Lífið

Harry og Meghan eiga von á öðru barni

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, eiga von á sínu öðru barni.
Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, eiga von á sínu öðru barni. Getty/Chris Jackson

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, eiga von á sínu öðru barni. Þetta staðfestir talsmaður hjónanna sem segir að sonur þeirra Archie sé nú að verða stóri bróðir.

Parið birti svarthvíta mynd af sér hvar þau sjást sitja undir tré og virðast njóta samveru hvers annars. Meghan liggur í kjöltu síns heittelskaða á myndinni og tyllir hönd sinni á óléttu-bumbuna á meðan Harry strýkur henni um höfuðið.

„Við getum staðfest að Archie er að verða stóri bróðir. Hertogahjónin af Sussex eru yfir sig hamingjusöm með að eiga von á sínu öðru barni,“ segir í yfirlýsingu talsmanns þeirra að því er fram kemur í frétt Sky News. Í júlí í fyrra missti Meghan fóstur en hún greindi frá sorginni sem því fylgdi í viðtali við New York Times.

Parið sagði skilið við allar konunglegar skyldur í mars í fyrra og kaus að lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi, án þess að þiggja konunglegar greiðslur. Þau búa nú í Montecito í Kaliforníu í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×