Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 12:10 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sætir ákæru fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun janúar. Getty/Jabin Botsford Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður hafa verið allt annað en sáttur við frammistöðu verjenda sinna á fyrsta degi réttarhaldanna yfir honum í gær í öldungadeild Bandaríkjaþings. Verjendurnir eru þeir Bruce L. Castor og David I. Schoen. Castor tók fyrstur til máls og samkvæmt umfjöllun New York Times á Trump að vera brjálaður vegna framsögu hans. Hann hafi verið aðeins sáttari við ræðu Schoen en þó pirraður og almennt ósáttur við lögmennina tvo. Réttarhöldin hófust á málflutningi Demókrata þar sem meðal annars var sýnt frá árásinni á þinghúsið, ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar og ítrekuðum staðhæfingum hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Á meðal þess sem sagt er hafa farið fyrir brjóstið á Trump er að Castor tók fyrstur til máls en Schoen átti að flytja ræðu sína á undan. Sagði Castor að þeir hefðu ákveðið á síðustu stundu að skipta um röðunina á framsögum þeirra þar sem málflutningur Demókrata hefði verið svo góður. Það að annar lögmanna hans skyldi lofa ákærendurna á málinu kom Trump á óvart og fór í taugarnar á honum samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Réttarhöldin halda áfram klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Trump er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr kæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Verjendurnir eru þeir Bruce L. Castor og David I. Schoen. Castor tók fyrstur til máls og samkvæmt umfjöllun New York Times á Trump að vera brjálaður vegna framsögu hans. Hann hafi verið aðeins sáttari við ræðu Schoen en þó pirraður og almennt ósáttur við lögmennina tvo. Réttarhöldin hófust á málflutningi Demókrata þar sem meðal annars var sýnt frá árásinni á þinghúsið, ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar og ítrekuðum staðhæfingum hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Á meðal þess sem sagt er hafa farið fyrir brjóstið á Trump er að Castor tók fyrstur til máls en Schoen átti að flytja ræðu sína á undan. Sagði Castor að þeir hefðu ákveðið á síðustu stundu að skipta um röðunina á framsögum þeirra þar sem málflutningur Demókrata hefði verið svo góður. Það að annar lögmanna hans skyldi lofa ákærendurna á málinu kom Trump á óvart og fór í taugarnar á honum samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Réttarhöldin halda áfram klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Trump er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr kæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira