Lífið

Bræðradúó Íslands fór á kostum í þættinum Í kvöld er gigg

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sjáðu fjórmenningana flytja lag Frikka Dórs, Hlið við hlið í þættinum Í kvöld er gigg. 
Sjáðu fjórmenningana flytja lag Frikka Dórs, Hlið við hlið í þættinum Í kvöld er gigg.  Skjáskot.

Síðasta föstudagskvöld var mikil bræðrastemning í þættinum Í kvöld er gigg þegar Ingó fékk til sín bróður sinn, Gumma Tótu og bræðurna Frikka Dór og Jón Jónsson. 

Ásamt því að skiptast á að syngja slagara hvors annars fóru þeir um víðan völl í poppheiminum og spreyttu sig meðal annars á lögum eftir Sálina hans Jóns míns, Bon Jovi og ýmsum vel völdum strákasveitahljómsveitum(e. boybands).

Hér að neðan má sjá þá bræður alla flytja lag Frikka Dórs, lagið Hlið við hlið. Í lok lagsins tók Ingó ansi hreint hressandi U-beygju sem endaði í  einhverskonar beatboxi og hiphop samsuðu. 

Klippa: Hlið við hlið - Ingó, Frikki Dór, Gummi Tóta og Jón Jónsson.

Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 18:50 og eru gestirnir ekki af verri endanum. Stórsöngvarinn Geir Ólafs, skemmtikrafturinn Sóli Hólm ásamt söngkonunni og gleðigjafanum Bryndísi Ásmundsdóttur. 

Klippa: Í kvöld er gigg

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2+. 


Tengdar fréttir

„Vonum að allir fari að dansa eins og hálfvitar í kvöld“

Ber er hver að baki nema bróður sér eigi. Í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld var bræðralagið í fyrirrúmi en Ingó fékk til sín bróður sinn Gumma Tóta ásamt bræðurna Frikka Dór og Jón Jónson. 

Sjáðu sjóðandi heitan flutning Hönsu á laginu Fever

Leik- og söngkonan Jóhanna Vigdís, eða Hansa eins og hún er oftast kölluð, sló rækilega í gegn í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×