Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2021 14:00 Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað. Vinstri græn hafa tekið undir þetta ákall og haft það á stefnu sinni að boðið sé upp á heildstæða þjónustu sem veitt er með mannúð að leiðarljósi. Ráðgjafarstofa innflytjenda er skýrt dæmi um mál þar sem markviss samvinna ríkis og sveitarfélaga ásamt grasrótarsamtökum og fagfólki í málaflokknum skilar árangri. Vorið 2018 var fyrsta heildstæða stefnan í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd samþykkt í borgarstjórn. Sú stefna, sem unnin var undir forystu Vinstri grænna í borginni, fól í sér fjölmargar aðgerðir sem krefjast aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð áhersla á að opnuð yrði upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar þessa ákalls samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Vinstri grænna um að sett verði á fót Ráðgjafarstofa innflytjenda sem veitir sértæka ráðgjöf á einum stað. Nú hefur þessi mikilvæga ákvörðun loksins komið til framvæmda og því ber að fagna. Það er mikilvægt að hafa ávallt í huga að þeir sem setjast hér að koma úr öllum áttum og hafa margvíslegar ástæður fyrir að setjast að á íslandi. Því getum við ekki litið á innflytjendur sem einsleitan hóp heldur verðum við að skipuleggja alla þjónustu með fjölbreytileika í huga. Ljóst er að ennþá er full þörf fyrir sértæka þjónustu fyrir innflytjendur. Margar augljósar staðreyndir, svo sem mismunum á vinnumarkaði og víðar, tala sínu máli. Þeir sem nýlega hafa sest hér að vita ekki hver réttindi þeirra eru, hvaða þjónusta stendur til boða eða hvert hægt er að sækja hana. Saman getum við skapað samfélag án aðgreiningar þar sem öll fá þjónustu við hæfi. Með heildstæðri þjónustu og betri upplýsingagjöf má auðvelda nýjum íbúum sín fyrstu skref og er það öllum til heilla. Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Innflytjendamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað. Vinstri græn hafa tekið undir þetta ákall og haft það á stefnu sinni að boðið sé upp á heildstæða þjónustu sem veitt er með mannúð að leiðarljósi. Ráðgjafarstofa innflytjenda er skýrt dæmi um mál þar sem markviss samvinna ríkis og sveitarfélaga ásamt grasrótarsamtökum og fagfólki í málaflokknum skilar árangri. Vorið 2018 var fyrsta heildstæða stefnan í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd samþykkt í borgarstjórn. Sú stefna, sem unnin var undir forystu Vinstri grænna í borginni, fól í sér fjölmargar aðgerðir sem krefjast aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð áhersla á að opnuð yrði upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar þessa ákalls samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Vinstri grænna um að sett verði á fót Ráðgjafarstofa innflytjenda sem veitir sértæka ráðgjöf á einum stað. Nú hefur þessi mikilvæga ákvörðun loksins komið til framvæmda og því ber að fagna. Það er mikilvægt að hafa ávallt í huga að þeir sem setjast hér að koma úr öllum áttum og hafa margvíslegar ástæður fyrir að setjast að á íslandi. Því getum við ekki litið á innflytjendur sem einsleitan hóp heldur verðum við að skipuleggja alla þjónustu með fjölbreytileika í huga. Ljóst er að ennþá er full þörf fyrir sértæka þjónustu fyrir innflytjendur. Margar augljósar staðreyndir, svo sem mismunum á vinnumarkaði og víðar, tala sínu máli. Þeir sem nýlega hafa sest hér að vita ekki hver réttindi þeirra eru, hvaða þjónusta stendur til boða eða hvert hægt er að sækja hana. Saman getum við skapað samfélag án aðgreiningar þar sem öll fá þjónustu við hæfi. Með heildstæðri þjónustu og betri upplýsingagjöf má auðvelda nýjum íbúum sín fyrstu skref og er það öllum til heilla. Til hamingju með Ráðgjafarstofu innflytjenda. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar