á milli. Í yfirlýsingu frá netöryggisstofnun Kína, sem AP vitnar í, segir að breytingarnar eigi að stýra almenningsáliti í rétta átt. Stofnunin tilkynnti í upphafi mánaðarins að í febrúar færi fram hreinsun á kínverskum leitarvélum og samfélagsmiðlum, í takt við nýju reglurnar. Einn viðmælandi AP, prófessor við Berkley háskólann sem sérhæfir sig í ritskoðun segir að um stærðarinnar herferð sé að ræða. Hún beinist ekki gegn fólki sem hafi verið að talað gegn yfirvöldum í Kína, heldur almennum netverjum sem hafi jafnvel passað sig á því að tala ekki gegn yfirvöldum. Kína Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Reglur sem settar voru á árið 2017 gerðu öllum þeim sem vildu tjá sig um stjórnmál og málefni hernaðar, að hafa leyfi frá yfirvöldum til að gera það. Þeim reglum hefur þó lítið verið framfylgt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nú hafa ráðmenn þó lagt á nýjar reglur um að þeir sem vilji tjá sig um heilbrigðismál, efnahagsmál, menntamál og málefni dómstóla einnig að fá leyfi yfirvalda. Mögulegt er að einungis ríkismiðlar og málpípur yfirvalda muni fá leyfi til að tjá sig og þar með komast í gegnum ritskoðun kínverskra yfirvalda. Ma Xiaolin hefur lengi skrifað um málefni Mið-Austurlanda á Weibo, kínverskum samfélagsmiðli, og hafa tvær milljónir manna fylgst með skrifum hans. Nú nýverið sagði hann þó frá því að starfsmenn Weibo hefðu haft samband við sig og beðið hann um að deila ekki lengur skrifum sínum um stjórnmál, efnahagsmál og hernað. Wang Gaofei, forstjóri Weibo, svaraði færslu Ma og sagði að fólk mætti áfram tjá sig um fréttir ríkismiðla Kína. Bloggarar mættu hins vegar ekki segja fréttir sjálfir. Herða reglur vagna faraldursins Breytingarnar eru í takt við áherslur ríkisstjórnar Xi Jinpin, forseta Kína, en faraldur nýju kórónuveirunnar er talinn hafa hraðað reglunum. Fyrstu fréttirnar af faraldrinum kom að miklu leyti frá netverjum sem deildu fréttum og orðrómum sín á milli. Í yfirlýsingu frá netöryggisstofnun Kína, sem AP vitnar í, segir að breytingarnar eigi að stýra almenningsáliti í rétta átt. Stofnunin tilkynnti í upphafi mánaðarins að í febrúar færi fram hreinsun á kínverskum leitarvélum og samfélagsmiðlum, í takt við nýju reglurnar. Einn viðmælandi AP, prófessor við Berkley háskólann sem sérhæfir sig í ritskoðun segir að um stærðarinnar herferð sé að ræða. Hún beinist ekki gegn fólki sem hafi verið að talað gegn yfirvöldum í Kína, heldur almennum netverjum sem hafi jafnvel passað sig á því að tala ekki gegn yfirvöldum.
Kína Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira