Að bera saman epli og appelsínur – veiðigjöld á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi Helgi Áss Grétarsson skrifar 13. febrúar 2021 13:30 Í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. fullyrti Daði Már Kristófersson m.a. að vitað væri frá „reynslu nágrannalandanna“ að hægt væri að taka upp veiðigjöld hér á landi sem gæfu betri raun. Daði var kynntur í viðtalinu sem háskólaprófessor en einnig kom fram að hann væri varaformaður Viðreisnar. Nálgun Daða sem stjórnmálamanns, um hvað sé vitað og hver sé reynsla nágrannalanda í álagningu veiðigjalda, geri ég engar athugasemdir við. Á hinn bóginn var hann kynntur sem háskólaprófessor í téðu sjónvarpsviðtali og bar honum því að gæta ákveðinnar hlutlægni. Þar sem ég þekki til málaflokksins taldi ég brýnt að koma á framfæri athugasemdum við málflutning háskólaprófessorsins, sbr. grein sem ég birti á visir.is 11. febrúar síðastliðinn. Degi síðar birti Daði grein á sama vettvangi þar sem hann skýrði mál sitt nánar en þó var sá munur á að ótvírætt var að hann setti fram þá skoðanir og upplýsingar sem stjórnmálamaður. Víkjum nú nánar efnislega að grein Daða sl. föstudag. Færeyjar og Grænland eru þá samanburðarríkin Með grein Daða sl. föstudag var birt mynd af töku veiðigjalda á árunum 2013-2018 á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Sé litið til þessara talna eingöngu, sem ég hef ekki forsendur til að vefengja, voru veiðigjöld hér á landi jafnan lægri en í þessum tveim nágrannalöndum á fyrrnefndu tímabili. Af þessari tölulegu framsetningu dregur Daði m.a. þá ályktun að varla sé hægt að halda „því fram að veiðigjöld á Íslandi séu óeðlilega há ef verr rekinn sjávarútvegur nágrannalandanna greiðir meira“. Þessi hóflega ályktun stjórnmálamannsins getur sannfært marga um þörfina á að hækka veiðigjöldin hér á landi og satt best að segja hef ég ekki sterka skoðun á því málefni, enda hefur Alþingi alltaf getað hækkað eða lækka skatta, það sama á við um veiðigjöld eins og aðra skatta. Það sem ég hef hins vegar skoðun á er aðferðin sem Daði beitir við að rökstyðja mál sitt. Hann velur tvö lönd og ber þau saman við aðstæður á Íslandi. Í flestum málaflokkum berum við okkur saman við önnur lönd á Norðurlöndum eða þá annars staðar í Evrópu en í þessu tilviki á að styðjast við fordæmi úr samfélögum sem eru jafnvel smærri en örríkið Ísland. Þessu til viðbótar er í nálgun Daða stuðst við hráar tölur um öflun veiðigjaldstekna í löndunum þrem en að takmörkuðu leyti er gerð grein fyrir ólíkum aðstæðum í vestnorrænu ríkjunum og hvaða áhrif veiðigjaldsstefnurnar hafa í þeim, að teknu tilliti til allra þátta. Með síðastnefnda atriðinu er m.a. átt við þau margfeldisáhrif sem starfsemi grunnatvinnuvegs eins og sjávarútvegs hefur í samanburði við margar aðrar atvinnugreinar. Skýrum þetta aðeins nánar. Nánar um aðstæður á Grænlandi og í Færeyjum Grænlesk fiskveiðistjórn tekur mið af þeim veruleika að um langt árabil hefur grænlenska landsstjórnin selt erlendum aðilum aðgang að verulegum hluta aflaheimilda innan sinnar efnahagslögsögu. Þótt grænlesk yfirvöld afli sér þannig tekna þá missa sömu yfirvöld af tekjumöguleikum sem fylgja því að fiskiskip landi afla í landi, sá afli sé unninn, fluttur og markaðssettur fyrir hagkvæma erlenda markaði. Þjónustugreinar tengdar sjávarútvegi, svo sem þær greinar sem sjá um viðhald skipa og veiðarfæra, verða einnig smærri í sniðum. Efnahagslegu umsvifin sem tengjast fiskveiðum í sjó margfaldast því ekki og heildartekjur hins opinbera verða því fyrir vikið lægri. Reikna þarf dæmið til enda. Í Færeyjum er eingöngu tekið gjald af nýtingu fáeinna nytjastofna sjávar á meðan veiðigjaldakerfið hér á landi tekur að meginstefnu til veiða á öllum nytjastofnum. Séu aflaheimildir í Færeyjum keyptar á uppboði má nýta andvirðið til að lækka laun sjómanna. Mér vitanlega er óheimilt hér á landi að lækka laun sjómanna á grundvelli álagðra veiðigjalda. Fleiri atriði mætti nefna sem gerir það vandmeðfarið að bera saman íslenska veiðigjaldskerfið við það færeyska en aðalatriðið þó er að á engan hátt er vitað, frá fræðilegum sjónarmiðum, að færeyska leiðin hafi gefið betri raun en sú íslenska, m.a. vegna skorts á samanburði á þeim áhrifum sem kerfin tvö hafa haft margfeldisáhrif fiskveiðanna. Að endingu, um eplin og appelsínurnar Það er jafnan talið vinsælt hér á landi af fjölmennum hópi fólks að gera starfsemi sjávarútvegs með einhverjum hætti tortryggilegan. Slík tilhneiging ýtir undir að settar eru fram pólitískar hugmyndir um að hækka eigi álögur á þessa atvinnugrein, hvort sem það verður gert í formi hærra skatta eða uppboðs á aflaheimildum. Gott og vel. Mikilvægt er að ræða þetta efni en það á vart að gera með því að bera saman aðstæður í ólíkum ríkjum á þann hátt að helst líkist samanburði á epli og appelsínum. Það er hvorki rökrétt né sanngjarnt. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skattar og tollar Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. fullyrti Daði Már Kristófersson m.a. að vitað væri frá „reynslu nágrannalandanna“ að hægt væri að taka upp veiðigjöld hér á landi sem gæfu betri raun. Daði var kynntur í viðtalinu sem háskólaprófessor en einnig kom fram að hann væri varaformaður Viðreisnar. Nálgun Daða sem stjórnmálamanns, um hvað sé vitað og hver sé reynsla nágrannalanda í álagningu veiðigjalda, geri ég engar athugasemdir við. Á hinn bóginn var hann kynntur sem háskólaprófessor í téðu sjónvarpsviðtali og bar honum því að gæta ákveðinnar hlutlægni. Þar sem ég þekki til málaflokksins taldi ég brýnt að koma á framfæri athugasemdum við málflutning háskólaprófessorsins, sbr. grein sem ég birti á visir.is 11. febrúar síðastliðinn. Degi síðar birti Daði grein á sama vettvangi þar sem hann skýrði mál sitt nánar en þó var sá munur á að ótvírætt var að hann setti fram þá skoðanir og upplýsingar sem stjórnmálamaður. Víkjum nú nánar efnislega að grein Daða sl. föstudag. Færeyjar og Grænland eru þá samanburðarríkin Með grein Daða sl. föstudag var birt mynd af töku veiðigjalda á árunum 2013-2018 á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Sé litið til þessara talna eingöngu, sem ég hef ekki forsendur til að vefengja, voru veiðigjöld hér á landi jafnan lægri en í þessum tveim nágrannalöndum á fyrrnefndu tímabili. Af þessari tölulegu framsetningu dregur Daði m.a. þá ályktun að varla sé hægt að halda „því fram að veiðigjöld á Íslandi séu óeðlilega há ef verr rekinn sjávarútvegur nágrannalandanna greiðir meira“. Þessi hóflega ályktun stjórnmálamannsins getur sannfært marga um þörfina á að hækka veiðigjöldin hér á landi og satt best að segja hef ég ekki sterka skoðun á því málefni, enda hefur Alþingi alltaf getað hækkað eða lækka skatta, það sama á við um veiðigjöld eins og aðra skatta. Það sem ég hef hins vegar skoðun á er aðferðin sem Daði beitir við að rökstyðja mál sitt. Hann velur tvö lönd og ber þau saman við aðstæður á Íslandi. Í flestum málaflokkum berum við okkur saman við önnur lönd á Norðurlöndum eða þá annars staðar í Evrópu en í þessu tilviki á að styðjast við fordæmi úr samfélögum sem eru jafnvel smærri en örríkið Ísland. Þessu til viðbótar er í nálgun Daða stuðst við hráar tölur um öflun veiðigjaldstekna í löndunum þrem en að takmörkuðu leyti er gerð grein fyrir ólíkum aðstæðum í vestnorrænu ríkjunum og hvaða áhrif veiðigjaldsstefnurnar hafa í þeim, að teknu tilliti til allra þátta. Með síðastnefnda atriðinu er m.a. átt við þau margfeldisáhrif sem starfsemi grunnatvinnuvegs eins og sjávarútvegs hefur í samanburði við margar aðrar atvinnugreinar. Skýrum þetta aðeins nánar. Nánar um aðstæður á Grænlandi og í Færeyjum Grænlesk fiskveiðistjórn tekur mið af þeim veruleika að um langt árabil hefur grænlenska landsstjórnin selt erlendum aðilum aðgang að verulegum hluta aflaheimilda innan sinnar efnahagslögsögu. Þótt grænlesk yfirvöld afli sér þannig tekna þá missa sömu yfirvöld af tekjumöguleikum sem fylgja því að fiskiskip landi afla í landi, sá afli sé unninn, fluttur og markaðssettur fyrir hagkvæma erlenda markaði. Þjónustugreinar tengdar sjávarútvegi, svo sem þær greinar sem sjá um viðhald skipa og veiðarfæra, verða einnig smærri í sniðum. Efnahagslegu umsvifin sem tengjast fiskveiðum í sjó margfaldast því ekki og heildartekjur hins opinbera verða því fyrir vikið lægri. Reikna þarf dæmið til enda. Í Færeyjum er eingöngu tekið gjald af nýtingu fáeinna nytjastofna sjávar á meðan veiðigjaldakerfið hér á landi tekur að meginstefnu til veiða á öllum nytjastofnum. Séu aflaheimildir í Færeyjum keyptar á uppboði má nýta andvirðið til að lækka laun sjómanna. Mér vitanlega er óheimilt hér á landi að lækka laun sjómanna á grundvelli álagðra veiðigjalda. Fleiri atriði mætti nefna sem gerir það vandmeðfarið að bera saman íslenska veiðigjaldskerfið við það færeyska en aðalatriðið þó er að á engan hátt er vitað, frá fræðilegum sjónarmiðum, að færeyska leiðin hafi gefið betri raun en sú íslenska, m.a. vegna skorts á samanburði á þeim áhrifum sem kerfin tvö hafa haft margfeldisáhrif fiskveiðanna. Að endingu, um eplin og appelsínurnar Það er jafnan talið vinsælt hér á landi af fjölmennum hópi fólks að gera starfsemi sjávarútvegs með einhverjum hætti tortryggilegan. Slík tilhneiging ýtir undir að settar eru fram pólitískar hugmyndir um að hækka eigi álögur á þessa atvinnugrein, hvort sem það verður gert í formi hærra skatta eða uppboðs á aflaheimildum. Gott og vel. Mikilvægt er að ræða þetta efni en það á vart að gera með því að bera saman aðstæður í ólíkum ríkjum á þann hátt að helst líkist samanburði á epli og appelsínum. Það er hvorki rökrétt né sanngjarnt. Höfundur er lögfræðingur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun