Körfubolti

„Það verður að hrósa Darra fyrir akkúrat þetta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Darri Freyr tók við stjórnartaumunum hjá KR í sumar.
Darri Freyr tók við stjórnartaumunum hjá KR í sumar. vísir/vilhelm

Varnarleikur KR var til mikillar fyrirmyndar í sigurleiknum gegn Stjörnunni á fimmtudagskvöldið í Domino's deild karla. Farið var yfir varnarleikinn í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi.

Kjartan Atli Kjartansson þáttarstjórnandi sýndi nokkur dæmi af því hvernig KR-ingar vinna varnarvinnuna. Stjörnumenn lentu í vandræðum með þennan varnarleik og Jón Halldór Eðvaldsson var á sama máli.

„Það verður að hrósa þjálfara KR, Darra, fyrir akkúrat þetta. Hann er greinilega búinn að lesa þetta í döðlur hvernig hann vill að þeir færi sig svo að þeir geti lokað,“ sagði Jón Halldór og hélt áfram.

„Það sem ég tók eftir því í sókninni á undan er hvernig Brandon, sem er tiltölulega nýkominn, hversu klár hann er varnarlega.“

„Ég er meira í kvennakörfunni en hann minnti mig á Helenu. Hann var ekki að spila vörn á neinn en var ógeðslega mikið fyrir. Hann var alltaf á réttum stað í hjálparvörninni. Hann staðsetti sig hárrétt. Ég var mjög hrifinn af þessu.“

Allt innslagið um varnarleik KR má sjá hér að neðan.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Varnarleikur KR

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir

„Það var svakaleg orka í okkur“

„Þetta var rosagóður sigur á heimavelli, loksins. Mér finnst þetta vera á uppleið og ég var ánægður með okkur í dag,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson eftir sigur KR á Stjörnunni í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×