Segir Liverpool enn eiga möguleika á því að bjarga tímabilinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 16:00 Leikmenn Liverpool þurfa að gera betur en að undanförnu ef liðið á að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Getty/Andrew Powell Liverpool skiptir í kvöld úr vandræðum sínum í ensku úrvalsdeildinni yfir í Meistaradeildina þar sem liðið vonast til betri úrslitum en að undanförnu. Nú er aftur á móti tími til að sjá hvort vandamálin fylgi liðinu líka til Evrópu. John Aldridge, fyrrum markakóngur hjá Liverpool, segir að það sé enn tími fyrir Liverpool til að bjarga tímabilinu. Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnunum. Liverpool var á toppnum eftir 7-0 sigur á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól en hefur síðan aðeins náð í 9 stig í tíu leikjum eða minna en eitt stig að meðaltali í leik. Framundan er fyrri leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. RB Leipzig er í öðru sæti í þýsku deildinni og hefur fjóra síðustu leiki sína í öllum keppnum með markatölunni 10-1. John Aldridge: 'Liverpool still have one big chance to save their season and they have to take it against Leipzig'@Realaldo474 https://t.co/mRf6bq42TP pic.twitter.com/YxZblcTknW— Independent Sport (@IndoSport) February 15, 2021 John Aldridge segir leikinn í kvöld vera fyrsta skrefið fyrir Liverpool menn til að bjarga tímabilinu. Liverpool á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina en það er stór titill í boði í Meistaradeildinni. Aldridge telur sig ekki hafa séð gefa jafnmikið eftir og Liverpool hafi gert á síðustu tveimur mánuðum, farið úr því að líta út fyrir að vera að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í desember í það að detta alla leið niður í sjötta sæti eins og staðan er núna. Fyrir vikið er Jürgen Klopp í nýrri stöðu í leiknum í kvöld. Hann veit ekki lengur hvar hann hefur liðið sitt og það er örugglega óþægileg staða. Hann hefur undanfarin þrjú ár oftast getað treyst á sína menn í stóru leikjunum en nú er óvissan mikil. Liverpool started the day fourth in the Premier League.They end the day in sixth and outside of European spots pic.twitter.com/rh30H5Ebyi— B/R Football (@brfootball) February 15, 2021 Að mati Aldridge er Meistaradeildin aftur á móti kjörinn vettvangur til að finna taktinn á nýjan leik og bjarga tímabilinu með góðum árangri þar. Aldridge sem varð enskur meistari og enskur bikarmeistari með Liverpool á sínum tíma en fékk ekki tækifæri til að spila með liðinu í Evrópukeppni því ensku liðin voru í banni á þeim tíma. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira
John Aldridge, fyrrum markakóngur hjá Liverpool, segir að það sé enn tími fyrir Liverpool til að bjarga tímabilinu. Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnunum. Liverpool var á toppnum eftir 7-0 sigur á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól en hefur síðan aðeins náð í 9 stig í tíu leikjum eða minna en eitt stig að meðaltali í leik. Framundan er fyrri leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. RB Leipzig er í öðru sæti í þýsku deildinni og hefur fjóra síðustu leiki sína í öllum keppnum með markatölunni 10-1. John Aldridge: 'Liverpool still have one big chance to save their season and they have to take it against Leipzig'@Realaldo474 https://t.co/mRf6bq42TP pic.twitter.com/YxZblcTknW— Independent Sport (@IndoSport) February 15, 2021 John Aldridge segir leikinn í kvöld vera fyrsta skrefið fyrir Liverpool menn til að bjarga tímabilinu. Liverpool á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina en það er stór titill í boði í Meistaradeildinni. Aldridge telur sig ekki hafa séð gefa jafnmikið eftir og Liverpool hafi gert á síðustu tveimur mánuðum, farið úr því að líta út fyrir að vera að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í desember í það að detta alla leið niður í sjötta sæti eins og staðan er núna. Fyrir vikið er Jürgen Klopp í nýrri stöðu í leiknum í kvöld. Hann veit ekki lengur hvar hann hefur liðið sitt og það er örugglega óþægileg staða. Hann hefur undanfarin þrjú ár oftast getað treyst á sína menn í stóru leikjunum en nú er óvissan mikil. Liverpool started the day fourth in the Premier League.They end the day in sixth and outside of European spots pic.twitter.com/rh30H5Ebyi— B/R Football (@brfootball) February 15, 2021 Að mati Aldridge er Meistaradeildin aftur á móti kjörinn vettvangur til að finna taktinn á nýjan leik og bjarga tímabilinu með góðum árangri þar. Aldridge sem varð enskur meistari og enskur bikarmeistari með Liverpool á sínum tíma en fékk ekki tækifæri til að spila með liðinu í Evrópukeppni því ensku liðin voru í banni á þeim tíma. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira