Hæstverndaður ráðherra Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. febrúar 2021 07:01 Það var mikil hneisa þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að ráðherra hafi verið í fjölmennu partíi á Þorláksmessu. En nú hafa orðið breytingar á og séð verið til þess að leikurinn endurtaki sig ekki. Eða að minnsta kosti af hálfu lögreglunnar sem hefur hafið vinnu við að uppfæra verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla. Það má alveg velta fyrir sér hvort þörf hafi verið á slíkri uppfærslu af hálfu lögreglunnar en það er óhætt að segja að fjölmiðlaumfjöllunin og samfélagsumræðan í kringum atvikið var ekki um verklag lögreglunnar. Umfjöllunin var um brot ráðherra á sóttvarnarreglum. En íslenska þjóðin er fljót að gleyma og fljót að fyrirgefa að því virðist. Hvernig annars gæti staðan á Íslandi verið sú að ráðherra sem kemur við sögu í hverju hneykslis málinu á fætur öðru (Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, salan á Borgun, nú brot á sóttvarnarlögum) haldi alltaf velli? Verndarengill stjórnmálamanna En hverjum er það að kenna að staðan í íslenskum stjórnmálum er eins og hún er? Hver er það sem heldur verndarskildi yfir brotlegum stjórnmálamönnum? Þó að ég telji að ýmsir stjórnmálamenn og flokkar hafi of sterk tengsl við fjársterka hagsmunaaðila þá er svarið samt að verndarengillinn eru kjósendur. Og þá má spyrja sig hversvegna stór hluti kjósenda kýs aftur og aftur flokka sem taka ekki á spillingu og öðru slíku. Ég tel að svarið sé tvíþætt: Það fyrra er að fjölmiðlar, almenningur og aðrir stjórnmálamenn halda málunum ekki nógu lengi til streitu. Þau fá að gleymast án afleiðinga. Að flest allir kjósendur vilji kjósa flokk sem tekur spillingar- og hneykslismál alvarlega en finnist þeir ekki hafa raunhæfan valkost. Þ.e.a.s. að málflutningur stjórnmálaflokka til hægri, miðju og vinstri sé svo ólíkur og að því virðist með mismunandi áherslur að það sé skárra að horfa framhjá spillingunni en geta þá kosið flokk sem talar þínu máli. Liður númer tvö hér að ofan held ég að sé eitthvað sem að vinstri og miðju flokkar ættu að taka sérstaklega til sín ef einhvertímann á að ná að minnka fylgi þeirra flokka sem hafa sterk hagsmunatengsl við valdastéttir og leyfa spillingu að grassera. Það þarf að setja hugmyndir fram á forminu sem kjósendur þessara flokka vilja. Það þarf að tala um efnahagsáhrif, hagvöxt og skatta. Tökum dæmi: Ef þú vilt bæta kjör þeirra lægst launuðu ekki ræða það eingöngu sem sanngirnismál. Bentu á að skattalækkanir til launafólks skila sér í auknum viðskiptum í samfélaginu rétt eins og meint virkni skattalækkanna til fjármagnseigenda. Ef þú ert mótfallinn því að senda erlendar fjölskyldur sem hafa dvalið á Íslandi árum saman úr landi ekki ræða það eingöngu sem spurningu um mannúð. Bentu á hvað ríkið hefur kostað í skólagöngu barnanna. Bentu á þá fjárfestingu í mannauð sem ríkið hefur þegar lagst í og að það vinni gegn rekstri ríkisins að henda slíkri fjárfestingu frá sér. Hægt er að búa til endalaus fleiri dæmi en punkturinn er sá sami. Ef ætlunin er að fá einhvern á þitt band þarftu að tala hans tungu. Gefðu honum raunhæfan valkost. Þangað til mun ekkert breytast í pólitíska landslaginu á Íslandi. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Haukur V. Alfreðsson Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Vafningsmálið Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mikil hneisa þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að ráðherra hafi verið í fjölmennu partíi á Þorláksmessu. En nú hafa orðið breytingar á og séð verið til þess að leikurinn endurtaki sig ekki. Eða að minnsta kosti af hálfu lögreglunnar sem hefur hafið vinnu við að uppfæra verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla. Það má alveg velta fyrir sér hvort þörf hafi verið á slíkri uppfærslu af hálfu lögreglunnar en það er óhætt að segja að fjölmiðlaumfjöllunin og samfélagsumræðan í kringum atvikið var ekki um verklag lögreglunnar. Umfjöllunin var um brot ráðherra á sóttvarnarreglum. En íslenska þjóðin er fljót að gleyma og fljót að fyrirgefa að því virðist. Hvernig annars gæti staðan á Íslandi verið sú að ráðherra sem kemur við sögu í hverju hneykslis málinu á fætur öðru (Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, salan á Borgun, nú brot á sóttvarnarlögum) haldi alltaf velli? Verndarengill stjórnmálamanna En hverjum er það að kenna að staðan í íslenskum stjórnmálum er eins og hún er? Hver er það sem heldur verndarskildi yfir brotlegum stjórnmálamönnum? Þó að ég telji að ýmsir stjórnmálamenn og flokkar hafi of sterk tengsl við fjársterka hagsmunaaðila þá er svarið samt að verndarengillinn eru kjósendur. Og þá má spyrja sig hversvegna stór hluti kjósenda kýs aftur og aftur flokka sem taka ekki á spillingu og öðru slíku. Ég tel að svarið sé tvíþætt: Það fyrra er að fjölmiðlar, almenningur og aðrir stjórnmálamenn halda málunum ekki nógu lengi til streitu. Þau fá að gleymast án afleiðinga. Að flest allir kjósendur vilji kjósa flokk sem tekur spillingar- og hneykslismál alvarlega en finnist þeir ekki hafa raunhæfan valkost. Þ.e.a.s. að málflutningur stjórnmálaflokka til hægri, miðju og vinstri sé svo ólíkur og að því virðist með mismunandi áherslur að það sé skárra að horfa framhjá spillingunni en geta þá kosið flokk sem talar þínu máli. Liður númer tvö hér að ofan held ég að sé eitthvað sem að vinstri og miðju flokkar ættu að taka sérstaklega til sín ef einhvertímann á að ná að minnka fylgi þeirra flokka sem hafa sterk hagsmunatengsl við valdastéttir og leyfa spillingu að grassera. Það þarf að setja hugmyndir fram á forminu sem kjósendur þessara flokka vilja. Það þarf að tala um efnahagsáhrif, hagvöxt og skatta. Tökum dæmi: Ef þú vilt bæta kjör þeirra lægst launuðu ekki ræða það eingöngu sem sanngirnismál. Bentu á að skattalækkanir til launafólks skila sér í auknum viðskiptum í samfélaginu rétt eins og meint virkni skattalækkanna til fjármagnseigenda. Ef þú ert mótfallinn því að senda erlendar fjölskyldur sem hafa dvalið á Íslandi árum saman úr landi ekki ræða það eingöngu sem spurningu um mannúð. Bentu á hvað ríkið hefur kostað í skólagöngu barnanna. Bentu á þá fjárfestingu í mannauð sem ríkið hefur þegar lagst í og að það vinni gegn rekstri ríkisins að henda slíkri fjárfestingu frá sér. Hægt er að búa til endalaus fleiri dæmi en punkturinn er sá sami. Ef ætlunin er að fá einhvern á þitt band þarftu að tala hans tungu. Gefðu honum raunhæfan valkost. Þangað til mun ekkert breytast í pólitíska landslaginu á Íslandi. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun