Stutt svar við grein Þrastar Ólafssonar um ofanískurðarmokstur Þórarinn Lárusson skrifar 11. febrúar 2021 07:31 Ekki var svo sem við öðru að búast en einhverjum mótvægisaðgerðum Votlendissjóðsmanna við grein undirritaðs á Vísi á mánudaginn var. Formaður stjórnar Votlendissjóðsins, Þröstur Ólafsson, tók þetta verk að sér og eyðir hlutfallslega miklu plássi í vandlætingu á efni téðrar greinar. Má segja að það hafi verið að vonum um tilurð Votlendissjóðsins og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ónákvæmni í því efni, en skoðum þó þennan þátt ögn nánar, með eftirfarandi tilvitnun í hlutverk sjóðsins, samkvæmt vefsíðu hans: ,,Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.“ Ennfremur: „Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá.“ Það er vissulega ofsagt í grein undirritaðs að sjóðurinn hafi af opinberri hálfu verið settur á laggirnar. Hins vegar kemur fram að ríki og sveitarfélög komi að málinu, ásamt Landgræðslunni, sem óneitanlega eru öll mjög öflugir opiberir aðilar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er stóra málið að verkefnið í heild kostar í sjálfu sér það sama, hverjir svo sem eiga þarna hlut að máli, þótt kosnaðurinn skiptist eitthvað á annan hátt. Vissulega hafa menn farið offari í skurðgreftri ef tilgangur framræslunnar hefur eingöngu verið ætlaður til jarðræktar, sem talið er vera um 14% eða um 570 km2 af um 4.200 km2, sem framræst hefur verið alls samkvæmt vefsíðu Votlendissjóðs. Aðrir aðilar hafa efast um þetta umfang, auk þess, sem virkni gamalla framræsluskurða er víða orðin lítil og í heildina eru tölur um útblástur gróðurhúsalofttegunda nokkuð á reiki. Þótt óvissan sé mikil varðandi þetta, er kolefnislosunin vissulega mikil, en um þetta þarf ekki að deila í sjálfu sér, enda voru engar tölur hér að lútandi nefndar í grein undirritaðs. Sá er þetta ritar, hafði einkum í huga að velja til ræktunar í framræstu land, sem liggur vel við og áformað er að taka til ræktunar, gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni, þó svo að það nái ekki að kolefnisjafna framræsluna að öllu leyti. Auk þess mætti bæta við skógrækt víðar á landareigninni til frekari kolefnisbindingar. Skógrækt, ásamt t.d. lúpínu mætti nefna, sem eykur verulega frjósemi jarðvegs og örvar mjög kolefnisbindingu hvors tveggja, ekki síst á lélegu landi. Annað í grein undirritaðs stendur og þá ekki síst að hvetja menn til að lágmarka ofanískorðamokstur sem verða má, með því að hugsa málið mun betur en séð verður að hafi verið gert. Höfundur er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30 Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30 Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ekki var svo sem við öðru að búast en einhverjum mótvægisaðgerðum Votlendissjóðsmanna við grein undirritaðs á Vísi á mánudaginn var. Formaður stjórnar Votlendissjóðsins, Þröstur Ólafsson, tók þetta verk að sér og eyðir hlutfallslega miklu plássi í vandlætingu á efni téðrar greinar. Má segja að það hafi verið að vonum um tilurð Votlendissjóðsins og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ónákvæmni í því efni, en skoðum þó þennan þátt ögn nánar, með eftirfarandi tilvitnun í hlutverk sjóðsins, samkvæmt vefsíðu hans: ,,Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.“ Ennfremur: „Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá.“ Það er vissulega ofsagt í grein undirritaðs að sjóðurinn hafi af opinberri hálfu verið settur á laggirnar. Hins vegar kemur fram að ríki og sveitarfélög komi að málinu, ásamt Landgræðslunni, sem óneitanlega eru öll mjög öflugir opiberir aðilar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er stóra málið að verkefnið í heild kostar í sjálfu sér það sama, hverjir svo sem eiga þarna hlut að máli, þótt kosnaðurinn skiptist eitthvað á annan hátt. Vissulega hafa menn farið offari í skurðgreftri ef tilgangur framræslunnar hefur eingöngu verið ætlaður til jarðræktar, sem talið er vera um 14% eða um 570 km2 af um 4.200 km2, sem framræst hefur verið alls samkvæmt vefsíðu Votlendissjóðs. Aðrir aðilar hafa efast um þetta umfang, auk þess, sem virkni gamalla framræsluskurða er víða orðin lítil og í heildina eru tölur um útblástur gróðurhúsalofttegunda nokkuð á reiki. Þótt óvissan sé mikil varðandi þetta, er kolefnislosunin vissulega mikil, en um þetta þarf ekki að deila í sjálfu sér, enda voru engar tölur hér að lútandi nefndar í grein undirritaðs. Sá er þetta ritar, hafði einkum í huga að velja til ræktunar í framræstu land, sem liggur vel við og áformað er að taka til ræktunar, gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni, þó svo að það nái ekki að kolefnisjafna framræsluna að öllu leyti. Auk þess mætti bæta við skógrækt víðar á landareigninni til frekari kolefnisbindingar. Skógrækt, ásamt t.d. lúpínu mætti nefna, sem eykur verulega frjósemi jarðvegs og örvar mjög kolefnisbindingu hvors tveggja, ekki síst á lélegu landi. Annað í grein undirritaðs stendur og þá ekki síst að hvetja menn til að lágmarka ofanískorðamokstur sem verða má, með því að hugsa málið mun betur en séð verður að hafi verið gert. Höfundur er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs.
Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30
Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30
Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar