Þetta þarf ekki að vera svona flókið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 08:32 Fjölgun opinberra starfa í hinum dreifðu byggðum er eitthvað sem hefur gengið hægt að koma á. Það er eiginlega dapurlegt frá því að segja að í áratugi hefur þetta hreint ekkert gengið sem heitið getur. Á vef Byggðastofnunar frá því í desember síðastliðnum má finna kort þar sem sjá má 83 staði út um allt land og yfir 100 starfsstöðvar sem geta tekið á móti fólki til þess að vinna störf án staðsetningar. Markmiðið er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum eigi að vera án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif á val á starfsfólki. Þetta gengur allt of hægt. Sannarlega hafa verið unnin skref og ekki skal gera lítið úr þeim. En það er hægt að gera miklu betur og það þarf að breyta viðhorfi innan stofnananna líka, ekki bara inni í ráðuneytunum. En ég veit ekki hvaða aðferð þarf að beita til þess að þetta verði raunverulegt því það er ljóst að það sem hefur verið gert fram til þessa er augljóslega ekki að skila sér og það er óásættanlegt. Við höfum, svo sannarlega, uppgötvað það flest öll í tengslum við Covid- faraldurinn að það er auðvelt að vinna svo ótal mörg störf hvar sem er á landinu. Að þessu sögðu ætla ég samt að nefna eitt glænýtt dæmi, um störf án staðsetningar, afskaplega ánægjulegt að mínu mati. Þar er um að ræða tvö störf hjá Persónuvernd sem unnin erum í samstarfi við sýslumanninn á Norðurlandi eystra á starfsstöðinni á Húsavík, lögfræðing og sérfræðing í þjónustuveri. Þetta er dæmi um mál sem kom fyrir fjárlaganefnd og við afgreiddum fyrir jólin. Þetta er hægt að gera svo miklu víðar enda kemur fram í skýrslunni sem ég vitnaði til hér að ofan að það er hægt að auglýsa um 890 störf án staðsetningar þ.e. 13% stöðugilda ríkisins. Þetta þarf ekki að vera svona flókið en það þarf hugarfarsbreytingu. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Norðausturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Fjölgun opinberra starfa í hinum dreifðu byggðum er eitthvað sem hefur gengið hægt að koma á. Það er eiginlega dapurlegt frá því að segja að í áratugi hefur þetta hreint ekkert gengið sem heitið getur. Á vef Byggðastofnunar frá því í desember síðastliðnum má finna kort þar sem sjá má 83 staði út um allt land og yfir 100 starfsstöðvar sem geta tekið á móti fólki til þess að vinna störf án staðsetningar. Markmiðið er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum eigi að vera án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif á val á starfsfólki. Þetta gengur allt of hægt. Sannarlega hafa verið unnin skref og ekki skal gera lítið úr þeim. En það er hægt að gera miklu betur og það þarf að breyta viðhorfi innan stofnananna líka, ekki bara inni í ráðuneytunum. En ég veit ekki hvaða aðferð þarf að beita til þess að þetta verði raunverulegt því það er ljóst að það sem hefur verið gert fram til þessa er augljóslega ekki að skila sér og það er óásættanlegt. Við höfum, svo sannarlega, uppgötvað það flest öll í tengslum við Covid- faraldurinn að það er auðvelt að vinna svo ótal mörg störf hvar sem er á landinu. Að þessu sögðu ætla ég samt að nefna eitt glænýtt dæmi, um störf án staðsetningar, afskaplega ánægjulegt að mínu mati. Þar er um að ræða tvö störf hjá Persónuvernd sem unnin erum í samstarfi við sýslumanninn á Norðurlandi eystra á starfsstöðinni á Húsavík, lögfræðing og sérfræðing í þjónustuveri. Þetta er dæmi um mál sem kom fyrir fjárlaganefnd og við afgreiddum fyrir jólin. Þetta er hægt að gera svo miklu víðar enda kemur fram í skýrslunni sem ég vitnaði til hér að ofan að það er hægt að auglýsa um 890 störf án staðsetningar þ.e. 13% stöðugilda ríkisins. Þetta þarf ekki að vera svona flókið en það þarf hugarfarsbreytingu. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar