Sonur Aguero er barnabarn Maradona og guðsonur Messi en vill vera eins og Vardy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 12:31 Benjamin Aguero með afa sínum, Diego Maradona heitnum, fyrir nokkrum árum síðan. Getty/Gabriel Rossi Benjamin Aguero hefur betri ættartengsl en flestir fótboltamenn en ein stærsta fyrirmyndin hans kemur út allt annarri átt en úr hans heimsfrægu fjölskyldu. Benjamin Aguero á einn besta framherja í sögu ensku úrvalsdeildarinnar fyrir föður í Sergio Aguero og hann afi hans er Diego Armando Maradona, einn besti fótboltamaður sögunnar. Þá má ekki gleyma því að Lionel Messi er guðfaðir hans. Fyrirmyndin hjá hinum ellefu ára gamla Benjamin Aguero er þó ekki Aguero, Maradona eða Messi. Nei einn af hans uppáhaldsleikmönnum er Jamie Vardy, framherji Leicester City. Sergio Aguero sagði frá hrifningu sonar síns á Vardy í Amazon Prime heimildarmyndinni „All or Nothing“ og þá sérstaklega fyrirmælunum sem hann fékk frá syninum fyrir leik á móti Leicester. Benjamin Aguero is: The son of Sergio Aguero Grandson of Diego Maradona Godson of Lionel Messi But his idol is Jamie Vardy. He even begged his dad to bring him his shirt home. https://t.co/IaNia5U4vG— SPORTbible (@sportbible) February 17, 2021 Sergio Aguero skoraði þrennu í 5-1 sigri á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni árð 2018 en eftir leikinn snerist allt um að að komast yfir treyju Vardy. Það var að beiðni stráksins hans. „Sonur minn bað um hana,“ sagði Sergio Aguero við myndavélarnar inn í búningsklefanum. „Hann sendi mér skilaboð og bað um treyju Vardy,“ bætti Aguero við. Jamie Vardy hefur líka gert sitt til að heilla strákinn enda með 115 mörk í 231 úrvalsdeildarleik þar af 37 mörk á móti stóru liðunum sex. Sá eini sem hefur skorað fleiri mörk á móti risunum er Aguero eldri með 54 mörk. Aguero yngri er líka mikill aðdáandi Kylian Mbappe hjá Paris Saint Germain eins og faðir hans sagði frá á Instagram á sínum tíma. „Benja var alltaf hrifinn af David Silva og nú er hann að tala mikið um Mbappe. Hann er hrifinn af leikmönnum sem kunna að fara vel með boltann,“ svaraði Aguero. Hrifning hans á Kylian Mbappe hefur örugglega ekki minnkað eftir frammistöðu Mbappe á móti guðföðurnum í gærkvöldi. Enski boltinn Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Benjamin Aguero á einn besta framherja í sögu ensku úrvalsdeildarinnar fyrir föður í Sergio Aguero og hann afi hans er Diego Armando Maradona, einn besti fótboltamaður sögunnar. Þá má ekki gleyma því að Lionel Messi er guðfaðir hans. Fyrirmyndin hjá hinum ellefu ára gamla Benjamin Aguero er þó ekki Aguero, Maradona eða Messi. Nei einn af hans uppáhaldsleikmönnum er Jamie Vardy, framherji Leicester City. Sergio Aguero sagði frá hrifningu sonar síns á Vardy í Amazon Prime heimildarmyndinni „All or Nothing“ og þá sérstaklega fyrirmælunum sem hann fékk frá syninum fyrir leik á móti Leicester. Benjamin Aguero is: The son of Sergio Aguero Grandson of Diego Maradona Godson of Lionel Messi But his idol is Jamie Vardy. He even begged his dad to bring him his shirt home. https://t.co/IaNia5U4vG— SPORTbible (@sportbible) February 17, 2021 Sergio Aguero skoraði þrennu í 5-1 sigri á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni árð 2018 en eftir leikinn snerist allt um að að komast yfir treyju Vardy. Það var að beiðni stráksins hans. „Sonur minn bað um hana,“ sagði Sergio Aguero við myndavélarnar inn í búningsklefanum. „Hann sendi mér skilaboð og bað um treyju Vardy,“ bætti Aguero við. Jamie Vardy hefur líka gert sitt til að heilla strákinn enda með 115 mörk í 231 úrvalsdeildarleik þar af 37 mörk á móti stóru liðunum sex. Sá eini sem hefur skorað fleiri mörk á móti risunum er Aguero eldri með 54 mörk. Aguero yngri er líka mikill aðdáandi Kylian Mbappe hjá Paris Saint Germain eins og faðir hans sagði frá á Instagram á sínum tíma. „Benja var alltaf hrifinn af David Silva og nú er hann að tala mikið um Mbappe. Hann er hrifinn af leikmönnum sem kunna að fara vel með boltann,“ svaraði Aguero. Hrifning hans á Kylian Mbappe hefur örugglega ekki minnkað eftir frammistöðu Mbappe á móti guðföðurnum í gærkvöldi.
Enski boltinn Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti