Goðsögn snýr aftur á LGPA mótaröðina eftir þrettán ára fjarveru: Börnin spennt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 10:30 Annika Sörenstam er ein af bestu kylfingum sögunnar. Getty/Stuart Franklin Sænski kylfingurinn Annika Sörenstam ætlar að snúa aftur á bandarísku mótaröðina í lok mánaðarins. Annika Sörenstam er fimmtug og hefur ekkert keppt á LPGA mótaröðinni síðan 2008. Hún er ein sigursælasti kvenkylfingur sögunnar, vann á sínum tíma tíu risamót og alls 72 LPGA mót á ferlinum sem er það þriðja mesta í sögunni. Hún er orðin meðlimur í heiðurshöll LPGA mótaraðarinnar. Sörenstam var yfirburðarkona þegar hún var upp á sitt besta og var sem dæmdi átta sinnum kosin kylfingur ársins. Hún er eina konan sem hefur náð 59 högga hring í keppni og á auk þess fjölda meta frá frábærum ferli. She's baaack! 72x Tour winner Annika Sörenstam is committed to play in the upcoming @GainbridgeLPGA. pic.twitter.com/1nfI9VdIc9— LPGA (@LPGA) February 9, 2021 Sörenstam ætlar að keppa á Gainbridge mótinu sem fer fram 25. til 28. febrúar. Það verður hennar fyrsta LPGA-mót í þrettán ár. Mótið fer fram hjá Lake Nona Golf & Country klúbbnum í Orlando en það er einmitt golfklúbbur Anniku Sörenstam og fjölskyldu. „Þetta verður fyrsta LPGA mót mitt síðan ég hætti að keppa árið 2008 til að stofna fjölskyldu,“ skrifaði Annika Sörenstam í fréttabréfi sínu. Hún giftist Mike McGee árið 2009, eignaðist dótturina Avu Madelyn McGee í september 2009 og soninn William Nicholas McGee í mars 2011. Ten-time major winner Annika Sorenstam is back in the field at an LPGA Tour event after retiring 13 years ago: https://t.co/yX60Ug5HR9 pic.twitter.com/uwTLQ30Cuo— Golf Digest (@GolfDigest) February 9, 2021 „Margt hefur breyst til hins betra á þessum tíma og þá sérstaklega má nefna fæðingu barna minna. Ava og Will eru mjög spennt fyrir því að sjá mömmu sína keppa. Ég verð samt að viðurkenna ef að þetta mót hefði ekki verið haldið á heimavelli mínum þá hefði mér líklega aldrei dottið í hug að keppa,“ skrifaði Sörenstam. „Það er gott fyrir mig að taka þátt í þessu móti því það er markmið mitt að taka þátt í Opna bandaríska móti öldunga í sumar. Til að vinna að því markmiði þá þarf ég að taka þátt í mótum til að ná mínu besta fram. Ég býst ekki við miklu en hlakka til þessara áskorunnar,“ skrifaði Sörenstam. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Annika Sörenstam er fimmtug og hefur ekkert keppt á LPGA mótaröðinni síðan 2008. Hún er ein sigursælasti kvenkylfingur sögunnar, vann á sínum tíma tíu risamót og alls 72 LPGA mót á ferlinum sem er það þriðja mesta í sögunni. Hún er orðin meðlimur í heiðurshöll LPGA mótaraðarinnar. Sörenstam var yfirburðarkona þegar hún var upp á sitt besta og var sem dæmdi átta sinnum kosin kylfingur ársins. Hún er eina konan sem hefur náð 59 högga hring í keppni og á auk þess fjölda meta frá frábærum ferli. She's baaack! 72x Tour winner Annika Sörenstam is committed to play in the upcoming @GainbridgeLPGA. pic.twitter.com/1nfI9VdIc9— LPGA (@LPGA) February 9, 2021 Sörenstam ætlar að keppa á Gainbridge mótinu sem fer fram 25. til 28. febrúar. Það verður hennar fyrsta LPGA-mót í þrettán ár. Mótið fer fram hjá Lake Nona Golf & Country klúbbnum í Orlando en það er einmitt golfklúbbur Anniku Sörenstam og fjölskyldu. „Þetta verður fyrsta LPGA mót mitt síðan ég hætti að keppa árið 2008 til að stofna fjölskyldu,“ skrifaði Annika Sörenstam í fréttabréfi sínu. Hún giftist Mike McGee árið 2009, eignaðist dótturina Avu Madelyn McGee í september 2009 og soninn William Nicholas McGee í mars 2011. Ten-time major winner Annika Sorenstam is back in the field at an LPGA Tour event after retiring 13 years ago: https://t.co/yX60Ug5HR9 pic.twitter.com/uwTLQ30Cuo— Golf Digest (@GolfDigest) February 9, 2021 „Margt hefur breyst til hins betra á þessum tíma og þá sérstaklega má nefna fæðingu barna minna. Ava og Will eru mjög spennt fyrir því að sjá mömmu sína keppa. Ég verð samt að viðurkenna ef að þetta mót hefði ekki verið haldið á heimavelli mínum þá hefði mér líklega aldrei dottið í hug að keppa,“ skrifaði Sörenstam. „Það er gott fyrir mig að taka þátt í þessu móti því það er markmið mitt að taka þátt í Opna bandaríska móti öldunga í sumar. Til að vinna að því markmiði þá þarf ég að taka þátt í mótum til að ná mínu besta fram. Ég býst ekki við miklu en hlakka til þessara áskorunnar,“ skrifaði Sörenstam.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira