Loftslagshamfarir og landnotkun Ida Karólína Harris skrifar 13. febrúar 2021 19:01 Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. Þetta er ekki satt, í raun og veru erum við, Íslendingar, að losa gríðarlega mikið á höfðatölu. Það eru margir flokkar af losun, þar að meðal landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) sem er mjög mikilvægur flokkur á Íslandi. Losun og binding frá landnotkun (LULUCF) fellur ekki undir losun á beina ábyrgð stjórnvalda í landsmarkmiði okkar til Parísarsáttmálans, að mestu leyti er það gott. Annars myndu sum lönd þurfa að gera mjög lítið til að ná markmiðinu sínu vegna stórra skóga sem draga til sín CO2 þannig að nettó losun þeirra væri lítil. Ef landnotkun (LULUCF) væri ekki aðskilin frá annari losun hefði það slæm áhrif á útkomuna vegna þess að mörg þessara landa eru samt að menga gríðarlega mikið sem hefur slæm áhrif á lífríki og vistkerfi. Hér á Íslandi er sagan aðeins öðruvísi. Samkvæmt Umhverfisstofnun var losun Íslands árið 2018 rétt undir fimm þúsund kt. af CO2 ígildum ef landnotkun (LULUCF) er ekki tekin með en um leið og maður bætir henni við fer losun Íslands næstum því í fjórtán þúsund kt. af CO2 ígildum. Við á Íslandi þurfum að taka ábyrgð á allri losun okkar og gera þetta af eigin vilja, þrátt fyrir að það falli ekki undir losun á beinni ábyrgð stjórnvalda í Parísarsáttmálanum. Á Íslandi eru áætlað að það séu um 3500km2 af framræstu landi og aðeins 390km2 nýttir til ræktunar (tún og akrar). Það hefur verið ráðist í yfir 30 verkefni til að endurheimta votlendi á Íslandi og það er áætlað að það hafi aðeins tekist að endurheimta 7km2 votlendis. Náttúruverndarlög, skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum og fjórir alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að fjalla um vernd og endurheimt votlendis. Það er komið að okkur, sem þjóð, að taka ábyrgð á losun okkar. Við þurfum að gera það sem þarf til þess að minnka losun á Íslandi, sama hvaða losunarflokki losunin tilheyrir og hvar bein ábyrgð liggur í alþjóðlegum samningum. Höfundur er stjórnarmeðlimur Ungra umhverfissinna og grunnskólanemi. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. Þetta er ekki satt, í raun og veru erum við, Íslendingar, að losa gríðarlega mikið á höfðatölu. Það eru margir flokkar af losun, þar að meðal landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) sem er mjög mikilvægur flokkur á Íslandi. Losun og binding frá landnotkun (LULUCF) fellur ekki undir losun á beina ábyrgð stjórnvalda í landsmarkmiði okkar til Parísarsáttmálans, að mestu leyti er það gott. Annars myndu sum lönd þurfa að gera mjög lítið til að ná markmiðinu sínu vegna stórra skóga sem draga til sín CO2 þannig að nettó losun þeirra væri lítil. Ef landnotkun (LULUCF) væri ekki aðskilin frá annari losun hefði það slæm áhrif á útkomuna vegna þess að mörg þessara landa eru samt að menga gríðarlega mikið sem hefur slæm áhrif á lífríki og vistkerfi. Hér á Íslandi er sagan aðeins öðruvísi. Samkvæmt Umhverfisstofnun var losun Íslands árið 2018 rétt undir fimm þúsund kt. af CO2 ígildum ef landnotkun (LULUCF) er ekki tekin með en um leið og maður bætir henni við fer losun Íslands næstum því í fjórtán þúsund kt. af CO2 ígildum. Við á Íslandi þurfum að taka ábyrgð á allri losun okkar og gera þetta af eigin vilja, þrátt fyrir að það falli ekki undir losun á beinni ábyrgð stjórnvalda í Parísarsáttmálanum. Á Íslandi eru áætlað að það séu um 3500km2 af framræstu landi og aðeins 390km2 nýttir til ræktunar (tún og akrar). Það hefur verið ráðist í yfir 30 verkefni til að endurheimta votlendi á Íslandi og það er áætlað að það hafi aðeins tekist að endurheimta 7km2 votlendis. Náttúruverndarlög, skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum og fjórir alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að fjalla um vernd og endurheimt votlendis. Það er komið að okkur, sem þjóð, að taka ábyrgð á losun okkar. Við þurfum að gera það sem þarf til þess að minnka losun á Íslandi, sama hvaða losunarflokki losunin tilheyrir og hvar bein ábyrgð liggur í alþjóðlegum samningum. Höfundur er stjórnarmeðlimur Ungra umhverfissinna og grunnskólanemi. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun